Eigum alls ekki að drekka ískalt vatn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2019 21:59 Vatnið sem þessi sýpur er vonandi ekki of kalt. Vísir/Getty Næringarfræðingur segir mikilvægt að drekka ekki of kalt vatn. Þá sé gott að miða við að drekka átta vatnsglös á dag og halda vatnsdrykkju með mat í lágmarki. Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur ræddi vatnsdrykkju Íslendinga í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún til dæmis mikilvægt að drekka ekki of mikið vatn vegna hættu á að mikilvæg steinefni skolist út úr líkamanum. „Við þurfum líka að binda vatnið. Það er ekki verra að setja gott salt í vatnið ef við erum að fara í fjallgöngur. […] Bara sjávarsalt, gott sjávarsalt,“ sagði Elísabet.Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur.Skjáskot/Stöð 2Þá kom Elísabet inn á fleiri góð ráð er varða vatnsdrykkju og fór m.a. yfir æskilegt hitastig á neysluvatni. Það megi alls ekki vera of kalt. Þá sé einnig misskilningur að gott sé að drekka vatn rétt áður en borðað er – og með matnum. „Best er að fá sér volgt vatn fyrst þegar við vöknum, vera með hálfan lítra við náttborðið, drekka það,“ sagði Elísabet. Þegar sest er við matarborðið eigi að passa að borða ekki of hratt og halda vatnsdrykkju í lágmarki. „Þá erum við að eyða út ensímunum sem brjóta niður matinn. Þannig að við eigum að drekka vatnið aðeins skynsamlegar, og alls ekki ískalt. […] Þá erum við svolítið að herpa bæði æðarnar og herpa ensímin þannig að þau nýtast ekki vel,“ sagði Elísabet. „Ef við dreifum magasýrunum, þynnum þær, þá erum við ekki að nýta þær eins vel til að brjóta matinn. Við eigum að kyngja hægt, njóta matarins.“Sódavatn súrt en verndar gegn matareitrun Þá benti Elísabet á að kaffi sé vatnslosandi og skoli út góðum steinefnum. Best sé að halda sig við kranavatnið og velja það fram yfir sódavatn, í það minnsta hér á Íslandi. „Það [sódavatn] er semsagt súr drykkur, því það er búið að sýra hann. Það sem ég myndi ráðleggja fólki að drekka í útlöndum er kolsýrt vatn því það verndar okkur fyrir matareitrunum.“ En hvað á eiginlega að drekka mikið vatn yfir daginn? Elísabet segir það misjafnt eftir einstaklingum, og þar skipti hreyfingarstig höfuðmáli. Átta glös séu samt ágætt viðmið. „Skynsamlegast er að byrja á þessum hálfum lítra þegar við vöknum til að hjálpa líkamanum að hreinsa út eiturefnin eftir tiltekt næturinnar. Smá með morgunmatnum, eitt glas fyrir hádegi og svo er þetta misjafnt.“Viðtalið við Elísabetu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Heilsa Neytendur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Næringarfræðingur segir mikilvægt að drekka ekki of kalt vatn. Þá sé gott að miða við að drekka átta vatnsglös á dag og halda vatnsdrykkju með mat í lágmarki. Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur ræddi vatnsdrykkju Íslendinga í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún til dæmis mikilvægt að drekka ekki of mikið vatn vegna hættu á að mikilvæg steinefni skolist út úr líkamanum. „Við þurfum líka að binda vatnið. Það er ekki verra að setja gott salt í vatnið ef við erum að fara í fjallgöngur. […] Bara sjávarsalt, gott sjávarsalt,“ sagði Elísabet.Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur.Skjáskot/Stöð 2Þá kom Elísabet inn á fleiri góð ráð er varða vatnsdrykkju og fór m.a. yfir æskilegt hitastig á neysluvatni. Það megi alls ekki vera of kalt. Þá sé einnig misskilningur að gott sé að drekka vatn rétt áður en borðað er – og með matnum. „Best er að fá sér volgt vatn fyrst þegar við vöknum, vera með hálfan lítra við náttborðið, drekka það,“ sagði Elísabet. Þegar sest er við matarborðið eigi að passa að borða ekki of hratt og halda vatnsdrykkju í lágmarki. „Þá erum við að eyða út ensímunum sem brjóta niður matinn. Þannig að við eigum að drekka vatnið aðeins skynsamlegar, og alls ekki ískalt. […] Þá erum við svolítið að herpa bæði æðarnar og herpa ensímin þannig að þau nýtast ekki vel,“ sagði Elísabet. „Ef við dreifum magasýrunum, þynnum þær, þá erum við ekki að nýta þær eins vel til að brjóta matinn. Við eigum að kyngja hægt, njóta matarins.“Sódavatn súrt en verndar gegn matareitrun Þá benti Elísabet á að kaffi sé vatnslosandi og skoli út góðum steinefnum. Best sé að halda sig við kranavatnið og velja það fram yfir sódavatn, í það minnsta hér á Íslandi. „Það [sódavatn] er semsagt súr drykkur, því það er búið að sýra hann. Það sem ég myndi ráðleggja fólki að drekka í útlöndum er kolsýrt vatn því það verndar okkur fyrir matareitrunum.“ En hvað á eiginlega að drekka mikið vatn yfir daginn? Elísabet segir það misjafnt eftir einstaklingum, og þar skipti hreyfingarstig höfuðmáli. Átta glös séu samt ágætt viðmið. „Skynsamlegast er að byrja á þessum hálfum lítra þegar við vöknum til að hjálpa líkamanum að hreinsa út eiturefnin eftir tiltekt næturinnar. Smá með morgunmatnum, eitt glas fyrir hádegi og svo er þetta misjafnt.“Viðtalið við Elísabetu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Heilsa Neytendur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira