Forréttindi að lifa fyrir fótbolta Hjörvar Ólafsson skrifar 4. júní 2019 09:00 Magnaður Gunnleifur. VÍSIR/ANTON Gunnleifur setti metið þegar hann stóð á milli stanganna í sannfærandi sigri Breiðabliks gegn FH í sjöundu umferð Pepsi Max-deildarinnar en sigurinn fleytti Blikum á topp deildarinnar nú þegar um það bil tveggja vikna hlé verður gert á deildinni vegna landsleikja. Gunnleifur, sem fagnar 44 ára afmæli sínu síðar í sumar, lék þá sinn 424. leik á Íslandsmóti í meistaraflokki og sló met Hornfirðingsins Gunnars Inga Valgeirssonar. Gunnleifur og Gunnar Ingi eru í fámennum hópi leikmanna sem hafa spilað meira en 400 deildarleiki hér heima en þar er einnig Siglfirðingurinn Mark Duffeld.Ferillinn spannar 25 ár Gunnleifur lék sinn fyrsta deildarleik með HK árið 1994 og því er þetta 25. keppnistímabil hans í meistaraflokki. Ásamt því að leika með Breiðabliki og HK hefur Gunnleifur leikið með KR, Keflavík, HK og FH í efstu deild. Þá á hann leiki með KVA á Reyðarfirði og Eski- firði. Gunnleifur spilaði svo erlendis í nokkra mánuði þegar hann léki með Vaduz frá Liechtenstein í efstu deild í Sviss árið 2009. „Ég vissi af því að ég myndi setja met með því að spila þennan leik og var því svona aðeins auka mótíveraður fyrir að vinna. Það var frábært að ná þessum áfanga og gott að þessi tímamótaleikur var sigurleikur. Þessi leikur var hins vegar bara eins og hver annar og ég hef bara þá reglu að leyfa hverjum leik fyrir sig að eiga sitt líf. Ég verð jafn kvíðinn í aðdraganda hvers leiks og jafn feginn þegar honum lýkur og niðurstaðan er jákvæð,“ segir Gunnleifur í samtali við Fréttablaðið um þennan merka leik á leikmannaferli hans.Áhugaverður tími fyrir austan „Þegar ég spilaði minn fyrsta leik fyrir HK þá var ég ekkert að pæla í því hvort ég myndi spila til þrítugs eða fertugs og ég hef alltaf bara tekið einn leik fyrir í einu og eitt tímabil í einu. Ég hef blessunarlega aldrei lent í neinum langtíma meiðslum. Annars værum við líklega ekki að ræða þetta met núna. Ég hef hins vegar margsinnis spilað þrátt fyrir meiðsli og leikið verkjaður. Það er munur á að vera meiddur og óleikfær og finna einhvers staðar til. Ég hef spilað fingurbrotinn og í gegnum sárskauka,“ segir þessi frábæri markvörður.Fólk stundum með aldurinn á heilanum „Það pirrar mig oft þegar fólk hefur aldur minn á heilanum og ég get alveg viðurkennt að það fer í taugarnar á mér að þurfa að svara á hverju hausti hvort að ég ætli að halda áfram. Ég hef hins vegar mjög gaman af því að fara í gegnum ferilinn og rifja upp þær fjölmörgu góðu minningar sem ég á úr boltanum. Sem dæmi fá nefna sumarið sem að ég spilaði fyrir austan. Það var erfitt fyrir tvítugt borgarbarn að flytja austur á stað þar sem voru engar ljósastofur og venjast sveitalífinu. Það var hins vegar mjög þroskandi og skemmtilegur tími,“ segir hann. „Ég hef þróast mjög sem markmaður og þrátt fyrir að ég geti enn sýnt góða fótavinnu og tekið vörslur þar sem ég þarf að skutla mér og sýna snögg viðbrögð þá er ég orðinn betri í að stýra leiknum þannig að ég hafi minna að gera. Ég er orðinn mun betri í að stýra varnarlínunni fyrir framan mig og haga hlutum þannig að ég þurfi sjaldnar að taka á honum stóra mínum. Það gefur mér svo mikið að vera fótboltapabbi og þjálfa unga og efnilega markverði í Breiðablik. Eiginkona mín er svo fyrrverandi knattspyrnukona og ég er einnig að vinna við að tala um fótbolta í sjónvarpi. Lífið snýst því algjörlega um fótbolta sem eru algjör forréttindi,“ segir Gunnleifur sem hefur greinilega brennandi ástríðu fyrir fótbolta. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Gunnleifur setti metið þegar hann stóð á milli stanganna í sannfærandi sigri Breiðabliks gegn FH í sjöundu umferð Pepsi Max-deildarinnar en sigurinn fleytti Blikum á topp deildarinnar nú þegar um það bil tveggja vikna hlé verður gert á deildinni vegna landsleikja. Gunnleifur, sem fagnar 44 ára afmæli sínu síðar í sumar, lék þá sinn 424. leik á Íslandsmóti í meistaraflokki og sló met Hornfirðingsins Gunnars Inga Valgeirssonar. Gunnleifur og Gunnar Ingi eru í fámennum hópi leikmanna sem hafa spilað meira en 400 deildarleiki hér heima en þar er einnig Siglfirðingurinn Mark Duffeld.Ferillinn spannar 25 ár Gunnleifur lék sinn fyrsta deildarleik með HK árið 1994 og því er þetta 25. keppnistímabil hans í meistaraflokki. Ásamt því að leika með Breiðabliki og HK hefur Gunnleifur leikið með KR, Keflavík, HK og FH í efstu deild. Þá á hann leiki með KVA á Reyðarfirði og Eski- firði. Gunnleifur spilaði svo erlendis í nokkra mánuði þegar hann léki með Vaduz frá Liechtenstein í efstu deild í Sviss árið 2009. „Ég vissi af því að ég myndi setja met með því að spila þennan leik og var því svona aðeins auka mótíveraður fyrir að vinna. Það var frábært að ná þessum áfanga og gott að þessi tímamótaleikur var sigurleikur. Þessi leikur var hins vegar bara eins og hver annar og ég hef bara þá reglu að leyfa hverjum leik fyrir sig að eiga sitt líf. Ég verð jafn kvíðinn í aðdraganda hvers leiks og jafn feginn þegar honum lýkur og niðurstaðan er jákvæð,“ segir Gunnleifur í samtali við Fréttablaðið um þennan merka leik á leikmannaferli hans.Áhugaverður tími fyrir austan „Þegar ég spilaði minn fyrsta leik fyrir HK þá var ég ekkert að pæla í því hvort ég myndi spila til þrítugs eða fertugs og ég hef alltaf bara tekið einn leik fyrir í einu og eitt tímabil í einu. Ég hef blessunarlega aldrei lent í neinum langtíma meiðslum. Annars værum við líklega ekki að ræða þetta met núna. Ég hef hins vegar margsinnis spilað þrátt fyrir meiðsli og leikið verkjaður. Það er munur á að vera meiddur og óleikfær og finna einhvers staðar til. Ég hef spilað fingurbrotinn og í gegnum sárskauka,“ segir þessi frábæri markvörður.Fólk stundum með aldurinn á heilanum „Það pirrar mig oft þegar fólk hefur aldur minn á heilanum og ég get alveg viðurkennt að það fer í taugarnar á mér að þurfa að svara á hverju hausti hvort að ég ætli að halda áfram. Ég hef hins vegar mjög gaman af því að fara í gegnum ferilinn og rifja upp þær fjölmörgu góðu minningar sem ég á úr boltanum. Sem dæmi fá nefna sumarið sem að ég spilaði fyrir austan. Það var erfitt fyrir tvítugt borgarbarn að flytja austur á stað þar sem voru engar ljósastofur og venjast sveitalífinu. Það var hins vegar mjög þroskandi og skemmtilegur tími,“ segir hann. „Ég hef þróast mjög sem markmaður og þrátt fyrir að ég geti enn sýnt góða fótavinnu og tekið vörslur þar sem ég þarf að skutla mér og sýna snögg viðbrögð þá er ég orðinn betri í að stýra leiknum þannig að ég hafi minna að gera. Ég er orðinn mun betri í að stýra varnarlínunni fyrir framan mig og haga hlutum þannig að ég þurfi sjaldnar að taka á honum stóra mínum. Það gefur mér svo mikið að vera fótboltapabbi og þjálfa unga og efnilega markverði í Breiðablik. Eiginkona mín er svo fyrrverandi knattspyrnukona og ég er einnig að vinna við að tala um fótbolta í sjónvarpi. Lífið snýst því algjörlega um fótbolta sem eru algjör forréttindi,“ segir Gunnleifur sem hefur greinilega brennandi ástríðu fyrir fótbolta.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira