Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2019 11:43 Nokkuð hefur mætt á Katrínu vegna stjórnarskrármálsins svokallaða og telja þeir sem sátu í stjórnlagaráði sig illa svikna. Katrín vill nú kanna hug almennings til stjórnarskrárinnar. visir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur í samráði við fulltrúa allra flokka sem sæti eiga á Alþingi ákveðið að fela Félagsvísindastofnun HÍ að kanna viðhorf Íslendinga til stjórnarskrárinnar og endurskoðunar hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar hvar segir að ríkisstjórnin vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs og er könnunin liður í því. Ljóst er að talsvert mæðir á Katrínu vegna stjórnarskrármálsins svokallaða. Fulltrúar þeir sem sátu í stjórnlagaráði telja margir hverjir að Vinstri grænir séu að drepa málið í dróma í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Þorvaldur Gylfason er einn þeirra sem hefur gert tillögu um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá landsins að umtalsefni og kallar það „yfirgengilegt hneyksli“. Í tilkynningunni segir að meginmarkmið með könnuninni sé að draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar, að kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram á undanförnum árum að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins og kortleggja sýn almennings á þau viðfangsefni stjórnarskrárendurskoðunar sem tekin eru fyrir á þessu kjörtímabili. Hvort þetta verði til að sefa reiði þeirra sem telja sig illa svikna vegna þess að tillögur stjórnlagaráðs fóru fyrir lítið, verður að koma í ljós. Stefnt er að því að gögn úr könnuninni nýtist jafnframt í tengslum við rökræðukönnun sem haldin verður 9.–10. nóvember nk. um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tillaga um nýtt auðlindaákvæði „yfirgengilegt hneyksli“ Þorvaldur Gylfason lét í ljós óánægju sína með útspilið á Facebook-síðu sinni í kvöld. 10. maí 2019 23:25 Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. 11. maí 2019 18:45 Segir tillögu stjórnlagaráðs ítarlegri og ákveðnari Formenn stjórnmálaflokkanna birtu í gær tillögur að nýjum stjórnarskrárákvæðum sem varða umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda. 11. maí 2019 12:31 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur í samráði við fulltrúa allra flokka sem sæti eiga á Alþingi ákveðið að fela Félagsvísindastofnun HÍ að kanna viðhorf Íslendinga til stjórnarskrárinnar og endurskoðunar hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar er vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar hvar segir að ríkisstjórnin vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs og er könnunin liður í því. Ljóst er að talsvert mæðir á Katrínu vegna stjórnarskrármálsins svokallaða. Fulltrúar þeir sem sátu í stjórnlagaráði telja margir hverjir að Vinstri grænir séu að drepa málið í dróma í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Þorvaldur Gylfason er einn þeirra sem hefur gert tillögu um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá landsins að umtalsefni og kallar það „yfirgengilegt hneyksli“. Í tilkynningunni segir að meginmarkmið með könnuninni sé að draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar, að kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram á undanförnum árum að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins og kortleggja sýn almennings á þau viðfangsefni stjórnarskrárendurskoðunar sem tekin eru fyrir á þessu kjörtímabili. Hvort þetta verði til að sefa reiði þeirra sem telja sig illa svikna vegna þess að tillögur stjórnlagaráðs fóru fyrir lítið, verður að koma í ljós. Stefnt er að því að gögn úr könnuninni nýtist jafnframt í tengslum við rökræðukönnun sem haldin verður 9.–10. nóvember nk. um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar.
Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tillaga um nýtt auðlindaákvæði „yfirgengilegt hneyksli“ Þorvaldur Gylfason lét í ljós óánægju sína með útspilið á Facebook-síðu sinni í kvöld. 10. maí 2019 23:25 Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. 11. maí 2019 18:45 Segir tillögu stjórnlagaráðs ítarlegri og ákveðnari Formenn stjórnmálaflokkanna birtu í gær tillögur að nýjum stjórnarskrárákvæðum sem varða umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda. 11. maí 2019 12:31 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Tillaga um nýtt auðlindaákvæði „yfirgengilegt hneyksli“ Þorvaldur Gylfason lét í ljós óánægju sína með útspilið á Facebook-síðu sinni í kvöld. 10. maí 2019 23:25
Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. 11. maí 2019 18:45
Segir tillögu stjórnlagaráðs ítarlegri og ákveðnari Formenn stjórnmálaflokkanna birtu í gær tillögur að nýjum stjórnarskrárákvæðum sem varða umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda. 11. maí 2019 12:31