Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. júní 2019 14:11 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. Frumvarpið elur í sér innleiðingu á opinberu styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem felst í því að viðkomandi fjölmiðlar geta fengið allt að fjórðungi ritstjórnarkostnaðar endurgreiddan frá ríkissjóði upp að fimmtíu milljónum króna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á frumvarpinu verði breytt áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis að þingmenn flokksins hafi efasemdir um réttmæti opinberra styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Það sé þó ekki það eina sem þingmennirnir geri athugasemdir við. „Við þurfum fyrst að leiðrétta þá skekkju sem er á samkeppnismarkaði fjölmiðla með þátttöku Ríkisútvarpsins áður en við hugleiðum það með hvaða hætti ríkissjóður eigi að koma að stuðningi við sjálfstæða miðla með beinum fjárframlögum eins og lagt er til,“ segir Óli Björn. Viljið þið þá taka RÚV af auglýsingamarkaði? „Já. Það eru örugglega skiptar skoðanir um það en ég held að það væri farsælast að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði að mestu eða öllu leyti,“ segir Óli Björn. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að Alþingi þurfi fyrst að samþykkja þetta frumvarp áður en staða RÚV verði skoðuð en þjónustusamningur við RÚV sé nú til endurskoðunar. „Það verður sérstök umræða um það. Ég vil fyrst klára þetta varðandi einkareknu fjölmiðlana. Svo förum við í vinnu varðandi Ríkisútvarpið,“ segir Lilja. Hún segist ekki reikna með efnislegum breytingum á frumvarpinu úr þessu og reiknar með að frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi í haust. „Málið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og hjá þingflokkunum og ég er mjög vongóð um það að ég muni mæla fyrir þessu frumvarpi og það verði samþykkt.“ Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. Frumvarpið elur í sér innleiðingu á opinberu styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla sem felst í því að viðkomandi fjölmiðlar geta fengið allt að fjórðungi ritstjórnarkostnaðar endurgreiddan frá ríkissjóði upp að fimmtíu milljónum króna. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á frumvarpinu verði breytt áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis að þingmenn flokksins hafi efasemdir um réttmæti opinberra styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Það sé þó ekki það eina sem þingmennirnir geri athugasemdir við. „Við þurfum fyrst að leiðrétta þá skekkju sem er á samkeppnismarkaði fjölmiðla með þátttöku Ríkisútvarpsins áður en við hugleiðum það með hvaða hætti ríkissjóður eigi að koma að stuðningi við sjálfstæða miðla með beinum fjárframlögum eins og lagt er til,“ segir Óli Björn. Viljið þið þá taka RÚV af auglýsingamarkaði? „Já. Það eru örugglega skiptar skoðanir um það en ég held að það væri farsælast að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði að mestu eða öllu leyti,“ segir Óli Björn. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að Alþingi þurfi fyrst að samþykkja þetta frumvarp áður en staða RÚV verði skoðuð en þjónustusamningur við RÚV sé nú til endurskoðunar. „Það verður sérstök umræða um það. Ég vil fyrst klára þetta varðandi einkareknu fjölmiðlana. Svo förum við í vinnu varðandi Ríkisútvarpið,“ segir Lilja. Hún segist ekki reikna með efnislegum breytingum á frumvarpinu úr þessu og reiknar með að frumvarpið verði afgreitt frá Alþingi í haust. „Málið hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og hjá þingflokkunum og ég er mjög vongóð um það að ég muni mæla fyrir þessu frumvarpi og það verði samþykkt.“
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira