Arnar: Alltof margir vellir á Íslandi loðnir og holóttir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2019 16:23 Arnar var sáttur með stigið en ekki spilamennsku Víkings. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu í Grindavík í dag. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Frammistaða Víkinga var Arnari ekki að skapi og heldur ekki grasvöllurinn í Grindavík. „Ég er aðallega í sjokki yfir því hvað þetta var leiðinlegur leikur. Þetta var skelfilegt. Ég er örugglega að varpa einhverjum sprengjum en þessir vellir hérna á Íslandi eru stundum hræðilegir. Alltof loðnir og holóttir,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Þessi grasmenning, maður er svo þreyttur á henni. Ef við ætlum að hafa gras höfum það almennilegt. En ég er ekkert að kenna Grindvíkingum um. Ég segi þetta vegna þess að ég elska fótbolta; að leikurinn verður hægur og leiðinlegur og það endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“ Arnar viðurkennir þó að sínir menn hefðu getað spilað betur í leiknum, þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fékk Grindavík betri færi. Og eftir að við urðum manni færri bað maður til guðs að dómarinn myndi flauta af því það lá ansi vel á okkur. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar og við náðum aldrei neinu flæði. Heilt yfir var þetta dapur leikur,“ sagði Arnar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að toga Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson niður. Arnar sagði dóminn hafa verið réttan. „Hann hefði átt að fá fangelsisdóm fyrir þetta,“ sagði Arnar og hló. „Hann var mjög „professional“ og kippti honum niður. Hann gerði það sem hann átti að gera en samherjar hans áttu aldrei að koma honum í þessa stöðu.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé á Pepsi Max-deildinni. Næsti leikur Víkings, gegn HK, verður sá fyrsti á nýgervigraslögðum Víkingsvelli. „Við notum tímann til að hvíla og æfa vel og fáum vonandi meiddu mennina til baka. Við verðum ferskir í vígsluleiknum á heimavelli á rennisléttu gervigrasi,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með stigið sem hans menn fengu í Grindavík í dag. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. Frammistaða Víkinga var Arnari ekki að skapi og heldur ekki grasvöllurinn í Grindavík. „Ég er aðallega í sjokki yfir því hvað þetta var leiðinlegur leikur. Þetta var skelfilegt. Ég er örugglega að varpa einhverjum sprengjum en þessir vellir hérna á Íslandi eru stundum hræðilegir. Alltof loðnir og holóttir,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. „Þessi grasmenning, maður er svo þreyttur á henni. Ef við ætlum að hafa gras höfum það almennilegt. En ég er ekkert að kenna Grindvíkingum um. Ég segi þetta vegna þess að ég elska fótbolta; að leikurinn verður hægur og leiðinlegur og það endar með að enginn nennir að koma að horfa á þetta.“ Arnar viðurkennir þó að sínir menn hefðu getað spilað betur í leiknum, þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það fékk Grindavík betri færi. Og eftir að við urðum manni færri bað maður til guðs að dómarinn myndi flauta af því það lá ansi vel á okkur. Þetta var langlélegasti leikur okkar í sumar og við náðum aldrei neinu flæði. Heilt yfir var þetta dapur leikur,“ sagði Arnar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Víkings, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að toga Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson niður. Arnar sagði dóminn hafa verið réttan. „Hann hefði átt að fá fangelsisdóm fyrir þetta,“ sagði Arnar og hló. „Hann var mjög „professional“ og kippti honum niður. Hann gerði það sem hann átti að gera en samherjar hans áttu aldrei að koma honum í þessa stöðu.“ Nú tekur við tveggja vikna hlé á Pepsi Max-deildinni. Næsti leikur Víkings, gegn HK, verður sá fyrsti á nýgervigraslögðum Víkingsvelli. „Við notum tímann til að hvíla og æfa vel og fáum vonandi meiddu mennina til baka. Við verðum ferskir í vígsluleiknum á heimavelli á rennisléttu gervigrasi,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast