Rannsókn á Deutsche Bank teygir anga sína til Trump Eiður Þór Árnason skrifar 20. júní 2019 11:07 Hlutabréfaverð Deutsche Bank er í sögulegum lægðum á sama tíma og starfsemi bankans er til skoðunar hjá bandarískum eftirlitsstofnunum. Getty/Win McNamee Bandarísk yfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort þýski fjármálarisinn Deutsche Bank hafi framfylgt lögum sem ætlað er að koma í veg fyrir peningaþvætti og annað glæpsamlegt athæfi. New York Times greinir frá þessu og hefur heimildir fyrir því að athugunin kunni að teygja anga sína til viðskipta Trump fjölskyldunnar. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort starfsmenn bankans hafi brugðist fyllilega við grunsamlegum peningatilfærslum. Sumar þeirra kunna að tengjast Jared Kushner, tengdasyni og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrrverandi starfsmenn bankans hafa áður tjáð sig opinberlega um tilfelli þar sem yfirmenn innan bankans hafa tekið ákvörðun um að tilkynna ekki grunsamlega virkni tengda fyrirtækjum Jared Kushner og Donald Trump. Rannsóknin á Deutsche Bank vekur athygli í ljósi þess að bankinn hefur átt í miklum viðskiptum við fyrirtæki Trump fjölskyldunnar í gegnum tíðina og er talinn vera einn þeirra helsti lánveitandi. Athugunin er sögð vera hluti af viðamikilli rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum þætti fjármálastofnana þar í landi á ólöglegu flæði fjármagns. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort þýski fjármálarisinn Deutsche Bank hafi framfylgt lögum sem ætlað er að koma í veg fyrir peningaþvætti og annað glæpsamlegt athæfi. New York Times greinir frá þessu og hefur heimildir fyrir því að athugunin kunni að teygja anga sína til viðskipta Trump fjölskyldunnar. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort starfsmenn bankans hafi brugðist fyllilega við grunsamlegum peningatilfærslum. Sumar þeirra kunna að tengjast Jared Kushner, tengdasyni og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrrverandi starfsmenn bankans hafa áður tjáð sig opinberlega um tilfelli þar sem yfirmenn innan bankans hafa tekið ákvörðun um að tilkynna ekki grunsamlega virkni tengda fyrirtækjum Jared Kushner og Donald Trump. Rannsóknin á Deutsche Bank vekur athygli í ljósi þess að bankinn hefur átt í miklum viðskiptum við fyrirtæki Trump fjölskyldunnar í gegnum tíðina og er talinn vera einn þeirra helsti lánveitandi. Athugunin er sögð vera hluti af viðamikilli rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum þætti fjármálastofnana þar í landi á ólöglegu flæði fjármagns.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03
Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46