Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2019 13:00 Frá Laugaveginum. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Vísir/vilhelm Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Formaður skipulagsráðs segir breytingarnar gerðar til frambúðar, meðal annars til að koma í veg fyrir að ökumenn aki inn á göngugötusvæði. Tillaga um þessa breyttu tilhögun var samþykkt af skipulags- og samgönguráði í byrjun apríl og tekur gildi klukkan átta í fyrramálið. Þá verður, eins og áður, ekið niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg og þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg.Keyrt verður úr mismunandi áttum að Frakkastíg þar sem einstefna niður á Hverfisgötu tekur við.ReykjavíkSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að ýmsar ástæður liggi að baki breytingunum. Hún segir tilhögunina þó ekki tengjast beint framkvæmdum sem nú standa yfir á Hverfisgötu en þær muni samt sem áður koma til með að bæta flæði umferðar á framkvæmdasvæðinu.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór„Aðalatriðið er það að við erum að breyta aksturstefnunni til að bæta flæðið þarna í miðbænum en líka til þess að koma í veg fyrir að ökumenn aki óafvitandi inn á göngugötusvæðið en það hefur borið mjög mikið á því síðustu ár.“ Þá verður gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli ökumanna á breyttri akstursstefnu. Þannig hefur til að mynda verið málaður stór og litríkur hringur á gatnamót Laugavegar og Frakkastígs.Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs.Reykjavík„Það er verið að vinna í mjög áberandi yfirborðsmerkingum á svæðinu og á Laugaveginum og svo verður allt svæðið skiltað líka vel þannig að þetta fari nú ekkert á milli mála.“ Sigurborg segir breytinguna gerða til frambúðar og á ekki von á því að akstursstefnunni verði komið aftur í fyrra horf. Næsta breyting verði svo þegar umræddur vegkafli heyri loksins undir göngugötusvæðið á Laugaveginum. Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00 Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13 Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Formaður skipulagsráðs segir breytingarnar gerðar til frambúðar, meðal annars til að koma í veg fyrir að ökumenn aki inn á göngugötusvæði. Tillaga um þessa breyttu tilhögun var samþykkt af skipulags- og samgönguráði í byrjun apríl og tekur gildi klukkan átta í fyrramálið. Þá verður, eins og áður, ekið niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg og þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Í sumar er göngugötusvæðið á Laugavegi jafnframt minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg.Keyrt verður úr mismunandi áttum að Frakkastíg þar sem einstefna niður á Hverfisgötu tekur við.ReykjavíkSigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að ýmsar ástæður liggi að baki breytingunum. Hún segir tilhögunina þó ekki tengjast beint framkvæmdum sem nú standa yfir á Hverfisgötu en þær muni samt sem áður koma til með að bæta flæði umferðar á framkvæmdasvæðinu.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór„Aðalatriðið er það að við erum að breyta aksturstefnunni til að bæta flæðið þarna í miðbænum en líka til þess að koma í veg fyrir að ökumenn aki óafvitandi inn á göngugötusvæðið en það hefur borið mjög mikið á því síðustu ár.“ Þá verður gripið til ýmissa ráða til að vekja athygli ökumanna á breyttri akstursstefnu. Þannig hefur til að mynda verið málaður stór og litríkur hringur á gatnamót Laugavegar og Frakkastígs.Hringurinn á gatnamótum Laugavegs og Frakkastígs.Reykjavík„Það er verið að vinna í mjög áberandi yfirborðsmerkingum á svæðinu og á Laugaveginum og svo verður allt svæðið skiltað líka vel þannig að þetta fari nú ekkert á milli mála.“ Sigurborg segir breytinguna gerða til frambúðar og á ekki von á því að akstursstefnunni verði komið aftur í fyrra horf. Næsta breyting verði svo þegar umræddur vegkafli heyri loksins undir göngugötusvæðið á Laugaveginum.
Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00 Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13 Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Sumarlokanir í gildi í Reykjavík Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október. 1. maí 2019 10:00
Tókust á um göngugötur í borgarstjórn: „Hatrið á fjölskyldubílnum“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði að göngugatnavæðing meirihlutans í borginni einkenndist af hatri á fjölskyldubílnum. 16. apríl 2019 17:13
Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur eru langflestir ósáttir við áformaða lokun verslunargatna fyrir bílaumferð. Meirihlutinn í borginni var harðlega gagnrýndur fyrir samráðsleysi á fundi á vegum Miðbæjarfélagsins í gær. 20. mars 2019 06:15