„Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2019 14:01 Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum. Vísir/ap Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum.Varstu hræddur um að móðga hann með því að tala um þetta?„Nei, alls ekki,“ svaraði Trump um hæl og bætti við. „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra. Ég hélt einhvern veginn að þú vissir það,“ sagði Trump og beini orðum sínum að blaðamanninum. „Mér semur við alla. Fyrir utan ykkur reyndar,“ sagði Trump um blaðamannastéttina. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gerð var opinber í síðustu viku kom fram að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að krónprinsinn og aðrir hátt settir embættismenn hefðu skipulagt morðið á Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í haust og kom illa við samvisku heimsbyggðarinnar. Trump var þá spurður hvort honum þætti morð stjórnvalda á blaðamönnum ekki fyrirlitleg. Hann sagði svo vera. „Mér finnst það hræðilegt,“ sagði Trump og bætti við að það væri sama hver ætti í hlut. Það væri alltaf hræðilegt.Trump og Xi Jinping á góðri stundu fyrir rúmu ári síðan. Forsetarnir hafa nú ákveðið að taka upp þráðinn í samningaviðræðum eftir mikið kuldatímabil í milliríkjasamskiptum.getty/bloombergTaka upp þráðinn í samningaviðræðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína sættust á að hefja samningaviðræður að nýju um mögulega lausn á viðskiptadeilunni. Þetta var niðurstaða fundar sem var utan aðaldagskrár leiðtogafundar G20-ríkjanna í Osaka í Japan. Að fundinum loknum sagði Trump að samræðurnar hefðu verið frábærar. Hann hafði áður boðað frekari tolla á kínverskan innflutning en ákvað að láta af þeim áformum eftir fund þeirra, að minnsta kosti í bili. Trump sagði þá að bandarísk fyrirtæki gætu selt vörur til kínverska tæknirisans Huawei en bandarísk yfirvöld höfðu áður sett hann á bannlista. Trump fundar með forseta Suður-Kóreu í dag.Vísir/apHittir mögulega Kim í dag Donald Trump flaug frá Japan til Suður-Kóreu í dag en á dagskránni er fundur með Moon Jaw-in, forseta Suður-Kóreu. Trump er nýlentur í Suður-Kóreu en hann bauðst einnig til þess að hitta Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu í ferðinni. Óvíst er hvort Kim þiggur boð Bandaríkjaforseta. Donald Trump Kína Morðið á Khashoggi Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseta, var stillt upp við vegg á blaðamannafundi G20-ríkjanna sem lauk í Osaka í Japan í dag. Á fundinum var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki getað svarað spurningum um blaðamanninn Jamal Khashoggi að krónprinsinum í Sádi-Arabíu viðstöddum.Varstu hræddur um að móðga hann með því að tala um þetta?„Nei, alls ekki,“ svaraði Trump um hæl og bætti við. „Mér er alveg sama þótt ég móðgi aðra. Ég hélt einhvern veginn að þú vissir það,“ sagði Trump og beini orðum sínum að blaðamanninum. „Mér semur við alla. Fyrir utan ykkur reyndar,“ sagði Trump um blaðamannastéttina. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gerð var opinber í síðustu viku kom fram að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að krónprinsinn og aðrir hátt settir embættismenn hefðu skipulagt morðið á Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl. Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í haust og kom illa við samvisku heimsbyggðarinnar. Trump var þá spurður hvort honum þætti morð stjórnvalda á blaðamönnum ekki fyrirlitleg. Hann sagði svo vera. „Mér finnst það hræðilegt,“ sagði Trump og bætti við að það væri sama hver ætti í hlut. Það væri alltaf hræðilegt.Trump og Xi Jinping á góðri stundu fyrir rúmu ári síðan. Forsetarnir hafa nú ákveðið að taka upp þráðinn í samningaviðræðum eftir mikið kuldatímabil í milliríkjasamskiptum.getty/bloombergTaka upp þráðinn í samningaviðræðum Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína sættust á að hefja samningaviðræður að nýju um mögulega lausn á viðskiptadeilunni. Þetta var niðurstaða fundar sem var utan aðaldagskrár leiðtogafundar G20-ríkjanna í Osaka í Japan. Að fundinum loknum sagði Trump að samræðurnar hefðu verið frábærar. Hann hafði áður boðað frekari tolla á kínverskan innflutning en ákvað að láta af þeim áformum eftir fund þeirra, að minnsta kosti í bili. Trump sagði þá að bandarísk fyrirtæki gætu selt vörur til kínverska tæknirisans Huawei en bandarísk yfirvöld höfðu áður sett hann á bannlista. Trump fundar með forseta Suður-Kóreu í dag.Vísir/apHittir mögulega Kim í dag Donald Trump flaug frá Japan til Suður-Kóreu í dag en á dagskránni er fundur með Moon Jaw-in, forseta Suður-Kóreu. Trump er nýlentur í Suður-Kóreu en hann bauðst einnig til þess að hitta Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu í ferðinni. Óvíst er hvort Kim þiggur boð Bandaríkjaforseta.
Donald Trump Kína Morðið á Khashoggi Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira