„Spila eins lengi og líkaminn leyfir en vil ekki haltra um golfvellina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2019 16:54 Kári á blaðamannafundinum í Víkinni í dag. vísir/vilhelm „Tilfinningin er mjög góð. Ég er ánægður að þessu sé lokið og nú get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta,“ sagði Kári Árnason í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir að hann skrifaði undir samning við uppeldisfélagið Víking R. í dag. Samningurinn gildir til loka næsta tímabils. Kári hefur leikið erlendis undanfarin 15 ár en er nú kominn aftur heim í Víking. Landsliðsmaðurinn ætlaði að koma heim eftir HM 2018 en gekk þá til liðs við tyrkneska B-deildarliðið Genclerbirligi. Hann hélt því líka opnu núna að taka eitt tímabil í viðbót erlendis áður en hann kæmi heim. „Mér bauðst að spila fyrir annað lið í Tyrklandi en eitt ár var nóg. Það er ekki fyrir hvern sem er að hanga þarna. Planið var alltaf að koma heim eftir ár,“ sagði Kári. En þurfa stuðningsmenn Víkings að óttast að hann fari aftur erlendis? „Nei, það yrði þá bara hugsanlega eftir tímabilið ef landsliðsþjálfararnir vilja að ég sé að spila fyrir leikina í nóvember. Þá væri hægt að skoða að fara á lán.“Kári hefur leikið 77 landsleiki.vísir/báraKári segir að landsliðsferlinum sé ekki lokið þótt hann sé kominn heim í Pepsi Max-deildina. „Ég ræddi þetta við landsliðsþjálfarana og auðvitað vilja þeir að þú spilir í atvinnumannadeild. En þetta er komið gott af harkinu. Ég vona að þetta komi ekki að sök og ég haldi áfram að spila vel fyrir landsliðið,“ sagði Kári sem ætlar ekkert að hætta á næstunni. „Ég spila eins lengi og líkaminn leyfir og að ég gangi nokkuð heill til skógar eftir ferilinn. Ég vil ekki haltra um golfvellina. Maður vill ekki þurfa að fara í mjaðmaskipti um fertugt,“ sagði Kári sem verður 37 ára í október. Kára líst vel á Víkingsliðið sem er í yngri kantinum. „Þetta er mjög spennandi hópur. Liðið er ungt og skemmtilegt og við erum með hæfileikaríka leikmenn. Ég vona að ég geti hjálpað og þeir hlusti. Þeir geta bætt margt þótt þeir séu efnilegir,“ sagði Kári.Kári og Sölvi hækka meðalaldurinn í Víkingsliðinu.vísir/vilhelmHjá Víkingi hittir hann fyrir Sölva Geir Ottesen en þeir spiluðu saman í Víkingi á árum áður og voru einnig samherjar hjá Djurgården í Svíþjóð og í landsliðinu. „Það er frábært að Sölvi sé hérna. Hann er einn af mínum betri vinum. Við þekkjum hvorn annan inn og út,“ sagði Kári sem fær leikheimild með Víkingi 1. júlí, sama dag og liðið mætir ÍA í Víkinni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári kominn aftur í Víking Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir til ársloka 2020. 21. júní 2019 15:21 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Ég er ánægður að þessu sé lokið og nú get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta,“ sagði Kári Árnason í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir að hann skrifaði undir samning við uppeldisfélagið Víking R. í dag. Samningurinn gildir til loka næsta tímabils. Kári hefur leikið erlendis undanfarin 15 ár en er nú kominn aftur heim í Víking. Landsliðsmaðurinn ætlaði að koma heim eftir HM 2018 en gekk þá til liðs við tyrkneska B-deildarliðið Genclerbirligi. Hann hélt því líka opnu núna að taka eitt tímabil í viðbót erlendis áður en hann kæmi heim. „Mér bauðst að spila fyrir annað lið í Tyrklandi en eitt ár var nóg. Það er ekki fyrir hvern sem er að hanga þarna. Planið var alltaf að koma heim eftir ár,“ sagði Kári. En þurfa stuðningsmenn Víkings að óttast að hann fari aftur erlendis? „Nei, það yrði þá bara hugsanlega eftir tímabilið ef landsliðsþjálfararnir vilja að ég sé að spila fyrir leikina í nóvember. Þá væri hægt að skoða að fara á lán.“Kári hefur leikið 77 landsleiki.vísir/báraKári segir að landsliðsferlinum sé ekki lokið þótt hann sé kominn heim í Pepsi Max-deildina. „Ég ræddi þetta við landsliðsþjálfarana og auðvitað vilja þeir að þú spilir í atvinnumannadeild. En þetta er komið gott af harkinu. Ég vona að þetta komi ekki að sök og ég haldi áfram að spila vel fyrir landsliðið,“ sagði Kári sem ætlar ekkert að hætta á næstunni. „Ég spila eins lengi og líkaminn leyfir og að ég gangi nokkuð heill til skógar eftir ferilinn. Ég vil ekki haltra um golfvellina. Maður vill ekki þurfa að fara í mjaðmaskipti um fertugt,“ sagði Kári sem verður 37 ára í október. Kára líst vel á Víkingsliðið sem er í yngri kantinum. „Þetta er mjög spennandi hópur. Liðið er ungt og skemmtilegt og við erum með hæfileikaríka leikmenn. Ég vona að ég geti hjálpað og þeir hlusti. Þeir geta bætt margt þótt þeir séu efnilegir,“ sagði Kári.Kári og Sölvi hækka meðalaldurinn í Víkingsliðinu.vísir/vilhelmHjá Víkingi hittir hann fyrir Sölva Geir Ottesen en þeir spiluðu saman í Víkingi á árum áður og voru einnig samherjar hjá Djurgården í Svíþjóð og í landsliðinu. „Það er frábært að Sölvi sé hérna. Hann er einn af mínum betri vinum. Við þekkjum hvorn annan inn og út,“ sagði Kári sem fær leikheimild með Víkingi 1. júlí, sama dag og liðið mætir ÍA í Víkinni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári kominn aftur í Víking Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir til ársloka 2020. 21. júní 2019 15:21 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Kári kominn aftur í Víking Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir til ársloka 2020. 21. júní 2019 15:21