Erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2019 20:00 Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar. Það hefur vorað mjög vel á Suðurlandi og mikil grasspretta var fyrstur vikurnar af sumrinu en síðan hægði verulega á allri sprettu vegna þurrka því það hefur lítiði sem ekkert ringt í landshlutunum frá miðjum maí. Bændur hafa þó ekki setið auðum höndum og slegið og pakkað í rúllur og nú er svo komið að einhverjir bændur, aðallega kúabændur eru búnir með fyrsta slátt og aðrir eru að alveg að ljúka honum. Elvar Eyvindsson er bóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum. „Það er enn þá snemma sumars og það er allt á góðri leið en hins vegar hefur dregið úr sprettu í miklum þurrkum undanfarið en maður getur eiginlega ekki kvartað,“ segir Elvar. Elvar segir að sandtún hafi helst brunnið og á einhverjum stöðum hafi tilbúin áburður síðan í vor ekki náð að skolast niður í jarðveginn.En eru bændur orðnir stressaðir yfir veðrinu?„Nei, nei, menn eru aðeins tvístíga, þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við. Verður sól í allt sumar eða rignir það sem eftir er, þetta er alltaf dauðans óvissu tími,“ svarar Elvar.Elvar Eyvindsson kúabóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum, sem þakkar fyrir gott veður það sem af er sumri.Mynd/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hver er óskastaðan?„Óskastaðan er að halda áfram að fá gott veður myndi ég segja og þá verður þetta örugglega mjög fínt.“ Þegar Elvar var spurður hvort bændur væru of óþolinmóðir gagnvart rigningunni sagði hann þetta. „Það er erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður, þeir vilja fá þetta sitt á hvað og sitt lítið af hverju, en nei, nei, ég held ekki.“ Elvar segist ekki heyra annað að hljóðið sé gott í bændum hvað varðar heyskap og ástandið í rigningarleysinu. „Það er náttúrulega frábært að fá gott veður, menn geta ekki verið annað en ánægðir með það,“ segir Elvar. Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar. Það hefur vorað mjög vel á Suðurlandi og mikil grasspretta var fyrstur vikurnar af sumrinu en síðan hægði verulega á allri sprettu vegna þurrka því það hefur lítiði sem ekkert ringt í landshlutunum frá miðjum maí. Bændur hafa þó ekki setið auðum höndum og slegið og pakkað í rúllur og nú er svo komið að einhverjir bændur, aðallega kúabændur eru búnir með fyrsta slátt og aðrir eru að alveg að ljúka honum. Elvar Eyvindsson er bóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum. „Það er enn þá snemma sumars og það er allt á góðri leið en hins vegar hefur dregið úr sprettu í miklum þurrkum undanfarið en maður getur eiginlega ekki kvartað,“ segir Elvar. Elvar segir að sandtún hafi helst brunnið og á einhverjum stöðum hafi tilbúin áburður síðan í vor ekki náð að skolast niður í jarðveginn.En eru bændur orðnir stressaðir yfir veðrinu?„Nei, nei, menn eru aðeins tvístíga, þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við. Verður sól í allt sumar eða rignir það sem eftir er, þetta er alltaf dauðans óvissu tími,“ svarar Elvar.Elvar Eyvindsson kúabóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum, sem þakkar fyrir gott veður það sem af er sumri.Mynd/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hver er óskastaðan?„Óskastaðan er að halda áfram að fá gott veður myndi ég segja og þá verður þetta örugglega mjög fínt.“ Þegar Elvar var spurður hvort bændur væru of óþolinmóðir gagnvart rigningunni sagði hann þetta. „Það er erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður, þeir vilja fá þetta sitt á hvað og sitt lítið af hverju, en nei, nei, ég held ekki.“ Elvar segist ekki heyra annað að hljóðið sé gott í bændum hvað varðar heyskap og ástandið í rigningarleysinu. „Það er náttúrulega frábært að fá gott veður, menn geta ekki verið annað en ánægðir með það,“ segir Elvar.
Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira