Skilur lítið í köldum kveðjum Íslendinga: „Af hverju eruð þið svona reið?“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2019 11:15 Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. Instagram Ferðamaðurinn sem gerðist sekur um alvarleg spjöll á Bjarnarflagi í Mývatnssveit í gær, með því að aka utan vegar, á yfir höfði sér að lágmarki 350 þúsund króna sekt. Lögreglan á Húsavík yfirheyrði manninn í gær sem gekkst við brotum sínum en að sögn viðstaddra var enga iðrun að sjá á ferðamanninum og föruneyti hans. Umræddur ferðamaður hefur verið boðaður á lögreglustöðina á Akureyri í dag þar sem honum verður boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu. Samkvæmt lögum um náttúruvernd geta alvarleg spjöll á náttúru landsins varðað sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum. Sektin gæti því orðið mun hærri enda mat manna að um verulega alvarleg spjöll á náttúru sé að ræða vegna einbeitts brotavilja mannsins. Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. View this post on InstagramПоздравьте, сегодня я попал на кругленькую сумму и чуть не окончил наш трип на второй день $$$ :) Подробности в видео A post shared by Alexander Tikhomirov (@sashatikhomirov) on Jun 2, 2019 at 2:05pm PDT Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifar Alexander Tikhomirov þar sem hann deilir þessum kveðjum Íslendinga.Skjáskot af Instagram reikningi ökumannsins.InstagramTikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson er einn landeigenda Reykjahlíðar, en hann segir í samtali við Vísi að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Hann veltir einnig fyrir sér hver áhrif þessa aksturs eigi eftir að vera til langs tíma, og nefnir í því samhengi myndband tónlistarmannsins Justin Bieber í Fjaðrárgljúfri. „Þar sem frægar persónur hafa komið og stillt sér upp fylgja gjarnan aðrir í kjölfarið. Ég veit ekki hvernig við náum að laga þetta,“ segir Sigurður Jónas. Hann segir þetta mikil vonbrigði þegar reynt er að ganga vel um landið. „Þá koma svona kjánar og halda að þeir geti keyrt um allar trissur. Það var enga iðrun að sjá,“ segir Sigurður Jónas. Lögreglumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Ferðamaðurinn sem gerðist sekur um alvarleg spjöll á Bjarnarflagi í Mývatnssveit í gær, með því að aka utan vegar, á yfir höfði sér að lágmarki 350 þúsund króna sekt. Lögreglan á Húsavík yfirheyrði manninn í gær sem gekkst við brotum sínum en að sögn viðstaddra var enga iðrun að sjá á ferðamanninum og föruneyti hans. Umræddur ferðamaður hefur verið boðaður á lögreglustöðina á Akureyri í dag þar sem honum verður boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu. Samkvæmt lögum um náttúruvernd geta alvarleg spjöll á náttúru landsins varðað sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum. Sektin gæti því orðið mun hærri enda mat manna að um verulega alvarleg spjöll á náttúru sé að ræða vegna einbeitts brotavilja mannsins. Ferðamaðurinn er þekktur á samfélagsmiðlum, þá helst Instagram, en nafn hans er Alexander Tikhomirov. View this post on InstagramПоздравьте, сегодня я попал на кругленькую сумму и чуть не окончил наш трип на второй день $$$ :) Подробности в видео A post shared by Alexander Tikhomirov (@sashatikhomirov) on Jun 2, 2019 at 2:05pm PDT Hann hefur fengið kaldar kveðjur frá Íslendingum í gegnum Instagram-reikning sinn þar sem honum er tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn á Íslandi og hann beðinn um að koma aldrei aftur í Mývatnssveit. „Árás Íslendinga. Guð minn góður. Af hverju eruð þið svona reið,“ skrifar Alexander Tikhomirov þar sem hann deilir þessum kveðjum Íslendinga.Skjáskot af Instagram reikningi ökumannsins.InstagramTikhomirov þessi hefur um 318 þúsund fylgjendur á Instagram er förunautar hans eru með öllu minna, 11,600, 3,300 og 2,189 fylgjendur. Sigurður Jónas Þorbergsson er einn landeigenda Reykjahlíðar, en hann segir í samtali við Vísi að förin eftir utanvegaaksturinn eigi eftir að sjást en ekki sé vitað á þessari stundu hvernig viðgerðum verður háttað. Hann veltir einnig fyrir sér hver áhrif þessa aksturs eigi eftir að vera til langs tíma, og nefnir í því samhengi myndband tónlistarmannsins Justin Bieber í Fjaðrárgljúfri. „Þar sem frægar persónur hafa komið og stillt sér upp fylgja gjarnan aðrir í kjölfarið. Ég veit ekki hvernig við náum að laga þetta,“ segir Sigurður Jónas. Hann segir þetta mikil vonbrigði þegar reynt er að ganga vel um landið. „Þá koma svona kjánar og halda að þeir geti keyrt um allar trissur. Það var enga iðrun að sjá,“ segir Sigurður Jónas.
Lögreglumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira