Stunginn í hálsinn á tökustað nýjustu kvikmyndar Anne Hathaway Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2019 22:56 Ekki er vitað hvort Anne Hathaway hafi orðið vitni að árásinni. Vísir/getty Ráðist var á meðlim tökuliðs nýjustu kvikmyndar Anne Hathaway og hann stunginn í hálsinn í myndveri Warner Bros í Hertfordskíri á Englandi í dag. Í frétt Variety er haft eftir lögreglu að fórnarlambið hafi verið flutt á sjúkrahús og árásarmaðurinn handtekinn. Talið er að mennirnir þekkist en rannsókn málsins heldur áfram. Umrædd kvikmynd ber heitið The Witches, eða Nornirnar upp á íslensku, og er endurgerð af hinni sígildu kvikmynd um óhugnanlegar nornir, byggðri á samnefndri skáldsögu eftir Roald Dahl. Hathaway leikur aðalnornina í myndinni en Octavia Spencer og Chris Rock fara þar einnig með hlutverk. Ekki er vitað hvort einhver úr leikaraliðinu varð vitni að árásinni en í frétt Daily Mail segir að slagsmál hafi brotist út á milli mannanna, sem báðir hafi starfað við myndina. Um hundrað meðlimir tökuliðsins hafi orðið vitni að slagsmálunum og fregnir af málinu kvisast út áður en lögreglu bar að garði. Bíó og sjónvarp Bretland England Tengdar fréttir Fékk sér lax í Reykjavík og hætti að vera vegan Bandaríska leikkonan Anne Hathaway sagði skilið við veganisma eftir að hún bragðaði lax á veitingastað í Reykjavík er hún var stödd hér á landi við tökur á kvikmyndinni Interstellar. 20. apríl 2019 13:36 Bað hvítt fólk um að líta í eigin barm eftir að svartur unglingur var stunginn til bana Bandaríska leikkonan Anne Hathaway hvatti hvítt fólk til að líta í eigin barm og átta sig á skelfilegum raunveruleika sem svart fólk í Bandaríkjunum býr við á hverjum degi. 27. júlí 2018 22:21 Anne Hathaway og Rebel Wilson fara á kostum í nýrri stiklu Leikkonurnar Anne Hathaway og Rebel Wilson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni Hustle sem verður frumsýnd í vor. 12. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Ráðist var á meðlim tökuliðs nýjustu kvikmyndar Anne Hathaway og hann stunginn í hálsinn í myndveri Warner Bros í Hertfordskíri á Englandi í dag. Í frétt Variety er haft eftir lögreglu að fórnarlambið hafi verið flutt á sjúkrahús og árásarmaðurinn handtekinn. Talið er að mennirnir þekkist en rannsókn málsins heldur áfram. Umrædd kvikmynd ber heitið The Witches, eða Nornirnar upp á íslensku, og er endurgerð af hinni sígildu kvikmynd um óhugnanlegar nornir, byggðri á samnefndri skáldsögu eftir Roald Dahl. Hathaway leikur aðalnornina í myndinni en Octavia Spencer og Chris Rock fara þar einnig með hlutverk. Ekki er vitað hvort einhver úr leikaraliðinu varð vitni að árásinni en í frétt Daily Mail segir að slagsmál hafi brotist út á milli mannanna, sem báðir hafi starfað við myndina. Um hundrað meðlimir tökuliðsins hafi orðið vitni að slagsmálunum og fregnir af málinu kvisast út áður en lögreglu bar að garði.
Bíó og sjónvarp Bretland England Tengdar fréttir Fékk sér lax í Reykjavík og hætti að vera vegan Bandaríska leikkonan Anne Hathaway sagði skilið við veganisma eftir að hún bragðaði lax á veitingastað í Reykjavík er hún var stödd hér á landi við tökur á kvikmyndinni Interstellar. 20. apríl 2019 13:36 Bað hvítt fólk um að líta í eigin barm eftir að svartur unglingur var stunginn til bana Bandaríska leikkonan Anne Hathaway hvatti hvítt fólk til að líta í eigin barm og átta sig á skelfilegum raunveruleika sem svart fólk í Bandaríkjunum býr við á hverjum degi. 27. júlí 2018 22:21 Anne Hathaway og Rebel Wilson fara á kostum í nýrri stiklu Leikkonurnar Anne Hathaway og Rebel Wilson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni Hustle sem verður frumsýnd í vor. 12. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Fékk sér lax í Reykjavík og hætti að vera vegan Bandaríska leikkonan Anne Hathaway sagði skilið við veganisma eftir að hún bragðaði lax á veitingastað í Reykjavík er hún var stödd hér á landi við tökur á kvikmyndinni Interstellar. 20. apríl 2019 13:36
Bað hvítt fólk um að líta í eigin barm eftir að svartur unglingur var stunginn til bana Bandaríska leikkonan Anne Hathaway hvatti hvítt fólk til að líta í eigin barm og átta sig á skelfilegum raunveruleika sem svart fólk í Bandaríkjunum býr við á hverjum degi. 27. júlí 2018 22:21
Anne Hathaway og Rebel Wilson fara á kostum í nýrri stiklu Leikkonurnar Anne Hathaway og Rebel Wilson fara með aðalhlutverkin í kvikmyndinni Hustle sem verður frumsýnd í vor. 12. febrúar 2019 16:00
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein