VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2019 21:15 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. Ástæðan er sú að stjórn VR telur að hækkun á vöxtum í sjóðsfélagalánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna vera trúnaðarbrest við félagið, stefnu þess og kjarasamningana sem voru undirritaðir í byrjun apríl. Fastir verðtryggðir vextir á lánum sjóðsins voru nýverið lækkaðir úr 3,6% niður í 3,4%. Á sama tíma voru breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána hækkaðir úr 2,06% í 2,26%. Breytingin tekur gildi 1. ágúst næstkomandi. Tillagan sem borin var upp á fulltrúaráðsfundinum í kvöld og samþykkt með 20 atkvæðum gegn 2 (2 sátu hjá) var eftirfarandi að því er fram kemur í tilkynningu frá VR. „Fundur í fulltrúaráð VR hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna samþykkir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli VR og stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóð verzlunarmanna og að umboð aðal- og varamanna VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna er afturkallað.„ Borin var upp tillaga um að Bjarni Þór Sigurðsson, Guðríður Svana Bjarnadóttir, Helga Ingólfsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson og tækju sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til bráðabirgða og að Björn Kristjánsson, Oddur Gunnar Jónsson, Selma Árnadóttir, Sigríður Lovísa Jónsdóttir yrðu varamenn. Sú tillaga var samþykkt með 20 atkvæðum gegn 1, 3 sátu hjá.Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur vísað fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna og segir að ákvarðanir um vaxtabreytingar taki sjóðurinn ætíð með hagsmuni sjóðfélaga og lántakenda að leiðarljósi, aldrei af græðgi, geðþótta, illkvittni eða til að ganga í berhögg við kjarasamninga. Lífeyrissjóðir Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. Ástæðan er sú að stjórn VR telur að hækkun á vöxtum í sjóðsfélagalánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna vera trúnaðarbrest við félagið, stefnu þess og kjarasamningana sem voru undirritaðir í byrjun apríl. Fastir verðtryggðir vextir á lánum sjóðsins voru nýverið lækkaðir úr 3,6% niður í 3,4%. Á sama tíma voru breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána hækkaðir úr 2,06% í 2,26%. Breytingin tekur gildi 1. ágúst næstkomandi. Tillagan sem borin var upp á fulltrúaráðsfundinum í kvöld og samþykkt með 20 atkvæðum gegn 2 (2 sátu hjá) var eftirfarandi að því er fram kemur í tilkynningu frá VR. „Fundur í fulltrúaráð VR hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna samþykkir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli VR og stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóð verzlunarmanna og að umboð aðal- og varamanna VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna er afturkallað.„ Borin var upp tillaga um að Bjarni Þór Sigurðsson, Guðríður Svana Bjarnadóttir, Helga Ingólfsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson og tækju sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til bráðabirgða og að Björn Kristjánsson, Oddur Gunnar Jónsson, Selma Árnadóttir, Sigríður Lovísa Jónsdóttir yrðu varamenn. Sú tillaga var samþykkt með 20 atkvæðum gegn 1, 3 sátu hjá.Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur vísað fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna og segir að ákvarðanir um vaxtabreytingar taki sjóðurinn ætíð með hagsmuni sjóðfélaga og lántakenda að leiðarljósi, aldrei af græðgi, geðþótta, illkvittni eða til að ganga í berhögg við kjarasamninga.
Lífeyrissjóðir Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira