Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 20:30 Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu telja að börn þeirra þurfi auka þjónustu samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlaða í bænum. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. „Það er auðvitað ekki þannig að allir séu með þjónustu þau séu með skilgreinda fötlun. Það getur verið breytilegt eftir aldri og annað. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt við það nei,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, aðspurð hvort hún telji hlutfall fatlaðs fólks án þjónustu ekki hátt í bænum. Í nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er sveitarfélögum gert skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður fatlaðs fólks og gera því grein fyrir rétti til þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. „Lögin um stuðning við fatlaða með langvarandi stuðningsþarfir eru ný. Þau voru sett á í lok árs 2018. Það hafa ekki enn komið fram leiðbeiningar frá ráðuneytinu hvernig sveitarfélögum ber að framfylgja þessum lögum að fullu. Á meðan þá erum við að veita góða þjónustu og alltaf að vinna í því að bæta hana,“ segir hún.Nú er augljóst að það ríkir ekki almenn ánægja með félagsþjónustuna hjá ykkur, eins og kemur fram í þessari skýrslu, hvernig ætlið þið að bregðast við þessu?„Ég er ekki sammála því, af þeim tólf sem njóta þjónustu er mikill meiri hluti ánægður með þjónustuna. Það eru aðeins tveir sem eru mjög óánægðir. Ég er ekki sammála þessari yfirlýsingu að það ríki almenn óánægja. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera enn þá betur en við gerum í dag,“ segir hún. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu telja að börn þeirra þurfi auka þjónustu samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlaða í bænum. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. „Það er auðvitað ekki þannig að allir séu með þjónustu þau séu með skilgreinda fötlun. Það getur verið breytilegt eftir aldri og annað. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt við það nei,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, aðspurð hvort hún telji hlutfall fatlaðs fólks án þjónustu ekki hátt í bænum. Í nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er sveitarfélögum gert skylt að hafa frumkvæði að því að kynna sér aðstæður fatlaðs fólks og gera því grein fyrir rétti til þjónustu. Í skýrslunni segja starfsmenn Hveragerðisbæjar að hingað til hafi notandi þurft að óska eftir þjónustu sjálfur. „Lögin um stuðning við fatlaða með langvarandi stuðningsþarfir eru ný. Þau voru sett á í lok árs 2018. Það hafa ekki enn komið fram leiðbeiningar frá ráðuneytinu hvernig sveitarfélögum ber að framfylgja þessum lögum að fullu. Á meðan þá erum við að veita góða þjónustu og alltaf að vinna í því að bæta hana,“ segir hún.Nú er augljóst að það ríkir ekki almenn ánægja með félagsþjónustuna hjá ykkur, eins og kemur fram í þessari skýrslu, hvernig ætlið þið að bregðast við þessu?„Ég er ekki sammála því, af þeim tólf sem njóta þjónustu er mikill meiri hluti ánægður með þjónustuna. Það eru aðeins tveir sem eru mjög óánægðir. Ég er ekki sammála þessari yfirlýsingu að það ríki almenn óánægja. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera enn þá betur en við gerum í dag,“ segir hún.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði