Segist ekki hafa þekkt dóttur ráðherra þegar hann var skipaður stjórnarformaður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júní 2019 12:15 Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. Vísir/Bjarni/Vilhelm Í vor tóku fréttir að spyrjast út af tengslum Ísaks Ernis Kristinssonar, stjórnarformanns Kadeco, og Margrétar Bjarnadóttur, kokkanema og dóttur fjármálaráðherra. Sambandið vakti athygli ekki síst vegna þess að fjármálaráðherra skipaði Ísak Erni í stjórn Kadeco fyrir tæpu ári síðan. Í gær greindi fréttastofa frá því að viljayfirlýsing var undirrituð í gær af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis.Sjá nánar: Fjárfest fyrir milljarða á svæði við KeflavíkurflugvöllFyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Í gær sagði Ísak í viðtali við fréttastofu að hugmyndin væri sú að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll. Vinna undanfarinna ára byggði á hugmyndafræði John D. Kasarda um „Aerotropolis“ eða borgir sem hannaðar eru í kringum flugvelli. Þegar fréttastofa hafði samband við Ísak Erni og spurði nánar út í tengslin sagðist hann ekki hafa mikinn áhuga á að ræða sín persónulegu mál í fjölmiðlum. Hann bæri aftur á móti virðingu fyrir umræðunni og skildi hvers vegna hún ætti sér stað. Ísaki Erni finnst aftur á móti mikilvægt að halda því til haga að fjármálaráðherra hafi skipað hann stjórnarformann Kadeco mörgum mánuðum áður en hann tók saman við Margréti. Hann hafi raunar ekki þekkt hana á þeim tímapunkti sem hann var skipaður stjórnarformaður. Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. Hann segir að tengslin muni ekki hafa nein áhrif á störf hans.Ísak hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá sextán ára aldri þar sem hann hefur meðal annars verið formaður Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, og átt sæti í stjórn SUS. Þá var hann varabæjarfulltrúi hjá flokknum í Reykjanesbæ á nýloknu kjörtímabili. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. 26. júní 2019 21:49 Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15 Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. 27. júní 2019 12:30 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Í vor tóku fréttir að spyrjast út af tengslum Ísaks Ernis Kristinssonar, stjórnarformanns Kadeco, og Margrétar Bjarnadóttur, kokkanema og dóttur fjármálaráðherra. Sambandið vakti athygli ekki síst vegna þess að fjármálaráðherra skipaði Ísak Erni í stjórn Kadeco fyrir tæpu ári síðan. Í gær greindi fréttastofa frá því að viljayfirlýsing var undirrituð í gær af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis.Sjá nánar: Fjárfest fyrir milljarða á svæði við KeflavíkurflugvöllFyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Í gær sagði Ísak í viðtali við fréttastofu að hugmyndin væri sú að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll. Vinna undanfarinna ára byggði á hugmyndafræði John D. Kasarda um „Aerotropolis“ eða borgir sem hannaðar eru í kringum flugvelli. Þegar fréttastofa hafði samband við Ísak Erni og spurði nánar út í tengslin sagðist hann ekki hafa mikinn áhuga á að ræða sín persónulegu mál í fjölmiðlum. Hann bæri aftur á móti virðingu fyrir umræðunni og skildi hvers vegna hún ætti sér stað. Ísaki Erni finnst aftur á móti mikilvægt að halda því til haga að fjármálaráðherra hafi skipað hann stjórnarformann Kadeco mörgum mánuðum áður en hann tók saman við Margréti. Hann hafi raunar ekki þekkt hana á þeim tímapunkti sem hann var skipaður stjórnarformaður. Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. Hann segir að tengslin muni ekki hafa nein áhrif á störf hans.Ísak hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá sextán ára aldri þar sem hann hefur meðal annars verið formaður Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, og átt sæti í stjórn SUS. Þá var hann varabæjarfulltrúi hjá flokknum í Reykjanesbæ á nýloknu kjörtímabili.
Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. 26. júní 2019 21:49 Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15 Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. 27. júní 2019 12:30 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. 26. júní 2019 21:49
Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15
Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. 27. júní 2019 12:30