Sá tími liðinn að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki mun meira en úti á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2019 10:51 Sérfræðingar Landsbankans telja ljóst að þróunin í stærri sveitarfélögunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er hraðari en t.d. á Akureyri þó þróunin hafi verið með ágætum hætti þar. Vísir/Vilhelm Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri sveitarfélögum á milli 1. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði mun minna á höfuðborgarsvæðinu en í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Almennt hækkaði verð á fjölbýli meira en á sérbýli, en verð á sérbýli lækkaði á Akureyri og í Árborg. Reykjanesbær og Akranes skera sig nokkuð úr með töluverða hækkun bæði á sérbýli og fjölbýli, en reyndar var hækkunin á fjölbýli mest í Árborg á þessum tíma, eða 15,5%. „Sé litið á þróunina til lengri tíma má sjá að talsvert hægði á verðhækkunum á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2017 og verð hefur lækkað á síðustu tveimur ársfjórðungum. Á sama tíma héldu hækkanir áfram í bæjunum fjórum. Sums staðar hafa hækkanir verið verulegar á ýmsum tímum, t.d. í Reykjanesbæ á árinu 2017, í Árborg 2016 og 2017 og á Akranesi 2017 og 2018. Árið 2017 sker sig nokkuð úr hvað höfuðborgarsvæðið varðar, en þá voru hækkanir þar mun meiri en hin árin.“ Á þessu tímabili hafi verð hækkað mest í Reykjanesbæ og minnst á Akureyri. Samanburður af þessu tagi er auðvitað mjög háður því tímabili sem valið er þar sem sveiflur eru oft töluverðar á milli ársfjórðunga. „Þrátt fyrir miklar hækkanir utan höfuðborgarsvæðisins er fermetraverð þar enn mun hærra en gerist í stóru bæjunum fjórum. Á fyrsta ársfjórðungi í ár var meðalfermetraverð fjölbýlis og sérbýlis miðað við viðskipti um 447 þús. kr. á höfuðborgarsvæðinu á meðan það var um 291 þús.kr. í Árborg þar sem það var lægst af þessum bæjum. Haldi sama þróun áfram mun munur fermetraverðs milli höfuðborgarsvæðis og stærri bæja halda áfram að minnka,“ segir í Hagsjánni. Sé fermetraverðið sett á vísitöluform miðað við 100 á höfuðborgarsvæðinu má sjá að verðið á Akureyri er um þrír fjórðu hlutar af verðinu á höfuðborgarsvæðinu. Verðin í hinum bæjunum er tæplega 70% af höfuðborgarsvæðinu. Bilið á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins hefur verið svipað í nokkur ár, en hinir bæirnir þrír hafa minnkað bilið nokkuð á síðustu árum.Landsbyggðin vinnur á Séu þessar tölur um fermetraverð bornar saman við stöðuna í upphafi árs 2015 kemur í ljós að verð á Akureyri er nú ívið hærra hlutfall af verðinu á höfuðborgarsvæðinu en var fyrir fjórum árum. Allir fjórir bæirnir hafa unnið á miðað við höfuðborgarsvæðið á þessum tíma, sérstaklega Árborg og Reykjanesbær þar sem breytingin er veruleg. Sá tími virðist liðinn að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki mun meira en annars staðar á landinu. Þróunin í stærri bæjum landsins er greinilega hraðari en verið hefur á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum. Það er ljóst að þróunin í stærri sveitarfélögunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er hraðari en t.d. á Akureyri þó þróunin hafi verið með ágætum hætti þar. Eins og einnig kemur fram í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka í rólegum takti næstu ár, þannig að raunverð íbúða hækki um u.þ.b. 1% árlega. Sérfræðingar Landsbankans gera þannig ráð fyrir u.þ.b. 4% árlegri hækkun íbúðaverðs að jafnaði næstu þrjú árin. Húsnæðismál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri sveitarfélögum á milli 1. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði mun minna á höfuðborgarsvæðinu en í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Almennt hækkaði verð á fjölbýli meira en á sérbýli, en verð á sérbýli lækkaði á Akureyri og í Árborg. Reykjanesbær og Akranes skera sig nokkuð úr með töluverða hækkun bæði á sérbýli og fjölbýli, en reyndar var hækkunin á fjölbýli mest í Árborg á þessum tíma, eða 15,5%. „Sé litið á þróunina til lengri tíma má sjá að talsvert hægði á verðhækkunum á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2017 og verð hefur lækkað á síðustu tveimur ársfjórðungum. Á sama tíma héldu hækkanir áfram í bæjunum fjórum. Sums staðar hafa hækkanir verið verulegar á ýmsum tímum, t.d. í Reykjanesbæ á árinu 2017, í Árborg 2016 og 2017 og á Akranesi 2017 og 2018. Árið 2017 sker sig nokkuð úr hvað höfuðborgarsvæðið varðar, en þá voru hækkanir þar mun meiri en hin árin.“ Á þessu tímabili hafi verð hækkað mest í Reykjanesbæ og minnst á Akureyri. Samanburður af þessu tagi er auðvitað mjög háður því tímabili sem valið er þar sem sveiflur eru oft töluverðar á milli ársfjórðunga. „Þrátt fyrir miklar hækkanir utan höfuðborgarsvæðisins er fermetraverð þar enn mun hærra en gerist í stóru bæjunum fjórum. Á fyrsta ársfjórðungi í ár var meðalfermetraverð fjölbýlis og sérbýlis miðað við viðskipti um 447 þús. kr. á höfuðborgarsvæðinu á meðan það var um 291 þús.kr. í Árborg þar sem það var lægst af þessum bæjum. Haldi sama þróun áfram mun munur fermetraverðs milli höfuðborgarsvæðis og stærri bæja halda áfram að minnka,“ segir í Hagsjánni. Sé fermetraverðið sett á vísitöluform miðað við 100 á höfuðborgarsvæðinu má sjá að verðið á Akureyri er um þrír fjórðu hlutar af verðinu á höfuðborgarsvæðinu. Verðin í hinum bæjunum er tæplega 70% af höfuðborgarsvæðinu. Bilið á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins hefur verið svipað í nokkur ár, en hinir bæirnir þrír hafa minnkað bilið nokkuð á síðustu árum.Landsbyggðin vinnur á Séu þessar tölur um fermetraverð bornar saman við stöðuna í upphafi árs 2015 kemur í ljós að verð á Akureyri er nú ívið hærra hlutfall af verðinu á höfuðborgarsvæðinu en var fyrir fjórum árum. Allir fjórir bæirnir hafa unnið á miðað við höfuðborgarsvæðið á þessum tíma, sérstaklega Árborg og Reykjanesbær þar sem breytingin er veruleg. Sá tími virðist liðinn að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki mun meira en annars staðar á landinu. Þróunin í stærri bæjum landsins er greinilega hraðari en verið hefur á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum. Það er ljóst að þróunin í stærri sveitarfélögunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er hraðari en t.d. á Akureyri þó þróunin hafi verið með ágætum hætti þar. Eins og einnig kemur fram í nýlegri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka í rólegum takti næstu ár, þannig að raunverð íbúða hækki um u.þ.b. 1% árlega. Sérfræðingar Landsbankans gera þannig ráð fyrir u.þ.b. 4% árlegri hækkun íbúðaverðs að jafnaði næstu þrjú árin.
Húsnæðismál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira