Stoðir högnuðust um 1.100 milljónir króna á sínu fyrsta ári sem virkt fjárfestingafélag. Samkvæmt ársreikningi Stoða, sem var lagður fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag, námu fjárfestingar á árinu 2018 samtals 5,3 milljörðum og var eigið fé félagsins um 17,5 milljarðar í lok ársins. Eignir í skráðum félögum námu 900 milljónum en virði óskráðra hlutabréfa var um 1.378 milljónir. Þá áttu Stoðir skráð skuldabréf að fjárhæð 440 milljónir auk þess sem útlán félagsins námu rúmlega 2,5 milljörðum.
Greint var frá því í Markaðinum í síðustu viku að Stoðir hefðu veitt fjármálafyrirtækinu GAMMA milljarðs króna lán í október á síðasta ári. Samtals nam heildarþóknun Stoða vegna lánsins um 150 milljónum króna.
Í skýrslu stjórnar Stoða kemur fram að félagið hafi keypt eigin bréf á síðasta ári að fjárhæð 1.437 milljónir að nafnverði á genginu 1,31 króna á hlut. Í árslok áttu Stoðir um 12,1 prósent af útistandandi hlutafé félagsins. Stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 sem er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru Arion banki og Landsbankinn.
Stoðir hagnast um 1.100 milljónir
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent