Með heila þjóð á bakinu: Sex sjónvarpsstöðvar sýndu kynninguna á Joao Felix Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 14:30 Joao Felix spilar að sjálfsögðu í númer sjö hjá Atlético Madrid. Getty/Burak Akbulut/ Cristiano Ronaldo hefur verið með portúgölsku þjóðina á bakinu í fimmtán ár og nú styttist í það að hann kveðji fótboltann. Portúgalar hafa hins vegar fundið sér næstu súperstjörnu fótboltans í landinu ef marka má áhuga þjóðarinnar á Joao Felix. Spænska félagið Atlético Madrid keypti hinn nítján ára gamla Joao Felix á 126 milljónir evra í byrjun júlí en það gera átján milljarða í íslenskum krónum. Joao Felix varð um leið næstdýrasti táningur heims á eftir Kylian Mbappé og fimmti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Joao Felix tók líka efsta sætið af Cristiano Ronaldo yfir dýrasta knattspyrnumann Portúgals frá upphafi en Ronaldo kostaði Juventus „bara“ 112 milljónir evra þegar spænska félagið seldi hann til Ítalíu. Atlético Madrid borgar reyndar „bara“ 30 milljónir evra fyrir Joao Felix til að byrja með en hinar 96 milljónirnar verða greiddar í afborgunum.Joao Felix's Atletico presentation was broadcast live by SIX channels in Portugalhttps://t.co/5pQziWMrbb — B/R Football (@brfootball) July 9, 2019Joao Felix byrjaði bara fimm leiki fyrir áramót en sló í gegn eftir áramót og endaði með 20 mörk og 11 stoðsendingar í 43 leikjum. Hann skoraði meðal annars þrennu í Evrópudeildinni. Eins og áður sagði er gríðarlegur áhugi á Joao Felix í Portúgal þrátt fyrir að hann sé að yfirgefa portúgölsku deildina. Atlético Madrid hélt sérstaka kynningu á framtíðarstjörnu liðsins og það voru heilar sex portúgalskar sjónvarpsstöðvar sem sýndu hana beint. CMTV kapalstöðin í Lissabon hefur reyndar farið mörgum skrefum lengra og fjallar mjög ítarlega um alla hluti í lífi Joao Felix. Allt frá því hvað hann borgaði fyrir hádegismatinn sinn til þess hvaða næturklúbba hann heimsótti. Stöðin fór meira að segja yfir það hvaða álegg Joao Felix finnst best á pizzuna sína. Correio da Manha er helsta slúðurblaðið í Portúgal og það var með Joao Felix á forsíðunni átta daga í röð eins og sést hér fyrir neðan.João Félix está há oito dias consecutivos na capa do CM. Faz-me lembrar o slogan autárquico de Olímpio Galvão em Montemor-o-Novo: "Chiça, porra que é demais" pic.twitter.com/ehdT7tgnlp — Ruben Martins (@rubenlmartins) June 24, 2019Joao Felix var síðan „loksins“ kynntur hjá Atlético Madrid í gær og sex portúgalskar stöðvar voru með beina útsendingu en það voru stöðvarnar CMTV, RTP, SIC, TVI, Sport TV og A Bola TV. Felix manían lifir góðu lífi í Portúgal þessa dagana og nú er gríðarlega pressa á þessum nítján ára gamla strax að standa sig hjá Atlético Madrid á næstu leiktíð. Þegar Cristiano Ronaldo var á sínu nítjánda ári þá var hann að hefja sitt annað tímabil með liði Manchester United. Ronaldo skoraði 5 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004-05. Portúgal Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur verið með portúgölsku þjóðina á bakinu í fimmtán ár og nú styttist í það að hann kveðji fótboltann. Portúgalar hafa hins vegar fundið sér næstu súperstjörnu fótboltans í landinu ef marka má áhuga þjóðarinnar á Joao Felix. Spænska félagið Atlético Madrid keypti hinn nítján ára gamla Joao Felix á 126 milljónir evra í byrjun júlí en það gera átján milljarða í íslenskum krónum. Joao Felix varð um leið næstdýrasti táningur heims á eftir Kylian Mbappé og fimmti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Joao Felix tók líka efsta sætið af Cristiano Ronaldo yfir dýrasta knattspyrnumann Portúgals frá upphafi en Ronaldo kostaði Juventus „bara“ 112 milljónir evra þegar spænska félagið seldi hann til Ítalíu. Atlético Madrid borgar reyndar „bara“ 30 milljónir evra fyrir Joao Felix til að byrja með en hinar 96 milljónirnar verða greiddar í afborgunum.Joao Felix's Atletico presentation was broadcast live by SIX channels in Portugalhttps://t.co/5pQziWMrbb — B/R Football (@brfootball) July 9, 2019Joao Felix byrjaði bara fimm leiki fyrir áramót en sló í gegn eftir áramót og endaði með 20 mörk og 11 stoðsendingar í 43 leikjum. Hann skoraði meðal annars þrennu í Evrópudeildinni. Eins og áður sagði er gríðarlegur áhugi á Joao Felix í Portúgal þrátt fyrir að hann sé að yfirgefa portúgölsku deildina. Atlético Madrid hélt sérstaka kynningu á framtíðarstjörnu liðsins og það voru heilar sex portúgalskar sjónvarpsstöðvar sem sýndu hana beint. CMTV kapalstöðin í Lissabon hefur reyndar farið mörgum skrefum lengra og fjallar mjög ítarlega um alla hluti í lífi Joao Felix. Allt frá því hvað hann borgaði fyrir hádegismatinn sinn til þess hvaða næturklúbba hann heimsótti. Stöðin fór meira að segja yfir það hvaða álegg Joao Felix finnst best á pizzuna sína. Correio da Manha er helsta slúðurblaðið í Portúgal og það var með Joao Felix á forsíðunni átta daga í röð eins og sést hér fyrir neðan.João Félix está há oito dias consecutivos na capa do CM. Faz-me lembrar o slogan autárquico de Olímpio Galvão em Montemor-o-Novo: "Chiça, porra que é demais" pic.twitter.com/ehdT7tgnlp — Ruben Martins (@rubenlmartins) June 24, 2019Joao Felix var síðan „loksins“ kynntur hjá Atlético Madrid í gær og sex portúgalskar stöðvar voru með beina útsendingu en það voru stöðvarnar CMTV, RTP, SIC, TVI, Sport TV og A Bola TV. Felix manían lifir góðu lífi í Portúgal þessa dagana og nú er gríðarlega pressa á þessum nítján ára gamla strax að standa sig hjá Atlético Madrid á næstu leiktíð. Þegar Cristiano Ronaldo var á sínu nítjánda ári þá var hann að hefja sitt annað tímabil með liði Manchester United. Ronaldo skoraði 5 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004-05.
Portúgal Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira