Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2019 20:00 Lögreglan á Suðurnesjum gengur út frá því að þrír Íslendingar, sem eru í gæsluvarðahaldi grunaðir um að hafa reynt að flytja rúmlega sextán kíló af kókaíni til landsins, séu svokölluð burðardýr. Lögreglufulltrúi segir að málið sé sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Unnið er að því að upplýsa hver skipulagði innflutninginn.Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að fjórir Íslendingar væru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Þaðá uppruna sinn í Frankfurt íÞýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar máliðí samstarfi viðþýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að um ræði rúmlega sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatöskum. Fyrst hafi fjórir verið settur í gæsluvarðhald en einn hafi svo verið látinn laus. „Þetta eru aðilar sem eru fæddir 1996 og 1998,“ segir Jón Halldór og bætir við að málið sé því sérstaklega viðkvæmt. „Fyrir þær sakir að þarna eru mjög ungir einstaklingar sem eiga í hlut. Grunur lögreglu beinist einna helst að því að þau séu ekki skipuleggjendurnir og þau sem fjármagna kaupin á þessu mikla magni fíkniefna. Rannsóknin miðast einna helst að því að upplýsa þátt annarra meðsekra,“ segir Jón Halldór. Þannig sé gengið út frá því að ungmennin séu burðardýr. Ljóst er að þeir gætu átt yfir höfði sér margra ára fangelsisrefsingu en eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta mesta magn af kókaíni sem haldlagt hefur veriðí einu á Keflavíkurflugvelli. Götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum gengur út frá því að þrír Íslendingar, sem eru í gæsluvarðahaldi grunaðir um að hafa reynt að flytja rúmlega sextán kíló af kókaíni til landsins, séu svokölluð burðardýr. Lögreglufulltrúi segir að málið sé sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Unnið er að því að upplýsa hver skipulagði innflutninginn.Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að fjórir Íslendingar væru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Þaðá uppruna sinn í Frankfurt íÞýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar máliðí samstarfi viðþýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að um ræði rúmlega sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatöskum. Fyrst hafi fjórir verið settur í gæsluvarðhald en einn hafi svo verið látinn laus. „Þetta eru aðilar sem eru fæddir 1996 og 1998,“ segir Jón Halldór og bætir við að málið sé því sérstaklega viðkvæmt. „Fyrir þær sakir að þarna eru mjög ungir einstaklingar sem eiga í hlut. Grunur lögreglu beinist einna helst að því að þau séu ekki skipuleggjendurnir og þau sem fjármagna kaupin á þessu mikla magni fíkniefna. Rannsóknin miðast einna helst að því að upplýsa þátt annarra meðsekra,“ segir Jón Halldór. Þannig sé gengið út frá því að ungmennin séu burðardýr. Ljóst er að þeir gætu átt yfir höfði sér margra ára fangelsisrefsingu en eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta mesta magn af kókaíni sem haldlagt hefur veriðí einu á Keflavíkurflugvelli. Götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira