Tveir úkraínskir lögreglumenn hafa komið fyrir dóm vegna ákæru fyrir morðið á fimm ára gömlum dreng. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.
Rannsóknarlögreglumenn segja að Ican Pryhodko og Vlodymyr Petrovets hafi verið drukknir á frívakt og verið að skjóta á dósir þegar ein byssukúlnanna hæfði drenginn.
Tvímenningarnir sögðu ekki orð á meðan á þingsetningunni stóð.
Andlát drengsins hefur dregið athygli almennings að störfum lögreglu sem hafa verið gagnrýnd ítrekað, sérstaklega eftir að í fyrstu tilkynning lögreglu sagði að drengurinn hafi dáið eftir að hafa dottið á stein.
Mönnunum stendur ekki til boða að losna úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu.
Atvikið gerðist á föstudag þegar lögreglumennirnir tveir sátu við drykkju saman
Á spítalanum var upphafleg kenning lögreglu um dánarorsök drengsins afsönnuð þegar byssukúlu brot fundust í höfði drengsins.
Lögreglustjórinn í Kiev hefur sagt af sér og kallað er nú eftir að innanríkisráðherra Úkraínu geri slíkt hið sama.
Úkraínskir lögreglumenn bana fimm ára gömlum dreng
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
