Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2019 12:12 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. Samfylkingin hefur lagt fram 10 ítarlegar breytingar tillögur á áætluninni. Breyttar horfur í efnahagslífinu, fall WOW, hvarf loðnunnar sem og samdráttur í ferðaþjónustu, bentu til að áætluð afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarðar á árunum 2019 og 2020. Í ljósi þess var lagt til að fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisins yrði endurskoðuð. Fjárlaganefnd var með seinni umræðu um málið á fundi sínum í gær og hefur hlotið mikla gagnrýni bæði frá Samfylkingunni og Öryrkjabandalaginu um hvernig skera eigi niður til að mæta þessum halla. Á blaðamannafundi í morgun gagnrýndi Samfylkingin ríkistjórnina og telur hana skorta framtíðarsýn. „Hér er verið að lækka og draga úr og skera niður fyrirhuguð útgjöld til öryrkja, spítala, til heilsugæslunnar, til framhaldsskóla, til samgöngu mála. Þannig að hér eru svo sannarlega niðurskurðartillögur frá því sem tilkynnt var í mars. Þannig að hér er svo sannarlega verið að lækka fjárframlög á milli umræðna. Um það snýst pólitíski ágreiningurinn í dag,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Áætlunin nær til ársins 2024 og telur Samfylkingin tölurnar í henni ansi bólgnar. Samanlagt sé verið að ræða um ríkisútgjöld upp á fimm þúsund milljarða króna. Samfylkingin telur meðal annars fráleitt að opinberir starfsmenn og opinber þjónusta taki á sig fyrirhugaða kólnun hagkerfisins. „Við gerum það með því að sækja peningana þar sem þeir eru til. Með því að hafa hærri auðlinda- og veiðileyfagjöld. En það var forgangsmál þessarar ríkistjórnar að lækka auðlindagjöldin um þrjá milljarða. Veiðileyfagjöldin eru álíka há og tóbaksgjöld í upphæðum. Við gætum til dæmis hækkað fjármagnstekjuskatt, en samt verið með lægsta fjármagnstekjuskatt á öllum norðurlöndunum. Í þriðja lagi innleitt hér tekjutengdan auðlegðarskatt. Í fjórða lagi er það virkilega forgangsmál að lækka bankaskatt í þessu árferði? Tekjurnar eru svo sannarlega fyrir hendi en það skortir pólitískan vilja til að ná í þær,“ segir hann. Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Sjávarútvegur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. Samfylkingin hefur lagt fram 10 ítarlegar breytingar tillögur á áætluninni. Breyttar horfur í efnahagslífinu, fall WOW, hvarf loðnunnar sem og samdráttur í ferðaþjónustu, bentu til að áætluð afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarðar á árunum 2019 og 2020. Í ljósi þess var lagt til að fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisins yrði endurskoðuð. Fjárlaganefnd var með seinni umræðu um málið á fundi sínum í gær og hefur hlotið mikla gagnrýni bæði frá Samfylkingunni og Öryrkjabandalaginu um hvernig skera eigi niður til að mæta þessum halla. Á blaðamannafundi í morgun gagnrýndi Samfylkingin ríkistjórnina og telur hana skorta framtíðarsýn. „Hér er verið að lækka og draga úr og skera niður fyrirhuguð útgjöld til öryrkja, spítala, til heilsugæslunnar, til framhaldsskóla, til samgöngu mála. Þannig að hér eru svo sannarlega niðurskurðartillögur frá því sem tilkynnt var í mars. Þannig að hér er svo sannarlega verið að lækka fjárframlög á milli umræðna. Um það snýst pólitíski ágreiningurinn í dag,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Áætlunin nær til ársins 2024 og telur Samfylkingin tölurnar í henni ansi bólgnar. Samanlagt sé verið að ræða um ríkisútgjöld upp á fimm þúsund milljarða króna. Samfylkingin telur meðal annars fráleitt að opinberir starfsmenn og opinber þjónusta taki á sig fyrirhugaða kólnun hagkerfisins. „Við gerum það með því að sækja peningana þar sem þeir eru til. Með því að hafa hærri auðlinda- og veiðileyfagjöld. En það var forgangsmál þessarar ríkistjórnar að lækka auðlindagjöldin um þrjá milljarða. Veiðileyfagjöldin eru álíka há og tóbaksgjöld í upphæðum. Við gætum til dæmis hækkað fjármagnstekjuskatt, en samt verið með lægsta fjármagnstekjuskatt á öllum norðurlöndunum. Í þriðja lagi innleitt hér tekjutengdan auðlegðarskatt. Í fjórða lagi er það virkilega forgangsmál að lækka bankaskatt í þessu árferði? Tekjurnar eru svo sannarlega fyrir hendi en það skortir pólitískan vilja til að ná í þær,“ segir hann.
Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Sjávarútvegur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira