Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 19:12 Golunov táraðist þegar honum var sleppt úr haldi í Moskvu í dag. Lögreglustjórinn þar felldi niður allar ákærur á hendur honum. AP/Pavel Golovkin Ívan Golunov, rússneska blaðamanninum sem var fangelsaður vegna ákæru um fíkniefnabrot, hefur verið sleppt úr haldi. Mál Golunov hefur vakið hneykslan á meðal rússnesks almennings. Rannsókn hefur verið boðuð á hvernig reynt var að koma sök á rannsóknarblaðamanninn. Stuðningsmenn Golunov hafa mótmælt fangelsun hans og hefur mál hans vakið athygli á heimsvísu. Sem blaðamaður hefur Golunov meðal annars rannsakað ritskoðun og vafasama fjármálagerninga í Rússlandi. Yfirvöld sökuðu hann um fíkniefnasölu. Nú segir Vladímír Kolokoltsev, innanríkisráðherra Rússlands, að ekki hafi verið sýnt fram á sekt Golunov sem hefur verið haldið í stofufangelsi. Ákveðið hafi verið að leysa Golunov úr haldi eftir „réttarfræðilegar, líffræðilegar, fingrafara- og erfðafræðilegar tilraunir“. Ráðherrann boðar rannsókn á hvernig málið gegn honum kom til og hefur beðið Vladímír Pútín forseta um að reka tvo háttsetta embættismenn vegna málsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Golunov felldi tár og hét því að halda áfram rannsóknarblaðamennsku sinni þegar hann var látinn laus í dag. Hann hefur meðal annars starfað fyrir fréttasíðuna Meduza sem er rekin í Lettlandi. Rússneskir blaðamenn stofnuðu síðuna eftir að nýir eigendur hliðhollir stjórnvöldum í Kreml tóku yfir fréttasíðuna Lenta.ru þar sem þeir stöfuðu áður.Lögreglan þurfti að draga falskar myndir til baka Jonah Fisher, fréttaritari BBC í Moskvu, segir að mál Golunov hafi verið það vandræðalegasta fyrir rússnesk yfirvöld. Þannig þurfti lögreglan að draga til baka myndir sem hún hafði birt af hlutum fyrir fíkniefnaneyslu eftir að sýnt var fram á að þær voru ekki teknar í íbúð Golunov eins og hún hafði haldið fram. Rannsókn hafi svo leitt í ljós að engin tengsl hafi verið á milli Golunov og fíkniefna sem lögreglan sagðist hafa fundið á honum þegar hann var stöðvaður í Moskvu í síðustu viku. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið eiturlyfjunum fyrir á honum. Lögreglumennirnir eru einnig sagðir hafa lumbrað á Golunov. Svo virðist sem að ákvörðunin um að leysa Golunov úr haldi hafi verið tekin á æðstu stöðum í Kreml þegar ljóst var að málið hyrfi ekki í gleymskunnar dá. Boðað hafði verið til mótmæla vegna handtöku blaðamannsins í Moskvu á morgun. Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Ívan Golunov, rússneska blaðamanninum sem var fangelsaður vegna ákæru um fíkniefnabrot, hefur verið sleppt úr haldi. Mál Golunov hefur vakið hneykslan á meðal rússnesks almennings. Rannsókn hefur verið boðuð á hvernig reynt var að koma sök á rannsóknarblaðamanninn. Stuðningsmenn Golunov hafa mótmælt fangelsun hans og hefur mál hans vakið athygli á heimsvísu. Sem blaðamaður hefur Golunov meðal annars rannsakað ritskoðun og vafasama fjármálagerninga í Rússlandi. Yfirvöld sökuðu hann um fíkniefnasölu. Nú segir Vladímír Kolokoltsev, innanríkisráðherra Rússlands, að ekki hafi verið sýnt fram á sekt Golunov sem hefur verið haldið í stofufangelsi. Ákveðið hafi verið að leysa Golunov úr haldi eftir „réttarfræðilegar, líffræðilegar, fingrafara- og erfðafræðilegar tilraunir“. Ráðherrann boðar rannsókn á hvernig málið gegn honum kom til og hefur beðið Vladímír Pútín forseta um að reka tvo háttsetta embættismenn vegna málsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Golunov felldi tár og hét því að halda áfram rannsóknarblaðamennsku sinni þegar hann var látinn laus í dag. Hann hefur meðal annars starfað fyrir fréttasíðuna Meduza sem er rekin í Lettlandi. Rússneskir blaðamenn stofnuðu síðuna eftir að nýir eigendur hliðhollir stjórnvöldum í Kreml tóku yfir fréttasíðuna Lenta.ru þar sem þeir stöfuðu áður.Lögreglan þurfti að draga falskar myndir til baka Jonah Fisher, fréttaritari BBC í Moskvu, segir að mál Golunov hafi verið það vandræðalegasta fyrir rússnesk yfirvöld. Þannig þurfti lögreglan að draga til baka myndir sem hún hafði birt af hlutum fyrir fíkniefnaneyslu eftir að sýnt var fram á að þær voru ekki teknar í íbúð Golunov eins og hún hafði haldið fram. Rannsókn hafi svo leitt í ljós að engin tengsl hafi verið á milli Golunov og fíkniefna sem lögreglan sagðist hafa fundið á honum þegar hann var stöðvaður í Moskvu í síðustu viku. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið eiturlyfjunum fyrir á honum. Lögreglumennirnir eru einnig sagðir hafa lumbrað á Golunov. Svo virðist sem að ákvörðunin um að leysa Golunov úr haldi hafi verið tekin á æðstu stöðum í Kreml þegar ljóst var að málið hyrfi ekki í gleymskunnar dá. Boðað hafði verið til mótmæla vegna handtöku blaðamannsins í Moskvu á morgun.
Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12
„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41