Fólkinu fylgt Davíð Þorláksson skrifar 19. júní 2019 07:00 Það var sérstakt hvernig könnun sem MMR gerði um afstöðu til 3. orkupakkans var kynnt í byrjun maí. Því var haldið fram að hún sýndi að helmingur landsmanna væri á móti honum og um 30% hlynnt. Hið rétta er að 36% eru andvíg, 21% hlynnt og 43% tóku ekki afstöðu. Fyrrnefndu tölurnar fást ef bara er skoðuð afstaða þeirra sem tóku afstöðu. Þetta sýnir að flestum er sama um 3. orkupakkann sem kemur ekki á óvart. Það má þá hins vegar deila um það hversu skynsamlegt það er þá af manni að vera að skrifa í þriðja skipti Bakþanka um 3. orkupakkann. Af þeim sem taka afstöðu er fleira stuðningsfólk stjórnarflokkanna andvígt en hlynnt 3. orkupakkanum. Sumir hafa notað þessa niðurstöðu sem rök fyrir því að stjórnarflokkarnir séu á rangri leið. Í því samhengi er mikilvægt að átta sig á því að stjórnmálaleiðtogar sem vilja láta taka sig alvarlega eiga ekki að elta almenningsálitið, heldur að móta það. Ekki að fylgja kjósendum, heldur fá kjósendur til að fylgja sér. Hlutverk stjórnmálaleiðtoga er að sannfæra sem flesta um að grunngildi þeirra séu best til að búa til betra samfélag. Það er enginn vafi á því að íslenskt samfélag er betra vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Hluti af því að standa vörð um hana er að klára innleiðingu 3. orkupakkans. Röksemdafærsla andstæðinga orkupakkans minnir á tilvitnun sem stundum er eignuð franska stjórnmálamanninum Alexandre Auguste Ledru-Rollin: „Ég verð að fylgja fólkinu, því ég er leiðtogi þess.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það var sérstakt hvernig könnun sem MMR gerði um afstöðu til 3. orkupakkans var kynnt í byrjun maí. Því var haldið fram að hún sýndi að helmingur landsmanna væri á móti honum og um 30% hlynnt. Hið rétta er að 36% eru andvíg, 21% hlynnt og 43% tóku ekki afstöðu. Fyrrnefndu tölurnar fást ef bara er skoðuð afstaða þeirra sem tóku afstöðu. Þetta sýnir að flestum er sama um 3. orkupakkann sem kemur ekki á óvart. Það má þá hins vegar deila um það hversu skynsamlegt það er þá af manni að vera að skrifa í þriðja skipti Bakþanka um 3. orkupakkann. Af þeim sem taka afstöðu er fleira stuðningsfólk stjórnarflokkanna andvígt en hlynnt 3. orkupakkanum. Sumir hafa notað þessa niðurstöðu sem rök fyrir því að stjórnarflokkarnir séu á rangri leið. Í því samhengi er mikilvægt að átta sig á því að stjórnmálaleiðtogar sem vilja láta taka sig alvarlega eiga ekki að elta almenningsálitið, heldur að móta það. Ekki að fylgja kjósendum, heldur fá kjósendur til að fylgja sér. Hlutverk stjórnmálaleiðtoga er að sannfæra sem flesta um að grunngildi þeirra séu best til að búa til betra samfélag. Það er enginn vafi á því að íslenskt samfélag er betra vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Hluti af því að standa vörð um hana er að klára innleiðingu 3. orkupakkans. Röksemdafærsla andstæðinga orkupakkans minnir á tilvitnun sem stundum er eignuð franska stjórnmálamanninum Alexandre Auguste Ledru-Rollin: „Ég verð að fylgja fólkinu, því ég er leiðtogi þess.“
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar