Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2019 20:00 Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. Formaður fjárlaganefndar segir umræðu um niðurskurð á villigötum, útgjöld hafi verið aukin til allra málaflokka. Formaður Samfylkingarinnar segir þá efnameiri fá afslátt á meðan öryrkjum blæðir. Ríkistjórnin lagði til við fjárlaganefnd að gerðar yrðu breytingar á fjármálaáætlun fyrir árin 2019 til 2022. Breyttar horfur í efnahagslífinu áætla að afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarða árin 2019 og 2020 ef ekki yrði brugðist við. Fyrsta umræða fjárlaganefndar fór fram í byrjun mánaðar og gagnrýndi Samfylkingin niðurskurð til málaflokka öryrkja, aldraðra, skóla, stjórnsýslu og umhverfis. Nefndin fundaði aftur í morgun og segir formaður Samfylkingarinnar ánægjulegt að draga eigi til baka part af niðurskurði til öryrkja. „Það skýtur skökku við núna að öryrkjar sem ekki nutu uppgangsins eiga að blæða. Að það sé verið að gefa afslátt hjá stórútgerðinni, það sé ekki verið að fresta bankaskattinum nema í eitt ár, og að við treystum okkur ekki til að leggja fjármagnstekjuskatt að minnsta kosti í samræmi við það sem hin norðurlöndin treysta sér til," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir þetta ekki rétt. Hann segir að útgjöld hafi aukist hvað mest til félags- og velferðarmála frá árinu 2018. „það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er hins vegar þannig að þar sem endurmatsverkefnið er að skila árangri hægist á kerfislegum vexti útgjalda en það er verið að auka framlög til allra málaflokka.Er þá engin niðurskurður í vændum?„Það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er útgjaldaaukning til allra málafloka. Ég skil ekki umræðuna."Hvað er þá verið að ræða um núna varðandi breytta fjármálaáætlun?„Það er auðvitað til að taka að það voru einhverjir nefndarmenn sem hlupu til og töluðu um niðurskurð. Það virðist vera erfitt að vinda ofan af þeirri umræðu," segir Willum. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. Formaður fjárlaganefndar segir umræðu um niðurskurð á villigötum, útgjöld hafi verið aukin til allra málaflokka. Formaður Samfylkingarinnar segir þá efnameiri fá afslátt á meðan öryrkjum blæðir. Ríkistjórnin lagði til við fjárlaganefnd að gerðar yrðu breytingar á fjármálaáætlun fyrir árin 2019 til 2022. Breyttar horfur í efnahagslífinu áætla að afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarða árin 2019 og 2020 ef ekki yrði brugðist við. Fyrsta umræða fjárlaganefndar fór fram í byrjun mánaðar og gagnrýndi Samfylkingin niðurskurð til málaflokka öryrkja, aldraðra, skóla, stjórnsýslu og umhverfis. Nefndin fundaði aftur í morgun og segir formaður Samfylkingarinnar ánægjulegt að draga eigi til baka part af niðurskurði til öryrkja. „Það skýtur skökku við núna að öryrkjar sem ekki nutu uppgangsins eiga að blæða. Að það sé verið að gefa afslátt hjá stórútgerðinni, það sé ekki verið að fresta bankaskattinum nema í eitt ár, og að við treystum okkur ekki til að leggja fjármagnstekjuskatt að minnsta kosti í samræmi við það sem hin norðurlöndin treysta sér til," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir þetta ekki rétt. Hann segir að útgjöld hafi aukist hvað mest til félags- og velferðarmála frá árinu 2018. „það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er hins vegar þannig að þar sem endurmatsverkefnið er að skila árangri hægist á kerfislegum vexti útgjalda en það er verið að auka framlög til allra málaflokka.Er þá engin niðurskurður í vændum?„Það er enginn niðurskurður í þessari áætlun. Það er útgjaldaaukning til allra málafloka. Ég skil ekki umræðuna."Hvað er þá verið að ræða um núna varðandi breytta fjármálaáætlun?„Það er auðvitað til að taka að það voru einhverjir nefndarmenn sem hlupu til og töluðu um niðurskurð. Það virðist vera erfitt að vinda ofan af þeirri umræðu," segir Willum.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48
Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50