Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2019 08:14 Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Getty Utanríkisráðherra Tyrklands hefur brugðist illa við eftir að fregnir bárust af óánægju liðsmanna karlalandsliðs Tyrklands í fótbolta með eftirlitið sem þeir þurftu að undirgangast á Keflavíkurflugvelli þegar þeir komu til landsins í gær. Greint er frá þessu á tyrkneska miðlinum Daily Sabah þar sem farið er yfir málið. Tyrkneska liðið mætir því íslenska á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM í fótbolta.Daily Sabah hefur eftir framherja tyrkneska liðsins, Burak Yilmaz, að starfsmenn Keflavíkurflugvallar hefðu látið hann og liðsfélaga hans bíða í rúma þrjá tíma við vegabréfaeftirlitið og að þeir hafi þurft að undirgangast ítarlega og endurtekna leit áður en þeim var hleypt inn í landið. Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit.Skjáskot af vef Daily SabahÞegar þeir voru komnir í gegnum eftirlitið beið þeirra hópur tyrkneskra fjölmiðlamanna sem vildu fá að ræða við þá en á meðal þeirra var ungur maður sem þóttist vera fjölmiðlamaður með því að rétta þvottabursta í andlitið á Emre Belözoğlu, fyrirliða tyrkneska liðsins. „Það sem gerðist hér er dónaskapur. Við höfum beðið í þrjá klukkutíma. Þeir tóku töskur okkar allra. Þeir leituðu ítarlega í þeim. Við flugum í sex og hálfa klukkustund og höfum þurft að bíða í þrjá tíma. Sumir af vinum okkar eiga enn eftir að komast í gegn,“ er haft eftir Burak Yilmaz á Daily Sabah. Miðillinn hefur eftir Belözoğlu að liðsmenn hafi þurft að fara í gegnum ítarlega leit að óþörfu og bætti við að hann vonaðist til að yfirvöld á Íslandi myndu útskýra ástæðuna að baki þessari raun. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, segir þessa meðferð tyrkneska liðsins óásættanlega þegar kemur að sjónarmiðum um háttvísi í samskiptum ríkja og mannúðar. Milli Takımımızın İzlanda havaalanında maruz kaldığı muamele diplomatik teamüller bakımından da insani bakımdan da kabul edilemez. Gereğini yapacağımızdan milletimizin şüphesi olmasın. @TFF_Org @MilliTakimlar— Mevlüt Çavuşoğlu (@MevlutCavusoglu) June 10, 2019 Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Utanríkisráðherra Tyrklands hefur brugðist illa við eftir að fregnir bárust af óánægju liðsmanna karlalandsliðs Tyrklands í fótbolta með eftirlitið sem þeir þurftu að undirgangast á Keflavíkurflugvelli þegar þeir komu til landsins í gær. Greint er frá þessu á tyrkneska miðlinum Daily Sabah þar sem farið er yfir málið. Tyrkneska liðið mætir því íslenska á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM í fótbolta.Daily Sabah hefur eftir framherja tyrkneska liðsins, Burak Yilmaz, að starfsmenn Keflavíkurflugvallar hefðu látið hann og liðsfélaga hans bíða í rúma þrjá tíma við vegabréfaeftirlitið og að þeir hafi þurft að undirgangast ítarlega og endurtekna leit áður en þeim var hleypt inn í landið. Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit.Skjáskot af vef Daily SabahÞegar þeir voru komnir í gegnum eftirlitið beið þeirra hópur tyrkneskra fjölmiðlamanna sem vildu fá að ræða við þá en á meðal þeirra var ungur maður sem þóttist vera fjölmiðlamaður með því að rétta þvottabursta í andlitið á Emre Belözoğlu, fyrirliða tyrkneska liðsins. „Það sem gerðist hér er dónaskapur. Við höfum beðið í þrjá klukkutíma. Þeir tóku töskur okkar allra. Þeir leituðu ítarlega í þeim. Við flugum í sex og hálfa klukkustund og höfum þurft að bíða í þrjá tíma. Sumir af vinum okkar eiga enn eftir að komast í gegn,“ er haft eftir Burak Yilmaz á Daily Sabah. Miðillinn hefur eftir Belözoğlu að liðsmenn hafi þurft að fara í gegnum ítarlega leit að óþörfu og bætti við að hann vonaðist til að yfirvöld á Íslandi myndu útskýra ástæðuna að baki þessari raun. Utanríkisráðherra Tyrkja, Mevlüt Çavuşoğlu, segir þessa meðferð tyrkneska liðsins óásættanlega þegar kemur að sjónarmiðum um háttvísi í samskiptum ríkja og mannúðar. Milli Takımımızın İzlanda havaalanında maruz kaldığı muamele diplomatik teamüller bakımından da insani bakımdan da kabul edilemez. Gereğini yapacağımızdan milletimizin şüphesi olmasın. @TFF_Org @MilliTakimlar— Mevlüt Çavuşoğlu (@MevlutCavusoglu) June 10, 2019
Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30