Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. júní 2019 09:00 Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum. Fréttablaðið/Anton Brink Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki geðheilbrigðisþjónustu í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að réttur hans til hennar sé sérstaklega tiltekinn í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp í vikunni. Maðurinn er ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota og brota gegn valdstjórninni og var í héraði úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu. Verjandi hans krafðist þess fyrir Landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum „verði gert að vera á geðdeild Landspítalans eða annarri viðeigandi stofnun“ á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Landsréttur féllst ekki á þá kröfu á þeim forsendum að á grundvelli laga um fullnustu refsinga beri að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan hann situr í gæsluvarðhaldi. „Við bjóðum ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum eins og gert er á geðdeildum sjúkrahúsanna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, aðspurður um úrskurðinn. „Það er enginn geðlæknir starfandi í fangelsum landsins og þær breytingar sem loksins virðast í sjónmáli eru ekki komnar til framkvæmda,“ segir Páll og vísar til nýrra áforma um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum. Vegna þeirra áforma auglýstu Sjúkratryggingar Íslands fyrr í vor eftir áhugasömum aðila til að útfæra og veita föngum í öllum fangelsum landsins geðheilbrigðisþjónustu, en fjárveiting til þessa hefur þegar verið tryggð í fjárlögum. Takmörkuð geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga og málefni geðsjúkra afbrotamanna hafa komið ítrekað til umræðu á undanförnum áratug vegna manneklu og skorts á þjónustu í fangelsum, fangelsunar og jafnvel einangrunar þroskaskertra einstaklinga og hárrar tíðni sjálfsvíga fanga. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað gert athugasemdir vegna vandans en ráðuneyti og opinberar stofnanir gjarnan bent hver á aðra. Ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála ber ekki saman um hvar ábyrgðin liggi og benda hvort á annað. Forstöðumaður geðsviðs Landspítala hefur sagt að fangar eigi ekki heima á geðdeild en sjálfur hefur Páll lýst opinberlega áhyggjum sínum af því að mannréttindabrot hafi verið framin gagnvart veiku fólki í fangelsunum. Þar séu oft og tíðum vistaðir fangar með alvarlegan geðrænan vanda og jafnvel fólk sem svipt hefur verið sjálfræði. Páll segir slíka tilvísun dómenda til réttar fanga til heilbrigðisþjónustu fátíða. „Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Það bara dugar ekki til þar sem þessi þjónusta er ekki til staðar í raunheimum.“ Meðal eftirlitsaðila sem gert hafa athugasemdir við aðbúnað geðsjúkra fanga er pyndinganefnd Evrópuráðsins. Nefndin hefur nýlokið sinni fimmtu eftirlitsferð á Íslandi. Hún var hér í rúma viku. „Nefndin heimsótti öll fangelsi landsins nema eitt og átti kost á að hitta nánast alla fanga landsins. Miðað við áherslurnar í þeim heimsóknum kæmi mér ekki á óvart að einkunn hennar um geðheilbrigðismál verði léleg. Ég býst við verulegum athugasemdum en það á allt saman eftir að koma í ljós,“ segir Páll. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki geðheilbrigðisþjónustu í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að réttur hans til hennar sé sérstaklega tiltekinn í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp í vikunni. Maðurinn er ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota og brota gegn valdstjórninni og var í héraði úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu. Verjandi hans krafðist þess fyrir Landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum „verði gert að vera á geðdeild Landspítalans eða annarri viðeigandi stofnun“ á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Landsréttur féllst ekki á þá kröfu á þeim forsendum að á grundvelli laga um fullnustu refsinga beri að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan hann situr í gæsluvarðhaldi. „Við bjóðum ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum eins og gert er á geðdeildum sjúkrahúsanna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, aðspurður um úrskurðinn. „Það er enginn geðlæknir starfandi í fangelsum landsins og þær breytingar sem loksins virðast í sjónmáli eru ekki komnar til framkvæmda,“ segir Páll og vísar til nýrra áforma um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum. Vegna þeirra áforma auglýstu Sjúkratryggingar Íslands fyrr í vor eftir áhugasömum aðila til að útfæra og veita föngum í öllum fangelsum landsins geðheilbrigðisþjónustu, en fjárveiting til þessa hefur þegar verið tryggð í fjárlögum. Takmörkuð geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga og málefni geðsjúkra afbrotamanna hafa komið ítrekað til umræðu á undanförnum áratug vegna manneklu og skorts á þjónustu í fangelsum, fangelsunar og jafnvel einangrunar þroskaskertra einstaklinga og hárrar tíðni sjálfsvíga fanga. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað gert athugasemdir vegna vandans en ráðuneyti og opinberar stofnanir gjarnan bent hver á aðra. Ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála ber ekki saman um hvar ábyrgðin liggi og benda hvort á annað. Forstöðumaður geðsviðs Landspítala hefur sagt að fangar eigi ekki heima á geðdeild en sjálfur hefur Páll lýst opinberlega áhyggjum sínum af því að mannréttindabrot hafi verið framin gagnvart veiku fólki í fangelsunum. Þar séu oft og tíðum vistaðir fangar með alvarlegan geðrænan vanda og jafnvel fólk sem svipt hefur verið sjálfræði. Páll segir slíka tilvísun dómenda til réttar fanga til heilbrigðisþjónustu fátíða. „Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Það bara dugar ekki til þar sem þessi þjónusta er ekki til staðar í raunheimum.“ Meðal eftirlitsaðila sem gert hafa athugasemdir við aðbúnað geðsjúkra fanga er pyndinganefnd Evrópuráðsins. Nefndin hefur nýlokið sinni fimmtu eftirlitsferð á Íslandi. Hún var hér í rúma viku. „Nefndin heimsótti öll fangelsi landsins nema eitt og átti kost á að hitta nánast alla fanga landsins. Miðað við áherslurnar í þeim heimsóknum kæmi mér ekki á óvart að einkunn hennar um geðheilbrigðismál verði léleg. Ég býst við verulegum athugasemdum en það á allt saman eftir að koma í ljós,“ segir Páll.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira