Fjölmiðlar og fjölmiðlanefnd Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 18. júní 2019 15:05 Fjölmiðlanefnd birti nýverið álit þar sem niðurstaðan er sú að frétt sem ég skrifaði og birtist á Vísi í nóvember á síðasta ári brjóti í bága við lög um fjölmiðla í því sem snýr að birtingu viðkvæmra persónugreinanlegra persónuupplýsinga. Svo það sé bara sagt þá er álitið ein allsherjar hringavitleysa svo mjög að vandséð er hvar skal að byrja ef nefna ætti dæmi þar um. Það gæti orðið langur lestur, kómískur fyrir þá sem hafa húmor fyrir embættismönnum í ruglinu en hið alvarlega er að með niðurstöðu sinni hefur fjölmiðlanefnd sett alla blaða- og fréttamennsku á Íslandi í fullkomið uppnám.Orð á Facebook teljast opinber birting Í fréttinni er greint frá því að maður nokkur sé nafngreindur og fái það heldur betur óþvegið í þúsunda manna Facebook-hópi; sagður svona og hinsegin og svo er honum úthúðað fyrir að táldraga saklaus fórnarlömb sín með lygum og fagurgala. Til að lesendur Vísis viti um hvað er að ræða er vitnað í nokkur ummæli en þó aðeins brot af því sem yfir manninn gengur. Inntak fréttarinnar er svo það að um geti verið að ræða brot gegn persónuverndarákvæðum stjórnarskrár og þar með hegningarlög. Vitnað er til greinar Maríu Rúnar Bjarnadóttur doktorsnema í lögfræði sem birtist í tímaritinu Úlfljóti og fjallar um dóm MDE í máli Egils Einarssonar gegn Íslandi. Hún bendir á að niðurstaða þess máls feli í sér skýr skilaboð til íslenskra notenda samfélagsmiðla að tjáning þar geti talist opinber birting í skilningi laga. Um þetta er ekki deilt og sá sem telur hlutverk fjölmiðla það að reyna þagga eitthvað sem þegar hefur birst opinberlega er þjakaður af meinlegum ranghugmyndum um fyrirbærið. (Nú vill svo skemmtilega til að fyrrnefnd María Rún er ein þeirra þriggja sem skrifar téð álit fjölmiðlanefndar). Óvænt vending Fréttin féll ekki í kramið meðal þeirra sem höfðu ekki vandað manninum kveðjurnar opinberlega né stuðningsmönnum þeirra, eins og gefur að skilja en þá verður undarleg vending í málinu: Maðurinn kærir Vísi til fjölmiðlanefndar fyrir að vitna í opinbera umsögn um sig! Hann hafi orðið fyrir svo miklu ónæði í kjölfar fréttarinnar. Blaðamanni datt reyndar ekki í annað í hug en lýsingarnar sem reiðir meðlimir Facebook höfðu um manninn væri tilbúningur hans einmitt til þess fallinn að villa á sér heimildir – og þar með ekki persónugreinanlegar. Vísir ákvað að nafngreina manninn ekki eins og gert var í hinum stóra Facebookhópi einfaldlega vegna þess að fréttin er ekki um það eða manninn ef því er að skipta. Nú ættu ætluð afstæð viðbrögð við frétt ekki að skipta máli þegar efnisleg afstaða er tekin til hennar. Ábyrgð blaðamanns sem skrifar í Alþýðublaðið og Fréttablaðið er sú hin sama. Annað hvort stenst fréttin skoðun eða ekki. En, í þessu máli er það megin efni kvörtunar mannsins sem fjölmiðlanefnd telur þá vert að líta til. Kjarni málsinsKjarni málsins er þessi: a) Vísir greinir frá glannalegum ummælum sem hafa verið birt opinberlega, fyrir þúsundum manna. Í fréttinni er jafnframt bent skilmerkilega á að það kunni að stangast á við lög (um það fjallar fréttin). b) Engin leið væri fyrir lesendur að skilja málið eða taka afstöðu til þess nema nefna dæmi um téð ummæli. Brot af ásökunum sem gengu yfir manninn í þessum hóp eru nefnd til dæmis.c) Vísir er svo gerður ábyrgur fyrir ummælunum sem sögð eru í fréttinni að geti talist vafasöm?! BÍ hlýtur að taka málið til umfjöllunar Þetta þýðir einfaldlega að ef fjölmiðill vitnar í orð annarra þá er hann þar með orðinn ábyrgur fyrir þeim. Algerlega án samhengis og jafnvel þó lesa megi að við ummælunum sé varað. Sem svo hlýtur að þýða að öll fjölmiðlun í landinu er í fullkomnu uppnámi. Ég er ekki viss um að fólk átti sig á því hvaða almennu lögmál þarna er verið að fótum troða. Blaðamannafélag Íslands hlýtur að taka þetta til umfjöllunar. Áður var það svo að blaðamenn á prentmiðlum og ritstjórar þeirra (vitaskuld gat þetta ekki átt við um ljósvakann, það var einum of galið) voru ábyrgir fyrir ummælum viðmælenda sinna. Þetta er samkvæmt prentlögum frá 1956, löngu áður en internetið var svo mikið sem hugmynd en féllu úr gildi með nýjum fjölmiðlalögum. Enda, skal hver maður ábyrgur orða sinna. Þetta álit er afturhvarf langt aftur fyrir þessi prentlög sem þóttu svo fáránleg að þau voru lögð af. Hér er ekki verið að vitna í ummæli viðmælanda, hér er verið að vitna í orð sem birst hafa opinberlega. Fjölmiðlanefnd á hálum ís Fjölmiðlanefnd er komin út á afar hálan ís svo ekki sé meira sagt; að taka sér vald til að úrskurða um það hvenær fjölmiðill rækir sitt lýðræðishlutverk og hvenær ekki. Blaðamannafélagið tók sinn fulltrúa úr nefndinni af þessari ástæðu auk þess sem fjölmiðlanefnd er í raun að vaða inn á verksvið siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Stjórnsýslunefnd ætti ekki að koma með lögformleg álit á málum sem varða túlkun á meginreglum stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs. Það er hlutverk dómstóla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er með lög í vinnslu sem miða að stuðningi við frjálsa fjölmiðlun. Talsvert meiri stoð gæti falist í því að leggja fjölmiðlanefnd einfaldlega niður, því þetta heldur engu vatni og varla mark á takandi. Nefndin virðist telja það sitt helsta hlutverk að bregða fæti fyrir blaðamenn. Ef blaðamenn almennt fara að virða álit hennar að vettugi, og þetta álit gefur sannarlega tilefni til þess, fer hið leiðbeinandi hlutverk fyrir lítið. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlanefnd birti nýverið álit þar sem niðurstaðan er sú að frétt sem ég skrifaði og birtist á Vísi í nóvember á síðasta ári brjóti í bága við lög um fjölmiðla í því sem snýr að birtingu viðkvæmra persónugreinanlegra persónuupplýsinga. Svo það sé bara sagt þá er álitið ein allsherjar hringavitleysa svo mjög að vandséð er hvar skal að byrja ef nefna ætti dæmi þar um. Það gæti orðið langur lestur, kómískur fyrir þá sem hafa húmor fyrir embættismönnum í ruglinu en hið alvarlega er að með niðurstöðu sinni hefur fjölmiðlanefnd sett alla blaða- og fréttamennsku á Íslandi í fullkomið uppnám.Orð á Facebook teljast opinber birting Í fréttinni er greint frá því að maður nokkur sé nafngreindur og fái það heldur betur óþvegið í þúsunda manna Facebook-hópi; sagður svona og hinsegin og svo er honum úthúðað fyrir að táldraga saklaus fórnarlömb sín með lygum og fagurgala. Til að lesendur Vísis viti um hvað er að ræða er vitnað í nokkur ummæli en þó aðeins brot af því sem yfir manninn gengur. Inntak fréttarinnar er svo það að um geti verið að ræða brot gegn persónuverndarákvæðum stjórnarskrár og þar með hegningarlög. Vitnað er til greinar Maríu Rúnar Bjarnadóttur doktorsnema í lögfræði sem birtist í tímaritinu Úlfljóti og fjallar um dóm MDE í máli Egils Einarssonar gegn Íslandi. Hún bendir á að niðurstaða þess máls feli í sér skýr skilaboð til íslenskra notenda samfélagsmiðla að tjáning þar geti talist opinber birting í skilningi laga. Um þetta er ekki deilt og sá sem telur hlutverk fjölmiðla það að reyna þagga eitthvað sem þegar hefur birst opinberlega er þjakaður af meinlegum ranghugmyndum um fyrirbærið. (Nú vill svo skemmtilega til að fyrrnefnd María Rún er ein þeirra þriggja sem skrifar téð álit fjölmiðlanefndar). Óvænt vending Fréttin féll ekki í kramið meðal þeirra sem höfðu ekki vandað manninum kveðjurnar opinberlega né stuðningsmönnum þeirra, eins og gefur að skilja en þá verður undarleg vending í málinu: Maðurinn kærir Vísi til fjölmiðlanefndar fyrir að vitna í opinbera umsögn um sig! Hann hafi orðið fyrir svo miklu ónæði í kjölfar fréttarinnar. Blaðamanni datt reyndar ekki í annað í hug en lýsingarnar sem reiðir meðlimir Facebook höfðu um manninn væri tilbúningur hans einmitt til þess fallinn að villa á sér heimildir – og þar með ekki persónugreinanlegar. Vísir ákvað að nafngreina manninn ekki eins og gert var í hinum stóra Facebookhópi einfaldlega vegna þess að fréttin er ekki um það eða manninn ef því er að skipta. Nú ættu ætluð afstæð viðbrögð við frétt ekki að skipta máli þegar efnisleg afstaða er tekin til hennar. Ábyrgð blaðamanns sem skrifar í Alþýðublaðið og Fréttablaðið er sú hin sama. Annað hvort stenst fréttin skoðun eða ekki. En, í þessu máli er það megin efni kvörtunar mannsins sem fjölmiðlanefnd telur þá vert að líta til. Kjarni málsinsKjarni málsins er þessi: a) Vísir greinir frá glannalegum ummælum sem hafa verið birt opinberlega, fyrir þúsundum manna. Í fréttinni er jafnframt bent skilmerkilega á að það kunni að stangast á við lög (um það fjallar fréttin). b) Engin leið væri fyrir lesendur að skilja málið eða taka afstöðu til þess nema nefna dæmi um téð ummæli. Brot af ásökunum sem gengu yfir manninn í þessum hóp eru nefnd til dæmis.c) Vísir er svo gerður ábyrgur fyrir ummælunum sem sögð eru í fréttinni að geti talist vafasöm?! BÍ hlýtur að taka málið til umfjöllunar Þetta þýðir einfaldlega að ef fjölmiðill vitnar í orð annarra þá er hann þar með orðinn ábyrgur fyrir þeim. Algerlega án samhengis og jafnvel þó lesa megi að við ummælunum sé varað. Sem svo hlýtur að þýða að öll fjölmiðlun í landinu er í fullkomnu uppnámi. Ég er ekki viss um að fólk átti sig á því hvaða almennu lögmál þarna er verið að fótum troða. Blaðamannafélag Íslands hlýtur að taka þetta til umfjöllunar. Áður var það svo að blaðamenn á prentmiðlum og ritstjórar þeirra (vitaskuld gat þetta ekki átt við um ljósvakann, það var einum of galið) voru ábyrgir fyrir ummælum viðmælenda sinna. Þetta er samkvæmt prentlögum frá 1956, löngu áður en internetið var svo mikið sem hugmynd en féllu úr gildi með nýjum fjölmiðlalögum. Enda, skal hver maður ábyrgur orða sinna. Þetta álit er afturhvarf langt aftur fyrir þessi prentlög sem þóttu svo fáránleg að þau voru lögð af. Hér er ekki verið að vitna í ummæli viðmælanda, hér er verið að vitna í orð sem birst hafa opinberlega. Fjölmiðlanefnd á hálum ís Fjölmiðlanefnd er komin út á afar hálan ís svo ekki sé meira sagt; að taka sér vald til að úrskurða um það hvenær fjölmiðill rækir sitt lýðræðishlutverk og hvenær ekki. Blaðamannafélagið tók sinn fulltrúa úr nefndinni af þessari ástæðu auk þess sem fjölmiðlanefnd er í raun að vaða inn á verksvið siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Stjórnsýslunefnd ætti ekki að koma með lögformleg álit á málum sem varða túlkun á meginreglum stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs. Það er hlutverk dómstóla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er með lög í vinnslu sem miða að stuðningi við frjálsa fjölmiðlun. Talsvert meiri stoð gæti falist í því að leggja fjölmiðlanefnd einfaldlega niður, því þetta heldur engu vatni og varla mark á takandi. Nefndin virðist telja það sitt helsta hlutverk að bregða fæti fyrir blaðamenn. Ef blaðamenn almennt fara að virða álit hennar að vettugi, og þetta álit gefur sannarlega tilefni til þess, fer hið leiðbeinandi hlutverk fyrir lítið. Höfundur er blaðamaður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun