Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2019 19:31 Þýska lögreglan á vettvangi glæps. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Johannes Simon Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Guardian greinir frá. Walter Lübcke, sem gegndi stöðu ríkisstjóra Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel, Þýskalandskeisara, fannst látinn fyrir utan heimili sitt 2. júní síðastliðinn. Banamein hans var byssuskot í höfuðið af stuttu færi en sjálfsvíg var eftir stutta athugun útilokað. Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum og þótti hann vera mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri á innflytjendum. Þýska lögreglan telur að sá handtekni, sem nefndur er Stephan E., samkvæmt þýskri hefð um umfjöllun um grunaða glæpamenn, sé tengdur inn í Hesse-deild öfgahægri NPD flokksins ásamt því að hafa verið í samskiptum við herskáan hóp sem ber nafnið Combat 18. Talan 18 í nafni hópsins vísar til fyrsta og áttunda stafs stafrófsins, upphafsstafa Adolfs Hitler. Stephan E. Hlaut árið 1993 fangelsisdóm vegna tilraunar hans til að koma fyrir rörasprengju í brennandi bíl fyrir utan athvarf fyrir hælisleitendur í bænum Hohenstein-Steckenroth. Íbúum athvarfsins tókst hins vegar að slökkva eldinn í bílnum og koma í veg fyrir sprengingu. Sextán árum síðar var hann handtekinn í München vegna þáttöku í hópi öfgahægrimanna sem réðust að verkalýðsviðburði og hlaut Stephan E. Sjö mánaða skilorðsbundinn dóm vegna þessa. Stephan E var svo að lokum handtekinn á heimili sínu árla laugardagsmorguns. Yfirvöld hafa greint frá því að DNA sem fannst á fatnaði Lübcke hafi gefið þeim vísbendingu um að Stephan væri maðurinn sem leitað væri að. Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50 Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi. Guardian greinir frá. Walter Lübcke, sem gegndi stöðu ríkisstjóra Hesse í Þýskalandi og var flokksbróðir Angelu Merkel, Þýskalandskeisara, fannst látinn fyrir utan heimili sitt 2. júní síðastliðinn. Banamein hans var byssuskot í höfuðið af stuttu færi en sjálfsvíg var eftir stutta athugun útilokað. Lübcke var þekktur fyrir afstöðu sína í innflytjendamálum og þótti hann vera mikill andstæðingur öfga-hægri hópa og hópa sem ala á hatri á innflytjendum. Þýska lögreglan telur að sá handtekni, sem nefndur er Stephan E., samkvæmt þýskri hefð um umfjöllun um grunaða glæpamenn, sé tengdur inn í Hesse-deild öfgahægri NPD flokksins ásamt því að hafa verið í samskiptum við herskáan hóp sem ber nafnið Combat 18. Talan 18 í nafni hópsins vísar til fyrsta og áttunda stafs stafrófsins, upphafsstafa Adolfs Hitler. Stephan E. Hlaut árið 1993 fangelsisdóm vegna tilraunar hans til að koma fyrir rörasprengju í brennandi bíl fyrir utan athvarf fyrir hælisleitendur í bænum Hohenstein-Steckenroth. Íbúum athvarfsins tókst hins vegar að slökkva eldinn í bílnum og koma í veg fyrir sprengingu. Sextán árum síðar var hann handtekinn í München vegna þáttöku í hópi öfgahægrimanna sem réðust að verkalýðsviðburði og hlaut Stephan E. Sjö mánaða skilorðsbundinn dóm vegna þessa. Stephan E var svo að lokum handtekinn á heimili sínu árla laugardagsmorguns. Yfirvöld hafa greint frá því að DNA sem fannst á fatnaði Lübcke hafi gefið þeim vísbendingu um að Stephan væri maðurinn sem leitað væri að.
Þýskaland Tengdar fréttir Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50 Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Lögreglan handtekur mann í tengslum við morð á ríkisstjóra Hessen Rannsóknarlögreglumenn hafa yfirheyrt mann í tengslum við dularfullt andlát þýska stjórnmálamannsins Walter Lübcke. 9. júní 2019 15:50
Flokksfélagi Angelu Merkel fannst myrtur á heimili sínu Stjórnmálamaður frá þýsku borginni Kassel fannst dáinn af völdum byssuskots í höfuðið, sagði lögregla svæðisins í tilkynningu á mánudag og bætti við að morðvopnið hafi ekki fundist á vettvangi. 3. júní 2019 20:43