Unga fólkið og aðalatriðin Hanna Katrín Friðriksson skrifar 18. júní 2019 07:00 Umhverfi, jafnrétti og heilbrigði voru þema á sérstökum þingfundi ungmenna á þjóðhátíðardeginum í gær. Unga fólkið sem fyllti þingsalinn í Alþingishúsinu var með skýr og öflug skilaboð til okkar sem fylgdumst með. Ég treysti því að þau rati víðar á næstu dögum. Ungt fólk hefur heldur betur látið í sér heyra undanfarið þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Sem betur fer. Og skilaboðin frá þinghúsinu í gær voru líka sterk. Eins var með jafnréttismálin. Ungmennin beindu kastljósinu að hverju málefninu á fætur öðru þar sem við þurfum að gera betur; stöðu fatlaðra, réttindum hinsegin fólks, launamisrétti kynjanna og stöðu innflytjenda. Það var hins vegar nálgun þessa flotta hóps í heilbrigðismálum sem hafði mest áhrif á mig. Merkilegt nokk snerist umræðan ekki um hvernig skipulagið við að lækna sjúka eigi að vera. Ekki hvort það sé betra að þessi en ekki hinn sinni þjónustunni. Hvernig viðkomandi eining eigi að vera samsett, hvar staðsett og hvernig rekin. Hverjir hljóti pólitíska náð fyrir augum ráðamanna og hverjir ekki. Líklega var þetta ekki nefnt af því að þessum hópi þótti annað vera mikilvægara þegar kemur að heilbrigðismálum þjóðar. Að minnsta kosti þegar kemur að umræðu og ákvörðunum í þingsal. Í þingsalnum í gær tók þessi hópur ungmenna umræðu um heilbrigðismál upp á annað og hærra plan. Þau höfðu meiri áhuga á því að viðhalda heilbrigði. Umræðan um heilbrigðismál snerist þannig um samgöngur og lýðheilsu. Hvernig stjórnvöld geti búið um hnútana svo að fólk eigi þess kost að ferðast á heilnæman hátt á milli staða. Hvernig tryggja megi börnum og unglingum virkan þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Áhrif snjalltækjanotkunar á þroska barna í fjölbreyttu samhengi. Í stuttu máli; hvernig við búum hér til aðstæður og umhverfi sem styðja við heilbrigðan lífsstíl, vellíðan og hamingju. Komið fagnandi með ykkar heilbrigðu sýn á heilbrigðismál!Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Umhverfi, jafnrétti og heilbrigði voru þema á sérstökum þingfundi ungmenna á þjóðhátíðardeginum í gær. Unga fólkið sem fyllti þingsalinn í Alþingishúsinu var með skýr og öflug skilaboð til okkar sem fylgdumst með. Ég treysti því að þau rati víðar á næstu dögum. Ungt fólk hefur heldur betur látið í sér heyra undanfarið þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Sem betur fer. Og skilaboðin frá þinghúsinu í gær voru líka sterk. Eins var með jafnréttismálin. Ungmennin beindu kastljósinu að hverju málefninu á fætur öðru þar sem við þurfum að gera betur; stöðu fatlaðra, réttindum hinsegin fólks, launamisrétti kynjanna og stöðu innflytjenda. Það var hins vegar nálgun þessa flotta hóps í heilbrigðismálum sem hafði mest áhrif á mig. Merkilegt nokk snerist umræðan ekki um hvernig skipulagið við að lækna sjúka eigi að vera. Ekki hvort það sé betra að þessi en ekki hinn sinni þjónustunni. Hvernig viðkomandi eining eigi að vera samsett, hvar staðsett og hvernig rekin. Hverjir hljóti pólitíska náð fyrir augum ráðamanna og hverjir ekki. Líklega var þetta ekki nefnt af því að þessum hópi þótti annað vera mikilvægara þegar kemur að heilbrigðismálum þjóðar. Að minnsta kosti þegar kemur að umræðu og ákvörðunum í þingsal. Í þingsalnum í gær tók þessi hópur ungmenna umræðu um heilbrigðismál upp á annað og hærra plan. Þau höfðu meiri áhuga á því að viðhalda heilbrigði. Umræðan um heilbrigðismál snerist þannig um samgöngur og lýðheilsu. Hvernig stjórnvöld geti búið um hnútana svo að fólk eigi þess kost að ferðast á heilnæman hátt á milli staða. Hvernig tryggja megi börnum og unglingum virkan þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Áhrif snjalltækjanotkunar á þroska barna í fjölbreyttu samhengi. Í stuttu máli; hvernig við búum hér til aðstæður og umhverfi sem styðja við heilbrigðan lífsstíl, vellíðan og hamingju. Komið fagnandi með ykkar heilbrigðu sýn á heilbrigðismál!Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar