Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 08:02 E. Jean Carroll er 75 ára gömul í dag. Þau Trump voru bæði rétt rúmlega fimmtug þegar hún segir að hann hafi nauðgað sér. AP/Craig Ruttle Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar þekktan pistlahöfund um að ljúga því til að hann hafi nauðgað henni í stórverslun í New York á 10. áratugnum. Hann segir einnig að konan sé ekki hans „týpa“. Í fyrstu fullyrti Trump að hann hefði ekki hugmynd um hver Carroll væri þrátt fyrir að grein hennar fylgdi mynd af þeim saman. Nú segir forsetinn að Carroll sé „algerlega að ljúga“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég skal segja þetta með mestu virðingu: númer eitt, þá er hún ekki mín týpa. Númer tvö, þetta gerðist aldrei. Þetta gerðist aldrei, allt í lagi?“ sagði Trump í viðtali. Þegar ummæli forsetans voru borin undir Carroll sagðist hún fegin. „Ég elska að ég er ekki hans týpa,“ sagði hún við CNN. Carroll er sextánda konan sem hefur sakað Bandaríkjaforseta opinberlega um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Í kosningabaráttunni árið 2016 skaut þó gömul upptaka upp kollinum þar sem Trump gortaði sig af því að ráðast kynferðislega á konur með svipuðum hætti og margar kvennanna halda fram að hann hafi gert. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem Trump ber af sér ásökun um kynferðislegt ofbeldi með því að segja ásakandann ekki hans „týpu“. Forsetinn sagði það sama um Jessicu Leeds, konu sem sakaði hann um að hafa þuklað á sér í flugvél á 9. áratugnum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar þekktan pistlahöfund um að ljúga því til að hann hafi nauðgað henni í stórverslun í New York á 10. áratugnum. Hann segir einnig að konan sé ekki hans „týpa“. Í fyrstu fullyrti Trump að hann hefði ekki hugmynd um hver Carroll væri þrátt fyrir að grein hennar fylgdi mynd af þeim saman. Nú segir forsetinn að Carroll sé „algerlega að ljúga“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég skal segja þetta með mestu virðingu: númer eitt, þá er hún ekki mín týpa. Númer tvö, þetta gerðist aldrei. Þetta gerðist aldrei, allt í lagi?“ sagði Trump í viðtali. Þegar ummæli forsetans voru borin undir Carroll sagðist hún fegin. „Ég elska að ég er ekki hans týpa,“ sagði hún við CNN. Carroll er sextánda konan sem hefur sakað Bandaríkjaforseta opinberlega um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Í kosningabaráttunni árið 2016 skaut þó gömul upptaka upp kollinum þar sem Trump gortaði sig af því að ráðast kynferðislega á konur með svipuðum hætti og margar kvennanna halda fram að hann hafi gert. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem Trump ber af sér ásökun um kynferðislegt ofbeldi með því að segja ásakandann ekki hans „týpu“. Forsetinn sagði það sama um Jessicu Leeds, konu sem sakaði hann um að hafa þuklað á sér í flugvél á 9. áratugnum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Sjá meira
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17