Guðbjörg eftir fyrsta landsleikinn í rúma níu mánuði: „Líður eins og ég sé allavega fimm árum yngri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 19:58 Guðbjörg lék sinn 64. landsleik í dag. vísir/getty Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð á milli stanganna hjá íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Finnlandi, 0-2, í vináttulandsleik í Espoo í dag. Þetta var fyrsti landsleikur Guðbjargar í rúma níu mánuði, eða síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Tékkland í lokaleik sínum í undankeppni HM 2019 í byrjun september í fyrra. Markvörðurinn gekkst skömmu síðar undir aðgerð á hásin og var frá í nokkra mánuði. „Það er gott að vera komin til baka eftir að hafa verið frá í hálft ár. Nú get ég loksins lagt Tékkaleikinn frá mér,“ sagði Guðbjörg eftir sigurinn í dag. „Það er mjög gott að klára þetta með sigri, halda hreinu og skora tvö góð mörk. Við héldum líka hreinu í síðasta leik. Hvað vörnina varðar var þetta frábær ferð,“ bætti Guðbjörg við en fyrri leikur Íslands og Finnlands endaði með markalausu jafntefli. Guðbjörg kveðst fegin að vera komin aftur út á völlinn og klæðast landsliðstreyjunni á ný eftir meiðslin erfiðu. „Þetta er geggjað. Mér líður eins og ég sé allavega fimm árum yngri. Mér var búið að vera illt í hásininni í tvö tímabil og þurfti að fara í þessa aðgerð. Það var annað hvort það eða hætta í fótbolta. Mér finnst ég vera í allt öðru standi núna,“ sagði Guðbjörg. Viðtalið við hana í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Guðbjörg Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta leik með liðinu síðan gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2019.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/2Hp8aSiXb5 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 17, 2019 EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15 Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34 Dagný jafnaði við Ásthildi Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt 23. landsliðsmark þegar Ísland lagði Finnlandi að velli, 0-2, í vináttulandsleik í dag. 17. júní 2019 19:00 Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Ísland vann Finnland í síðasta leik sínum fyrir undankeppni EM 2021. 17. júní 2019 17:15 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð á milli stanganna hjá íslenska kvennalandsliðinu í sigrinum á Finnlandi, 0-2, í vináttulandsleik í Espoo í dag. Þetta var fyrsti landsleikur Guðbjargar í rúma níu mánuði, eða síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Tékkland í lokaleik sínum í undankeppni HM 2019 í byrjun september í fyrra. Markvörðurinn gekkst skömmu síðar undir aðgerð á hásin og var frá í nokkra mánuði. „Það er gott að vera komin til baka eftir að hafa verið frá í hálft ár. Nú get ég loksins lagt Tékkaleikinn frá mér,“ sagði Guðbjörg eftir sigurinn í dag. „Það er mjög gott að klára þetta með sigri, halda hreinu og skora tvö góð mörk. Við héldum líka hreinu í síðasta leik. Hvað vörnina varðar var þetta frábær ferð,“ bætti Guðbjörg við en fyrri leikur Íslands og Finnlands endaði með markalausu jafntefli. Guðbjörg kveðst fegin að vera komin aftur út á völlinn og klæðast landsliðstreyjunni á ný eftir meiðslin erfiðu. „Þetta er geggjað. Mér líður eins og ég sé allavega fimm árum yngri. Mér var búið að vera illt í hásininni í tvö tímabil og þurfti að fara í þessa aðgerð. Það var annað hvort það eða hætta í fótbolta. Mér finnst ég vera í allt öðru standi núna,“ sagði Guðbjörg. Viðtalið við hana í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Guðbjörg Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta leik með liðinu síðan gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2019.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/2Hp8aSiXb5 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 17, 2019
EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15 Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34 Dagný jafnaði við Ásthildi Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt 23. landsliðsmark þegar Ísland lagði Finnlandi að velli, 0-2, í vináttulandsleik í dag. 17. júní 2019 19:00 Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Ísland vann Finnland í síðasta leik sínum fyrir undankeppni EM 2021. 17. júní 2019 17:15 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Elín Metta næst því að skora í markalausu jafntefli við Finna Ekkert mark var skorað í vináttulandsleik Íslands og Finnlands í Turku í dag. 13. júní 2019 17:15
Fimm breytingar á milli leikja | Áslaug Munda í byrjunarliðinu í fyrsta sinn Ísland og Finnland mætast í vináttulandsleik í Espoo í dag. 17. júní 2019 14:34
Dagný jafnaði við Ásthildi Dagný Brynjarsdóttir skoraði sitt 23. landsliðsmark þegar Ísland lagði Finnlandi að velli, 0-2, í vináttulandsleik í dag. 17. júní 2019 19:00
Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Ísland vann Finnland í síðasta leik sínum fyrir undankeppni EM 2021. 17. júní 2019 17:15