Orkuskiptin Eyþór Arnalds skrifar 3. júní 2019 07:00 Orkan okkar hefur breytt miklu. Rafljós kom í stað gas- og lýsisljóss. Heita vatnið kom í stað kolakyndingar. Fyrst kom hitaveita í Reykjavík fyrir 90 árum. Það var bylting. „Kolefnissporið“ var ansi áberandi enda lá þykkur reykjarmökkur yfir borginni. Tvennt vannst með hitaveitunni. Umhverfisbót og sparnaður gjaldeyris. Sambærilegt átak er mögulegt með orkuskiptum í samgöngum. Á hverju ári flytjum við inn gríðarlega mikið af eldsneyti á bifreiðar, bæði dísil og bensín. Kostnaðurinn er tugir milljarða á hverju ári. Flestir eru sammála um að ekkert land sé í betri færum til að fara í orkuskipti í samgöngum, en einmitt Ísland. Við höfum stigið varfærin skref á síðustu fimm árum, en lengra þarf að ganga til að fara alla leið. Í Noregi hefur sala rafbíla tekið risastökk og voru 58% nýrra bíla hreinir rafbílar í mars. Þar hefur þó komið í ljós að uppbygging innviða hefur verið of hæg. Við þurfum að auðvelda þeim sem búa í fjölbýli að hlaða rafbíla sína. Reykjavíkurborg getur sem eigandi Orkuveitu Reykjavíkur farið í hraða uppbyggingu á innviðum fyrir rafbíla. Hingað til hefur verið farið í takmörkuð tilraunaverkefni sem lofa góðu. Nú er rétti tíminn til að taka stóra skrefið líkt og forverar okkar í borgarstjórn gerðu þegar hitaveitan fór af stað. Með þessu vinnum við svo margt. Loftgæði batna. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. Gjaldeyrir fyrir tugi milljarða sparast. Svo ekki sé minnst á bætta hljóðvist. Sjálfur hefur ég verið á rafmagnsbílum eingöngu síðustu fimm og hálft ár. Reynslan er ekki góð. Hún er frábær. Ef Jón Þorláksson og aðrir forgöngumenn hitaveitunnar í Reykjavík gátu gert þetta mikla átak fyrir um 90 árum eigum við tvímælalaust að geta auðveldað íbúum höfuðborgarinnar að nýta íslenska og hreina orku á bílana okkar. Strætó og atvinnutæki eru ekki undanskilin. Rafhjól og skutlur líka. Nýtum þetta tækifæri og förum alla leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Samgöngur Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Orkan okkar hefur breytt miklu. Rafljós kom í stað gas- og lýsisljóss. Heita vatnið kom í stað kolakyndingar. Fyrst kom hitaveita í Reykjavík fyrir 90 árum. Það var bylting. „Kolefnissporið“ var ansi áberandi enda lá þykkur reykjarmökkur yfir borginni. Tvennt vannst með hitaveitunni. Umhverfisbót og sparnaður gjaldeyris. Sambærilegt átak er mögulegt með orkuskiptum í samgöngum. Á hverju ári flytjum við inn gríðarlega mikið af eldsneyti á bifreiðar, bæði dísil og bensín. Kostnaðurinn er tugir milljarða á hverju ári. Flestir eru sammála um að ekkert land sé í betri færum til að fara í orkuskipti í samgöngum, en einmitt Ísland. Við höfum stigið varfærin skref á síðustu fimm árum, en lengra þarf að ganga til að fara alla leið. Í Noregi hefur sala rafbíla tekið risastökk og voru 58% nýrra bíla hreinir rafbílar í mars. Þar hefur þó komið í ljós að uppbygging innviða hefur verið of hæg. Við þurfum að auðvelda þeim sem búa í fjölbýli að hlaða rafbíla sína. Reykjavíkurborg getur sem eigandi Orkuveitu Reykjavíkur farið í hraða uppbyggingu á innviðum fyrir rafbíla. Hingað til hefur verið farið í takmörkuð tilraunaverkefni sem lofa góðu. Nú er rétti tíminn til að taka stóra skrefið líkt og forverar okkar í borgarstjórn gerðu þegar hitaveitan fór af stað. Með þessu vinnum við svo margt. Loftgæði batna. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. Gjaldeyrir fyrir tugi milljarða sparast. Svo ekki sé minnst á bætta hljóðvist. Sjálfur hefur ég verið á rafmagnsbílum eingöngu síðustu fimm og hálft ár. Reynslan er ekki góð. Hún er frábær. Ef Jón Þorláksson og aðrir forgöngumenn hitaveitunnar í Reykjavík gátu gert þetta mikla átak fyrir um 90 árum eigum við tvímælalaust að geta auðveldað íbúum höfuðborgarinnar að nýta íslenska og hreina orku á bílana okkar. Strætó og atvinnutæki eru ekki undanskilin. Rafhjól og skutlur líka. Nýtum þetta tækifæri og förum alla leið.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun