Pólitík er mannanna verk Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2019 18:56 „Við verðum að segja þessu fólki rétt frá, það er enginn að skera niður bætur“ sagði Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar í Kastljósi gærkvöldsins. Það hefur aldrei verið neinn vafi að það á ekki að skerða þær litlu „bætur“ sem öryrkjar og fatlað fólk þurfa að „þiggja“, svo ég noti orðfæri formanns fjárlaganefndar sjálfs, orðfæri sem reyndar ber vott um „sérstakt“ viðhorf gagnvart fötluðu fólki og öryrkjum. Í mínum huga er niðurlægjandi að Willum telji að við fatlað fólk og öryrkjar höfum ekki skilið að aldrei var talað um að skerða bætur. Það var augljóst öllum, líka okkur öryrkjunum að tillagan var um að skera niður um 8 ma. það fjármagn sem áætlað var að setja inn í málaflokk örorku og fatlaðs fólks. Fyrir mér þýðir það einfaldlega að enn og aftur er ekki að vænta hækkana á örorkulífeyri umfram furðulegar reikningskúnstir fjármálaráðuneytisins á 69. gr. laga almannatrygginga um hver áramót. En hún hefur lotið hundakúnstaútreikningi fjármálaráðuneytisins hverju sinni og sjaldnast eins reiknuð frá ári til árs. Þetta hefur leitt til þess t.d. að örorkulífeyrir er of lítil upphæð til að fólk geti framfleytt sér af. Í desember 2011 lýsti ÖBÍ yfir miklum áhyggjum vegna fjárlaga 2012, þá var minnt á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð, með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um að leiðréttingar kæmu þremur árum frá hruninu, þær leiðréttingar hafa ekki enn skilað sér! Þetta sama ár fengu þeir öryrkjar sem voru á strípuðum örorkulífeyri kr. 196.140 f.sk. Í dag átta árum seinna hefur þessi sami örorkulífeyrir hækkað um kr. 51.043. Hækkun á örorkulífeyri hefur orðið heilar kr. 6.380 f.sk. á ári (532 kr. á .mán.) undanfarin átta ár og er í dag kr. 247.183 f.sk. Í ljósi þess að örorkulífeyrir hefur hækkað um 6.380 kr. á ári undanfarin átta ár og það að nú er runnin upp tími sannsöglinnar, hlýt ég að spyrja formann fjárlaganefndar og fjármála- og efnahagsráðherra að því hvort yfirleitt standi til að leiðrétta kjör öryrkja og fatlaðs fólks? Kjaragliðnun síðasta áratugs hljóðar upp á 29%, m.ö.o. rýrnun örorkulífeyris á þessu tímabili er um 29%, leiðrétting á kjörum hefur því augljóslega engin orðið. Ég ætlaði ríkisstjórninni ekki það illverk að skera niður „bætur“. Ég ætlaði ríkisstjórninni að standa við loforð sem gefið var fyrir 11 árum síðan. Ég ætlaði henni að hækka örorkulífeyri þannig að mögulegt væri að framfleyta sér af honum og ég ætlaði henni að afnema alveg „krónu á móti krónu“ skerðingu. Fyrri fjármálaáætlun 2020-2024 í mars varð ÖBÍ veruleg vonbrigði, eðlilega, þar sem ljóst var að fjármunir sem ætlaðir voru í málaflokkinn áttu að mestu að nota til breytinga á almannatryggingakerfinu en myndu ekki duga til að taka út krónu á móti krónu skerðinguna. Við sáum hvergi þess merki að örorkulífeyrir yrði hækkaður. Nú þegar meira en helmingi minni fjármunir eiga að fara í málaflokkinn er ljóst að öryrkjar og fatlað fólk verður áfram í svelti. Þessi framkoma stjórnvalda í garð örorkulífeyrisþega er óásættanleg og hlýt ég að fara fram á, að stjórnvöld endurskoði fjármálaáætlunina með það fyrir augum að ekki bara núlla hana heldur bæta við verulegum fjármunum í málaflokk örorku og fatlaðs fólks, þannig að stjórnvöld geti staðið við gömul og ný loforð. Loforð um að afnema skerðingar og hækka örorkulífeyri til gagns fyrir þá sem á honum lifa. Örorkulífeyrir er framfærsla fólks, hann er til vegna þess að við sem samfélag viljum tryggja það að fólk hafi framfærslu til mannsæmandi lífs ef það getur ekki unnið sökum veikinda eða fötlunar. Örorka er ekki valkvæð né eftirsóknarverð og það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber. Örorka á ekki að vera ávísun á skammarlega lága framfærslu. Ég skora á Ásmund Einar Daðason og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að næraß ekki fátækt.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Við verðum að segja þessu fólki rétt frá, það er enginn að skera niður bætur“ sagði Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar í Kastljósi gærkvöldsins. Það hefur aldrei verið neinn vafi að það á ekki að skerða þær litlu „bætur“ sem öryrkjar og fatlað fólk þurfa að „þiggja“, svo ég noti orðfæri formanns fjárlaganefndar sjálfs, orðfæri sem reyndar ber vott um „sérstakt“ viðhorf gagnvart fötluðu fólki og öryrkjum. Í mínum huga er niðurlægjandi að Willum telji að við fatlað fólk og öryrkjar höfum ekki skilið að aldrei var talað um að skerða bætur. Það var augljóst öllum, líka okkur öryrkjunum að tillagan var um að skera niður um 8 ma. það fjármagn sem áætlað var að setja inn í málaflokk örorku og fatlaðs fólks. Fyrir mér þýðir það einfaldlega að enn og aftur er ekki að vænta hækkana á örorkulífeyri umfram furðulegar reikningskúnstir fjármálaráðuneytisins á 69. gr. laga almannatrygginga um hver áramót. En hún hefur lotið hundakúnstaútreikningi fjármálaráðuneytisins hverju sinni og sjaldnast eins reiknuð frá ári til árs. Þetta hefur leitt til þess t.d. að örorkulífeyrir er of lítil upphæð til að fólk geti framfleytt sér af. Í desember 2011 lýsti ÖBÍ yfir miklum áhyggjum vegna fjárlaga 2012, þá var minnt á að öryrkjar urðu fyrstir fyrir skerðingum þegar bankahrunið varð, með loforði um að þeir fengju fyrstir leiðréttingar sinna mála þegar fjárhagsstaða ríkissjóðs batnaði. Þá var talað um að leiðréttingar kæmu þremur árum frá hruninu, þær leiðréttingar hafa ekki enn skilað sér! Þetta sama ár fengu þeir öryrkjar sem voru á strípuðum örorkulífeyri kr. 196.140 f.sk. Í dag átta árum seinna hefur þessi sami örorkulífeyrir hækkað um kr. 51.043. Hækkun á örorkulífeyri hefur orðið heilar kr. 6.380 f.sk. á ári (532 kr. á .mán.) undanfarin átta ár og er í dag kr. 247.183 f.sk. Í ljósi þess að örorkulífeyrir hefur hækkað um 6.380 kr. á ári undanfarin átta ár og það að nú er runnin upp tími sannsöglinnar, hlýt ég að spyrja formann fjárlaganefndar og fjármála- og efnahagsráðherra að því hvort yfirleitt standi til að leiðrétta kjör öryrkja og fatlaðs fólks? Kjaragliðnun síðasta áratugs hljóðar upp á 29%, m.ö.o. rýrnun örorkulífeyris á þessu tímabili er um 29%, leiðrétting á kjörum hefur því augljóslega engin orðið. Ég ætlaði ríkisstjórninni ekki það illverk að skera niður „bætur“. Ég ætlaði ríkisstjórninni að standa við loforð sem gefið var fyrir 11 árum síðan. Ég ætlaði henni að hækka örorkulífeyri þannig að mögulegt væri að framfleyta sér af honum og ég ætlaði henni að afnema alveg „krónu á móti krónu“ skerðingu. Fyrri fjármálaáætlun 2020-2024 í mars varð ÖBÍ veruleg vonbrigði, eðlilega, þar sem ljóst var að fjármunir sem ætlaðir voru í málaflokkinn áttu að mestu að nota til breytinga á almannatryggingakerfinu en myndu ekki duga til að taka út krónu á móti krónu skerðinguna. Við sáum hvergi þess merki að örorkulífeyrir yrði hækkaður. Nú þegar meira en helmingi minni fjármunir eiga að fara í málaflokkinn er ljóst að öryrkjar og fatlað fólk verður áfram í svelti. Þessi framkoma stjórnvalda í garð örorkulífeyrisþega er óásættanleg og hlýt ég að fara fram á, að stjórnvöld endurskoði fjármálaáætlunina með það fyrir augum að ekki bara núlla hana heldur bæta við verulegum fjármunum í málaflokk örorku og fatlaðs fólks, þannig að stjórnvöld geti staðið við gömul og ný loforð. Loforð um að afnema skerðingar og hækka örorkulífeyri til gagns fyrir þá sem á honum lifa. Örorkulífeyrir er framfærsla fólks, hann er til vegna þess að við sem samfélag viljum tryggja það að fólk hafi framfærslu til mannsæmandi lífs ef það getur ekki unnið sökum veikinda eða fötlunar. Örorka er ekki valkvæð né eftirsóknarverð og það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber. Örorka á ekki að vera ávísun á skammarlega lága framfærslu. Ég skora á Ásmund Einar Daðason og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að næraß ekki fátækt.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun