FH er með tólf stig eftir níu umferðir í Pepsi Max-deild karla. Þetta er versta uppskera FH eftir níu leiki í efstu deildinni í fótbolta síðan 2003.
FH tapaði 2-1 fyrir KR í Kaplakrika í gærkvöldi og liðið er með tólf stig eftir sjö leiki. Liðið er þó bara þremur stigum frá Stjörnunni í þriðja sætinu og á leik til góða.
FH endaði í 5. sæti á fyrstu leiktíð Ólafs Kristjánssonar við stjórnvölinn á síðasta ári en það er slakasti árangur FH síðan 2002. Byrjunin í ár er einnig sú slakasta síðan 2003.
Þeir hvítklæddu úr Hafnarfirði eru með tólf stig eftir fyrstu níu leikina og það þarf að fara aftur til ársins 2003 til þess að finna slakari byrjun FH.
Það ár náðu þeir þó að rétta úr kútnum og endaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar ásamt þess að fara í bikarúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ÍA.
FH mætir Grindavík í bikarnum á fimmtudaginn en leikurinn er liður í átta liða úrslitum keppninnar áður en þeir mæta Grindavík aftur á mánudaginn, í Pepsi Max-deildinni.
Stig FH eftir níu leiki síðustu sextán ár:
2019 - 12 stig (?)
2018 - 16 stig (enda í 5. sæti)
2017 - 14 stig (enda í 3. sæti)
2016 - 20 stig (enda í 1. sæti)
2015 - 20 stig (enda í 1. sæti)
2014 - 21 stig (enda í 2. sæti)
2013 - 20 stig (enda í 2. sæti)
2012 - 20 stig (enda í 1. sæti)
2011 - 15 stig (enda í 2. sæti)
2010 - 14 stig (enda í 2. sæti)
2009 - 24 stig (enda í 1. sæti)
2008 - 22 stig (enda í 1. sæti)
2007 - 22 stig (enda í 2. sæti)
2006 - 23 stig (enda í 1. sæti)
2005 - 27 stig (enda í 1. sæti)
2004 - 16 stig (enda í 1. sæti)
2003 - 11 stig (enda í 2. sæti)
