Erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2019 20:00 Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar. Það hefur vorað mjög vel á Suðurlandi og mikil grasspretta var fyrstur vikurnar af sumrinu en síðan hægði verulega á allri sprettu vegna þurrka því það hefur lítiði sem ekkert ringt í landshlutunum frá miðjum maí. Bændur hafa þó ekki setið auðum höndum og slegið og pakkað í rúllur og nú er svo komið að einhverjir bændur, aðallega kúabændur eru búnir með fyrsta slátt og aðrir eru að alveg að ljúka honum. Elvar Eyvindsson er bóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum. „Það er enn þá snemma sumars og það er allt á góðri leið en hins vegar hefur dregið úr sprettu í miklum þurrkum undanfarið en maður getur eiginlega ekki kvartað,“ segir Elvar. Elvar segir að sandtún hafi helst brunnið og á einhverjum stöðum hafi tilbúin áburður síðan í vor ekki náð að skolast niður í jarðveginn.En eru bændur orðnir stressaðir yfir veðrinu?„Nei, nei, menn eru aðeins tvístíga, þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við. Verður sól í allt sumar eða rignir það sem eftir er, þetta er alltaf dauðans óvissu tími,“ svarar Elvar.Elvar Eyvindsson kúabóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum, sem þakkar fyrir gott veður það sem af er sumri.Mynd/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hver er óskastaðan?„Óskastaðan er að halda áfram að fá gott veður myndi ég segja og þá verður þetta örugglega mjög fínt.“ Þegar Elvar var spurður hvort bændur væru of óþolinmóðir gagnvart rigningunni sagði hann þetta. „Það er erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður, þeir vilja fá þetta sitt á hvað og sitt lítið af hverju, en nei, nei, ég held ekki.“ Elvar segist ekki heyra annað að hljóðið sé gott í bændum hvað varðar heyskap og ástandið í rigningarleysinu. „Það er náttúrulega frábært að fá gott veður, menn geta ekki verið annað en ánægðir með það,“ segir Elvar. Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar. Það hefur vorað mjög vel á Suðurlandi og mikil grasspretta var fyrstur vikurnar af sumrinu en síðan hægði verulega á allri sprettu vegna þurrka því það hefur lítiði sem ekkert ringt í landshlutunum frá miðjum maí. Bændur hafa þó ekki setið auðum höndum og slegið og pakkað í rúllur og nú er svo komið að einhverjir bændur, aðallega kúabændur eru búnir með fyrsta slátt og aðrir eru að alveg að ljúka honum. Elvar Eyvindsson er bóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum. „Það er enn þá snemma sumars og það er allt á góðri leið en hins vegar hefur dregið úr sprettu í miklum þurrkum undanfarið en maður getur eiginlega ekki kvartað,“ segir Elvar. Elvar segir að sandtún hafi helst brunnið og á einhverjum stöðum hafi tilbúin áburður síðan í vor ekki náð að skolast niður í jarðveginn.En eru bændur orðnir stressaðir yfir veðrinu?„Nei, nei, menn eru aðeins tvístíga, þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við. Verður sól í allt sumar eða rignir það sem eftir er, þetta er alltaf dauðans óvissu tími,“ svarar Elvar.Elvar Eyvindsson kúabóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum, sem þakkar fyrir gott veður það sem af er sumri.Mynd/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hver er óskastaðan?„Óskastaðan er að halda áfram að fá gott veður myndi ég segja og þá verður þetta örugglega mjög fínt.“ Þegar Elvar var spurður hvort bændur væru of óþolinmóðir gagnvart rigningunni sagði hann þetta. „Það er erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður, þeir vilja fá þetta sitt á hvað og sitt lítið af hverju, en nei, nei, ég held ekki.“ Elvar segist ekki heyra annað að hljóðið sé gott í bændum hvað varðar heyskap og ástandið í rigningarleysinu. „Það er náttúrulega frábært að fá gott veður, menn geta ekki verið annað en ánægðir með það,“ segir Elvar.
Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira