Unga fólkið og aðalatriðin Hanna Katrín Friðriksson skrifar 18. júní 2019 07:00 Umhverfi, jafnrétti og heilbrigði voru þema á sérstökum þingfundi ungmenna á þjóðhátíðardeginum í gær. Unga fólkið sem fyllti þingsalinn í Alþingishúsinu var með skýr og öflug skilaboð til okkar sem fylgdumst með. Ég treysti því að þau rati víðar á næstu dögum. Ungt fólk hefur heldur betur látið í sér heyra undanfarið þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Sem betur fer. Og skilaboðin frá þinghúsinu í gær voru líka sterk. Eins var með jafnréttismálin. Ungmennin beindu kastljósinu að hverju málefninu á fætur öðru þar sem við þurfum að gera betur; stöðu fatlaðra, réttindum hinsegin fólks, launamisrétti kynjanna og stöðu innflytjenda. Það var hins vegar nálgun þessa flotta hóps í heilbrigðismálum sem hafði mest áhrif á mig. Merkilegt nokk snerist umræðan ekki um hvernig skipulagið við að lækna sjúka eigi að vera. Ekki hvort það sé betra að þessi en ekki hinn sinni þjónustunni. Hvernig viðkomandi eining eigi að vera samsett, hvar staðsett og hvernig rekin. Hverjir hljóti pólitíska náð fyrir augum ráðamanna og hverjir ekki. Líklega var þetta ekki nefnt af því að þessum hópi þótti annað vera mikilvægara þegar kemur að heilbrigðismálum þjóðar. Að minnsta kosti þegar kemur að umræðu og ákvörðunum í þingsal. Í þingsalnum í gær tók þessi hópur ungmenna umræðu um heilbrigðismál upp á annað og hærra plan. Þau höfðu meiri áhuga á því að viðhalda heilbrigði. Umræðan um heilbrigðismál snerist þannig um samgöngur og lýðheilsu. Hvernig stjórnvöld geti búið um hnútana svo að fólk eigi þess kost að ferðast á heilnæman hátt á milli staða. Hvernig tryggja megi börnum og unglingum virkan þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Áhrif snjalltækjanotkunar á þroska barna í fjölbreyttu samhengi. Í stuttu máli; hvernig við búum hér til aðstæður og umhverfi sem styðja við heilbrigðan lífsstíl, vellíðan og hamingju. Komið fagnandi með ykkar heilbrigðu sýn á heilbrigðismál!Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Sjá meira
Umhverfi, jafnrétti og heilbrigði voru þema á sérstökum þingfundi ungmenna á þjóðhátíðardeginum í gær. Unga fólkið sem fyllti þingsalinn í Alþingishúsinu var með skýr og öflug skilaboð til okkar sem fylgdumst með. Ég treysti því að þau rati víðar á næstu dögum. Ungt fólk hefur heldur betur látið í sér heyra undanfarið þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Sem betur fer. Og skilaboðin frá þinghúsinu í gær voru líka sterk. Eins var með jafnréttismálin. Ungmennin beindu kastljósinu að hverju málefninu á fætur öðru þar sem við þurfum að gera betur; stöðu fatlaðra, réttindum hinsegin fólks, launamisrétti kynjanna og stöðu innflytjenda. Það var hins vegar nálgun þessa flotta hóps í heilbrigðismálum sem hafði mest áhrif á mig. Merkilegt nokk snerist umræðan ekki um hvernig skipulagið við að lækna sjúka eigi að vera. Ekki hvort það sé betra að þessi en ekki hinn sinni þjónustunni. Hvernig viðkomandi eining eigi að vera samsett, hvar staðsett og hvernig rekin. Hverjir hljóti pólitíska náð fyrir augum ráðamanna og hverjir ekki. Líklega var þetta ekki nefnt af því að þessum hópi þótti annað vera mikilvægara þegar kemur að heilbrigðismálum þjóðar. Að minnsta kosti þegar kemur að umræðu og ákvörðunum í þingsal. Í þingsalnum í gær tók þessi hópur ungmenna umræðu um heilbrigðismál upp á annað og hærra plan. Þau höfðu meiri áhuga á því að viðhalda heilbrigði. Umræðan um heilbrigðismál snerist þannig um samgöngur og lýðheilsu. Hvernig stjórnvöld geti búið um hnútana svo að fólk eigi þess kost að ferðast á heilnæman hátt á milli staða. Hvernig tryggja megi börnum og unglingum virkan þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Áhrif snjalltækjanotkunar á þroska barna í fjölbreyttu samhengi. Í stuttu máli; hvernig við búum hér til aðstæður og umhverfi sem styðja við heilbrigðan lífsstíl, vellíðan og hamingju. Komið fagnandi með ykkar heilbrigðu sýn á heilbrigðismál!Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar