KFC á Íslandi í viðbragðsstöðu vegna veganborgara Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2019 10:29 Uppistaðan í buffi Svikarans eru sveppir. KFC Vegan-prófanir KFC á Bretlandi hafa ekki farið fram hjá kjúklingakeðjunni hér á landi. Takist þær vel er ekki útilokað að KFC á Íslandi muni reiða fram veganvörur í framtíðinni. Þessa dagana bjóða 20 útibú KFC á Bretlandseyjum upp á veganborgara, sem ber heitið „Svikarinn“ (e. The Imposter). Uppistaða borgarans er buff sem unnið er úr sveppum og er þetta fyrsta tilraun veitingastaðakeðjunnar þar í landi til þess að reiða fram veganvalkost í stað hins sígilda kjúklingaborgara. Tilraunum KFC hefur verið tekið fagnandi, ekki síst af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum. Þannig sendi PETA frá sér stuðningsyfirlýsingu við borgarann, sem þykir tíðindum sæta enda hafa samtökin lengi verið hatrammur andstæðingur KFC vegna stórtækrar kjúklingaslátrunar keðjunnar.Cluck yes!!! @KFC_UKI debuts #vegan chicken burger on its menu! After years of PETA and our international affiliates campaigning, meet The Imposter. #ImposterBurger#FingerLickinVeganpic.twitter.com/ObNoo9NZFn — PETA UK (@PETAUK) June 13, 2019 Þrátt fyrir loforð KFC um að veganborgarinn sé jafn ljúfengur og sá sem gerður er úr kjúklingakjöti fær hann misjafnar viðtökur meðal þeirra neytenda sem breska ríkisútvarpið ræddi við. Svikarinn er engu að síður einu pundi, um 160 krónum, ódýrari en hefðbundinn kjúklingaborgari og fari svo að hann öðlist vinsældir hefur KFC í hyggju að bjóða upp á hann í fleiri útibúum þegar fram líða stundir. Enda er eftir miklu að slægjast á veganvagninum. Fjöldi breskra veganista hefur fjórfaldast á síðustu fimm árum og meira en þriðjungur Breta hefur dregið úr kjötneyslu sinni á síðustu árum. Þetta hefur meðal annars skilað sér á hlutabréfamörkuðum, en fyrirtæki sem framleiða veganvörur hafa mörg hver uppskorið ríkulega að undanförnu. Kristín Helgadóttir hjá KFC á Íslandi segir fyrirtækið því „fylgjast vel“ með þessari tilraun í Bretlandi. Sem fyrr segir mun yfirstandandi prufutímabil í Bretlandi standa yfir í fjórar vikur og segir Kristín að tekin verði ákvörðun í kjölfarið, eftir því hvernig tekst til úti. „Við hjá KFC erum alltaf opin fyrir nýjungum svo við bíðum spennt á kantinum,“ segir Kristín. Bretland Vegan Veitingastaðir Tengdar fréttir KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00 Veganæði á hlutabréfamörkuðum Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. 14. maí 2019 11:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Vegan-prófanir KFC á Bretlandi hafa ekki farið fram hjá kjúklingakeðjunni hér á landi. Takist þær vel er ekki útilokað að KFC á Íslandi muni reiða fram veganvörur í framtíðinni. Þessa dagana bjóða 20 útibú KFC á Bretlandseyjum upp á veganborgara, sem ber heitið „Svikarinn“ (e. The Imposter). Uppistaða borgarans er buff sem unnið er úr sveppum og er þetta fyrsta tilraun veitingastaðakeðjunnar þar í landi til þess að reiða fram veganvalkost í stað hins sígilda kjúklingaborgara. Tilraunum KFC hefur verið tekið fagnandi, ekki síst af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum. Þannig sendi PETA frá sér stuðningsyfirlýsingu við borgarann, sem þykir tíðindum sæta enda hafa samtökin lengi verið hatrammur andstæðingur KFC vegna stórtækrar kjúklingaslátrunar keðjunnar.Cluck yes!!! @KFC_UKI debuts #vegan chicken burger on its menu! After years of PETA and our international affiliates campaigning, meet The Imposter. #ImposterBurger#FingerLickinVeganpic.twitter.com/ObNoo9NZFn — PETA UK (@PETAUK) June 13, 2019 Þrátt fyrir loforð KFC um að veganborgarinn sé jafn ljúfengur og sá sem gerður er úr kjúklingakjöti fær hann misjafnar viðtökur meðal þeirra neytenda sem breska ríkisútvarpið ræddi við. Svikarinn er engu að síður einu pundi, um 160 krónum, ódýrari en hefðbundinn kjúklingaborgari og fari svo að hann öðlist vinsældir hefur KFC í hyggju að bjóða upp á hann í fleiri útibúum þegar fram líða stundir. Enda er eftir miklu að slægjast á veganvagninum. Fjöldi breskra veganista hefur fjórfaldast á síðustu fimm árum og meira en þriðjungur Breta hefur dregið úr kjötneyslu sinni á síðustu árum. Þetta hefur meðal annars skilað sér á hlutabréfamörkuðum, en fyrirtæki sem framleiða veganvörur hafa mörg hver uppskorið ríkulega að undanförnu. Kristín Helgadóttir hjá KFC á Íslandi segir fyrirtækið því „fylgjast vel“ með þessari tilraun í Bretlandi. Sem fyrr segir mun yfirstandandi prufutímabil í Bretlandi standa yfir í fjórar vikur og segir Kristín að tekin verði ákvörðun í kjölfarið, eftir því hvernig tekst til úti. „Við hjá KFC erum alltaf opin fyrir nýjungum svo við bíðum spennt á kantinum,“ segir Kristín.
Bretland Vegan Veitingastaðir Tengdar fréttir KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00 Veganæði á hlutabréfamörkuðum Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. 14. maí 2019 11:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
KFC á Íslandi skiptir um franskar Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. 20. febrúar 2019 10:00
Veganæði á hlutabréfamörkuðum Svo virðist sem fjárfestar vilji allir fá bita af vegankökunni. 14. maí 2019 11:15