Helgi: Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif Skúli Arnarson skrifar 30. júní 2019 19:55 Helgi Sigurðsson er að gera góða hluti í Árbænum. vísir/báraa Fylkir unnu 3-2 sigur á KA mönnum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum gríðarlega ánægður með sitt lið í kvöld. „Ég er bara hrikalega stoltur af stráknunum. Við lendum í þessum áföllum, töpum ósanngjarnt á móti Blikunum á fimmtdaginn, lendum í þessum meiðslum snemma leiks og missum mikilvæga menn útaf. Svo missum við markmanninn útaf líka en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel og voru tilbúnir að berjast. Við fundum einhvern aukakraft til að klára þetta og ég bara gæti ekki verið stoltari af strákunum.” Fylkir spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Breiðablik unnu að lokum 4-2 sigur. Það var nokkuð ljóst að sá leikur sat í Fylkismönnum sem þurftu að gera tvöfalda skiptingu um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla. „Leikurinn við Blika sat í okkur, við vissum það alveg. Við ákváðum samt að vera ekkert að tala um það. Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif og menn jafnvel orðið ennþá þreyttari. Ég talaði um það við mína menn í hálfleik að við þyrftum bara að halda áfram og sýna úr hverju við erum gerðir. Við töluðum um það fyrir mót að vera með sterkan heimavöll og að vinna svona leiki er bara einn liður í því.” Kolbeinn Birgir Finnsson hefur verið gífurlega öflugur fyrir Fylki í sumar en hann er á láni frá Brentford í Englandi. Lánssamningur hans rennur út 1.júlí og ljóst er að Fylkir vill reyna að halda honum lengur. Helgi segist ekkert vita hvort að það takist. „Hann var mögulega að leika sinn síðasta leik. Það er ekkert meira að segja við því. Við vonum auðvitað að hann verði áfram. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur og vonandi heldur hann áfram. Ég get því miður ekki sagt að hann verði klár fyrir okkur en við erum með fleiri stráka klára og ef hann fer þá erum við með nóg af mönnum til að taka við.” Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA. Helgi segir að nú taki við kærkomin hvíld. „Nú nýtum við kærkomna hvíld. Auðvitað er betra að fara inn í hvíldina með sigur á bakinu. Við vitum það að hver leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að sýna jafn mikinn karakter ef ekki meiri út á Skaga í næstu umferð.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Fylkir unnu 3-2 sigur á KA mönnum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum gríðarlega ánægður með sitt lið í kvöld. „Ég er bara hrikalega stoltur af stráknunum. Við lendum í þessum áföllum, töpum ósanngjarnt á móti Blikunum á fimmtdaginn, lendum í þessum meiðslum snemma leiks og missum mikilvæga menn útaf. Svo missum við markmanninn útaf líka en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel og voru tilbúnir að berjast. Við fundum einhvern aukakraft til að klára þetta og ég bara gæti ekki verið stoltari af strákunum.” Fylkir spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Breiðablik unnu að lokum 4-2 sigur. Það var nokkuð ljóst að sá leikur sat í Fylkismönnum sem þurftu að gera tvöfalda skiptingu um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla. „Leikurinn við Blika sat í okkur, við vissum það alveg. Við ákváðum samt að vera ekkert að tala um það. Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif og menn jafnvel orðið ennþá þreyttari. Ég talaði um það við mína menn í hálfleik að við þyrftum bara að halda áfram og sýna úr hverju við erum gerðir. Við töluðum um það fyrir mót að vera með sterkan heimavöll og að vinna svona leiki er bara einn liður í því.” Kolbeinn Birgir Finnsson hefur verið gífurlega öflugur fyrir Fylki í sumar en hann er á láni frá Brentford í Englandi. Lánssamningur hans rennur út 1.júlí og ljóst er að Fylkir vill reyna að halda honum lengur. Helgi segist ekkert vita hvort að það takist. „Hann var mögulega að leika sinn síðasta leik. Það er ekkert meira að segja við því. Við vonum auðvitað að hann verði áfram. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur og vonandi heldur hann áfram. Ég get því miður ekki sagt að hann verði klár fyrir okkur en við erum með fleiri stráka klára og ef hann fer þá erum við með nóg af mönnum til að taka við.” Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA. Helgi segir að nú taki við kærkomin hvíld. „Nú nýtum við kærkomna hvíld. Auðvitað er betra að fara inn í hvíldina með sigur á bakinu. Við vitum það að hver leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að sýna jafn mikinn karakter ef ekki meiri út á Skaga í næstu umferð.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn