Mikill áhugi fagfólks á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. júní 2019 08:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti á vordögum að framlög til málsins yrðu tryggð í fjárlögum. Fréttablaðið/Ernir Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. Fyrr í vor auglýsti stofnunin eftir viðræðum við áhugasama aðila til að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Lögð er áhersla á að þjónustan verði veitt í þverfaglegri teymisvinnu og þjónustuveitandi muni koma að henni ásamt öðrum sem veiti föngum heilbrigðisþjónustu. Gerð er sú krafa að tilvonandi þjónustuveitandi hafi yfir að ráða þverfaglegu teymi starfsfólks með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn þjónustunnar skuli vera í höndum geðlæknis með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Frestur til að lýsa áhuga á verkefninu rann út 26. maí og standa viðræður nú yfir. Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu frá 9. apríl síðastliðnum segir að SÍ hafi verið falin gerð samnings um geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum og að miðað sé við að samið verði við Landspítalann um að sérfræðingar geðdeildar sinni þjónustunni. Mánuði síðar auglýstu Sjúkratryggingar hins vegar eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um þjónustuna. Heimildir Fréttablaðsins herma að auk geðsviðs Landspítalans sé SÁÁ meðal þeirra sex sem lýst hafa áhuga. Miðað er við að byrjað verði að veita hina efldu þjónustu snemma á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15 Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00 Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. Fyrr í vor auglýsti stofnunin eftir viðræðum við áhugasama aðila til að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Lögð er áhersla á að þjónustan verði veitt í þverfaglegri teymisvinnu og þjónustuveitandi muni koma að henni ásamt öðrum sem veiti föngum heilbrigðisþjónustu. Gerð er sú krafa að tilvonandi þjónustuveitandi hafi yfir að ráða þverfaglegu teymi starfsfólks með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn þjónustunnar skuli vera í höndum geðlæknis með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Frestur til að lýsa áhuga á verkefninu rann út 26. maí og standa viðræður nú yfir. Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu frá 9. apríl síðastliðnum segir að SÍ hafi verið falin gerð samnings um geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum og að miðað sé við að samið verði við Landspítalann um að sérfræðingar geðdeildar sinni þjónustunni. Mánuði síðar auglýstu Sjúkratryggingar hins vegar eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um þjónustuna. Heimildir Fréttablaðsins herma að auk geðsviðs Landspítalans sé SÁÁ meðal þeirra sex sem lýst hafa áhuga. Miðað er við að byrjað verði að veita hina efldu þjónustu snemma á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15 Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00 Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15
Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00
Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00