Krefjast afsagnar lögreglumanns sem hótaði tíu ára dreng með skotvopni Andri Eysteinsson skrifar 15. júní 2019 22:00 Jerri Hrubes ásamt tíu ára syni sínum DJ Hrubes. AP/Rick Bowner Um eitt hundrað manns mótmæltu í dag fyrir utan lögreglustöðina í bænum Woods Cross í Utah í Bandaríkjunum. Kröfur mótmælenda voru þær að lögreglumaður sem beindi skotvopni sínu að tíu ára gömlum dreng fyrr í mánuðinum yrði leystur undan störfum. AP greinir frá. Skilti merkt Black Lives Matter hreyfingunni voru uppi auk skilta með skilaboðum á borð við Hey Lögga! Ekki skjóta börnin okkar.Hinn tíu ára gamli DJ Hrubes var við leik í garði ömmu sinnar 6. Júní síðastliðinn þegar lögreglumaður sem var að leita að grunuðum byssumönnum otaði vopni sínu að honum, skipaði honum að setja hendur upp í loft, leggjast niður og ekki spyrja spurninga.Lex Scott, stofnandi Utah-deildar Black Lives Matter, segir ljóst að um hatursglæp sé að ræða. „Vinnubrögðin voru á þennan veg vegna húðlitar hans,“ sagði Scott.Fyrirætlanir hans voru góðar en mistök voru gerð Lögreglustjóri lögreglunnar í Woods Cross, Chad Soffe, hefur tjáð sig um málið og sagt að lögreglumaðurinn sem um ræði verði ekki rekinn vegna málsins. Soffe sagði fyrirætlanir hans hafa verið góðar en hann hafi gert mistök og talið drenginn geta verið einn hinna grunuðu. „Við viljum læra af þessu máli,“ sagði Soffe og bætti við. „Við viljum ekki að fólk sé í áfalli vegna tilrauna okkar til þess að halda samfélaginu öruggu.“ Soffe sagði að lögregla hafi verið kölluð út vegna skotárásar í bænum, lögreglumanninum hafi verið tjáð að hinir grunuðu væru annaðhvort svartir, af spænskum ættum eða polynesískir.Lögreglan í Woods Cross rannsökuð af yfirvöldum Tilkynnt hefur verið að stjórnvöld í Utah hyggist gera rannsókn á starfsháttum lögreglunnar í Woods Cross vegna málsins, verða gjörðir lögreglumannsins skoðaðar og úrskurðað hvort grunur leiki á að gjörðir hans hafi stafað af kynþáttafordómum. Lex Scott, segir það hins vegar ekki nóg, „Lögreglan á það til að rannsaka mál sem varða sig sjálfa, og segja þann sem á hlut í máli saklausan, þar eru hagsmunaárekstrar. Það ætti ekki að vera svoleiðis,“ sagði Scott. Annar mótmælandi sem AP ræddi við, Jacob Jensen frá samtökum Utah-búa gegn ofbeldi lögreglu segir „Ég hef séð hundruð rannsóknir, gettu hver er aldrei sakfelldur. Lögreglan.“ Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Um eitt hundrað manns mótmæltu í dag fyrir utan lögreglustöðina í bænum Woods Cross í Utah í Bandaríkjunum. Kröfur mótmælenda voru þær að lögreglumaður sem beindi skotvopni sínu að tíu ára gömlum dreng fyrr í mánuðinum yrði leystur undan störfum. AP greinir frá. Skilti merkt Black Lives Matter hreyfingunni voru uppi auk skilta með skilaboðum á borð við Hey Lögga! Ekki skjóta börnin okkar.Hinn tíu ára gamli DJ Hrubes var við leik í garði ömmu sinnar 6. Júní síðastliðinn þegar lögreglumaður sem var að leita að grunuðum byssumönnum otaði vopni sínu að honum, skipaði honum að setja hendur upp í loft, leggjast niður og ekki spyrja spurninga.Lex Scott, stofnandi Utah-deildar Black Lives Matter, segir ljóst að um hatursglæp sé að ræða. „Vinnubrögðin voru á þennan veg vegna húðlitar hans,“ sagði Scott.Fyrirætlanir hans voru góðar en mistök voru gerð Lögreglustjóri lögreglunnar í Woods Cross, Chad Soffe, hefur tjáð sig um málið og sagt að lögreglumaðurinn sem um ræði verði ekki rekinn vegna málsins. Soffe sagði fyrirætlanir hans hafa verið góðar en hann hafi gert mistök og talið drenginn geta verið einn hinna grunuðu. „Við viljum læra af þessu máli,“ sagði Soffe og bætti við. „Við viljum ekki að fólk sé í áfalli vegna tilrauna okkar til þess að halda samfélaginu öruggu.“ Soffe sagði að lögregla hafi verið kölluð út vegna skotárásar í bænum, lögreglumanninum hafi verið tjáð að hinir grunuðu væru annaðhvort svartir, af spænskum ættum eða polynesískir.Lögreglan í Woods Cross rannsökuð af yfirvöldum Tilkynnt hefur verið að stjórnvöld í Utah hyggist gera rannsókn á starfsháttum lögreglunnar í Woods Cross vegna málsins, verða gjörðir lögreglumannsins skoðaðar og úrskurðað hvort grunur leiki á að gjörðir hans hafi stafað af kynþáttafordómum. Lex Scott, segir það hins vegar ekki nóg, „Lögreglan á það til að rannsaka mál sem varða sig sjálfa, og segja þann sem á hlut í máli saklausan, þar eru hagsmunaárekstrar. Það ætti ekki að vera svoleiðis,“ sagði Scott. Annar mótmælandi sem AP ræddi við, Jacob Jensen frá samtökum Utah-búa gegn ofbeldi lögreglu segir „Ég hef séð hundruð rannsóknir, gettu hver er aldrei sakfelldur. Lögreglan.“
Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira