Inni í tjaldi Haukur Örn Birgisson skrifar 10. júní 2019 07:45 Erlendir vinir spurðu eitt sinn hvort við færum líka í útilegur á veturna eins og þeir. Þeir voru að fletta í gegnum myndaalbúm og sáu vinafólk okkar dúðað í teppi og ullarklæði fyrir framan kúlutjald. „Alls ekki, þessi mynd var tekin í byrjun júlí,“ var svarið. Útilegur á Íslandi eru furðulegt fyrirbæri. Jafnvel óskiljanlegt. Að fólk skuli velja að gista utandyra í sjö gráðu hita (kulda), roki og yfirleitt einhvers konar úrkomu hlýtur að vera einhver tegund masókisma. Álíka rómantískt og hópefli í frystiklefa. Ísland er ekki hannað fyrir útilegur. Okkur er ætlað að gera annað utandyra en að sofa þar. Fyrir hverja útilegu ríkir mikil spenna og við liggjum yfir veðurspánni. Það versta er hins var að á Íslandi er ekki hægt að spá fyrir um veðrið, einungis segja af því fréttir. Ef þið hugsið út í það, þá heitir dagskrárliðurinn í fjölmiðlunum „veðurfréttir“ en ekki „veðurspá“. Það er engin tilviljun. Íslenskir veðurfræðingar vita bara hvernig veðrið var áðan. Það er útilokað að segja til um hvernig það verður á eftir. Í útilegunni sjálfri er svo ekki rætt um neitt annað en veðrið. Stundum er það geggjað og það eru augnablikin sem við leggjum á minnið. En geggjaða veðrið varir skammt. „Hann er að fara að snúa sér,“ heyrist brátt í einhverjum stuttbuxnaklæddum manni í dúnúlpu og sandölum. Svo breytist vindáttin og pappadiskarnir fjúka af borðinu. Pikknikkið dreifist um grasið og við leitum skjóls í fortjaldinu. Það er yfirleitt ekki langt liðið á sunnudagsmorguninn þegar klassískasta setning íslenskrar útilegumenningar fer að óma um tjaldsvæðið: „Jæja, eigum við ekki að fara að bruna í bæinn?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Erlendir vinir spurðu eitt sinn hvort við færum líka í útilegur á veturna eins og þeir. Þeir voru að fletta í gegnum myndaalbúm og sáu vinafólk okkar dúðað í teppi og ullarklæði fyrir framan kúlutjald. „Alls ekki, þessi mynd var tekin í byrjun júlí,“ var svarið. Útilegur á Íslandi eru furðulegt fyrirbæri. Jafnvel óskiljanlegt. Að fólk skuli velja að gista utandyra í sjö gráðu hita (kulda), roki og yfirleitt einhvers konar úrkomu hlýtur að vera einhver tegund masókisma. Álíka rómantískt og hópefli í frystiklefa. Ísland er ekki hannað fyrir útilegur. Okkur er ætlað að gera annað utandyra en að sofa þar. Fyrir hverja útilegu ríkir mikil spenna og við liggjum yfir veðurspánni. Það versta er hins var að á Íslandi er ekki hægt að spá fyrir um veðrið, einungis segja af því fréttir. Ef þið hugsið út í það, þá heitir dagskrárliðurinn í fjölmiðlunum „veðurfréttir“ en ekki „veðurspá“. Það er engin tilviljun. Íslenskir veðurfræðingar vita bara hvernig veðrið var áðan. Það er útilokað að segja til um hvernig það verður á eftir. Í útilegunni sjálfri er svo ekki rætt um neitt annað en veðrið. Stundum er það geggjað og það eru augnablikin sem við leggjum á minnið. En geggjaða veðrið varir skammt. „Hann er að fara að snúa sér,“ heyrist brátt í einhverjum stuttbuxnaklæddum manni í dúnúlpu og sandölum. Svo breytist vindáttin og pappadiskarnir fjúka af borðinu. Pikknikkið dreifist um grasið og við leitum skjóls í fortjaldinu. Það er yfirleitt ekki langt liðið á sunnudagsmorguninn þegar klassískasta setning íslenskrar útilegumenningar fer að óma um tjaldsvæðið: „Jæja, eigum við ekki að fara að bruna í bæinn?“
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar