Njarðvík hefur samið við Evaldas Zabas um að leika með liðinu í Domino's deild karla á næsta tímabili. Hann fæddist í Litháen en fluttist til Kanada á unglingsárum.
Hinn 31 árs Zabas er bakvörður sem hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2008.
Zabas hefur farið víða og leikið í Þýskalandi, Englandi, Svíþjóð, Tékklandi, Kanada, Litháen, Eistlandi, Grikklandi, Belgíu og á Spáni.
Njarðvík endaði í 2. sæti Domino's deildarinnar á síðasta tímabili og féll úr leik fyrir ÍR, 3-2, í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
Þá komust Njarðvíkingar í bikarúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Stjörnumönnum.
Njarðvíkingar bæta við sig reyndum bakverði
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
