Við gegn þeim Haukur Örn Birgisson skrifar 25. júní 2019 08:00 Á sama tíma og ég hef mikinn á huga á stjórnmálum þá leiðist mér óskaplega stjórnmálatal. Þrasið og flokkadrættirnir eru óþolandi. Sendandi pakkans skiptir oft meira máli en innihaldið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur og komi hugmyndin ekki úr réttri átt, skal hún felld. Stjórn gegn stjórnarandstöðu. Alltof margir falla í sömu gryfjuna og svo reyna þeir að klæða veiklulega afstöðu sína í tæknilegan búning, í viðleitni til að sannfæra sig sjálfa. Við síðustu þinglok var frumvarp þingmanns Viðreisnar um breytingu á lögum um mannanöfn fellt á Alþingi. Frumvarpið gekk einkum út á að draga úr þeim takmörkunum sem núverandi lög setja fólki við val á sínum eigin nöfnum og barna sinna. Frumvarpið fól ekki beint í sér stórkostlegt hagsmunamál í stóra samhenginu en var engu að síður gott skref í rétta átt. Í átt að auknum sjálfsákvörðunarrétti fólks og minna stjórnlyndi. Allir nema þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Mátti helst skilja andstæðinga frumvarpsins þannig að vissulega væri þörf á því að breyta lögum um mannanöfn en þar sem þeim þótti frumvarpið ekki nógu vel útfært, gátu þeir ekki veitt því brautargengi. Í stað þess að leggja sjálfir fram breytingartillögu, felldu þeir frumvarpið. Yfir þessu hneyksluðust þingmenn Viðreisnar – skiljanlega. Af því tilefni er hins vegar rétt að rifja upp að nýlega kusu borgarfulltrúar Viðreisnar ekki með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áskorun þess efnis að afnema ríkiseinokun á áfengissölu. Jafnvel þótt þingmenn Viðreisnar hafi á síðustu tveimur árum lagt fram frumvörp þess efnis. Einn þeirra er meira að segja borgarfulltrúi flokksins í dag. Yfir þessu hneyksluðust sjálfstæðismenn – skiljanlega. Furðuleg tík, pólitíkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og ég hef mikinn á huga á stjórnmálum þá leiðist mér óskaplega stjórnmálatal. Þrasið og flokkadrættirnir eru óþolandi. Sendandi pakkans skiptir oft meira máli en innihaldið. Það er ekki sama hvaðan gott kemur og komi hugmyndin ekki úr réttri átt, skal hún felld. Stjórn gegn stjórnarandstöðu. Alltof margir falla í sömu gryfjuna og svo reyna þeir að klæða veiklulega afstöðu sína í tæknilegan búning, í viðleitni til að sannfæra sig sjálfa. Við síðustu þinglok var frumvarp þingmanns Viðreisnar um breytingu á lögum um mannanöfn fellt á Alþingi. Frumvarpið gekk einkum út á að draga úr þeim takmörkunum sem núverandi lög setja fólki við val á sínum eigin nöfnum og barna sinna. Frumvarpið fól ekki beint í sér stórkostlegt hagsmunamál í stóra samhenginu en var engu að síður gott skref í rétta átt. Í átt að auknum sjálfsákvörðunarrétti fólks og minna stjórnlyndi. Allir nema þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Mátti helst skilja andstæðinga frumvarpsins þannig að vissulega væri þörf á því að breyta lögum um mannanöfn en þar sem þeim þótti frumvarpið ekki nógu vel útfært, gátu þeir ekki veitt því brautargengi. Í stað þess að leggja sjálfir fram breytingartillögu, felldu þeir frumvarpið. Yfir þessu hneyksluðust þingmenn Viðreisnar – skiljanlega. Af því tilefni er hins vegar rétt að rifja upp að nýlega kusu borgarfulltrúar Viðreisnar ekki með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um áskorun þess efnis að afnema ríkiseinokun á áfengissölu. Jafnvel þótt þingmenn Viðreisnar hafi á síðustu tveimur árum lagt fram frumvörp þess efnis. Einn þeirra er meira að segja borgarfulltrúi flokksins í dag. Yfir þessu hneyksluðust sjálfstæðismenn – skiljanlega. Furðuleg tík, pólitíkin.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun