Unnið átta deildarleiki í röð en hafa áhuga á að stækka hópinn Einar Kárason skrifar 6. júlí 2019 21:45 Rúnar Kristinsson er að gera frábæra hluti í Vesturbænum. vísir/getty „Við vorum bara flottir,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok eftir að hann og lærisveinar hans höfðu náð í áttunda sigurinn í röð með 2-1 sigri á ÍBV í Eyjum í kvöld. „Við vorum massívir til baka og eins og ég sagði fyrir leik þá yrði þetta ekki fallegur fótboltaleikur. Þetta voru langir boltar og barátta um fyrsta og annan bolta. Völlurinn bauð kannski ekki upp á neitt meira. Við mættum hér til að berjast gegn sterku Eyjaliði.” „Ég er með reynda og gamla leikmenn með mikla reynslu, getu og kunnáttu. Við höfum náð undanfarið að stjórna hraðanum í leiknum og ráða ferðinni. Það er mikilvægt að skora fyrsta markið eins og í dag. Það hjálpar ofboðslega mikið. „Rútínan í liðinu er orðin góð. Menn vita hvað til er ætlast af hverjum og einum og þeir vita sjálfir til hvers er ætlað af manninum við hliðina á þeim. Hlutverkin eru skýr. Okkar stjórn á liðinu er þannig að við sjáum til þess að mönnum líði vel og þeir viti hvað þeir eru að gera þegar þeir fara inn á völlinn.” Leikurinn bauð kannski ekki upp á mikið en það skal gefa hrós á það sem gott var, eins og fyrsta mark leiksins. „Það var smá spil í kringum það. Arnþór Ingi á geggjaða sendingu yfir á Óskar. Við náum að skipta frá hægri yfir á vinstri á Skara sem lendir í einum á móti einum. Það vill enginn lenda í því inni í teig á móti Óskari.“ „Hann getur farið á hægri og vinstri og þarna fer hann á vinstri og smellhittir hann upp í þaknetið. Við getum þá aðeins róað taugarnar. Það er erfitt að spila hérna. Þetta mark gefur okkur mikið traust og trú á verkefninu. Eftir það fannst mér við spila mun betur og fylgjum því eftir með fínu marki í seinni hálfleik.” „Þú skapar þína eigin heppni. Við erum búnir að skapa okkur trú núna með því að vinna marga leiki í röð. Við höfum óbilandi trú á verkefninu. Trú á að við getum skorað og varist vel. Við erum bara solid sem liðsheild og hópur. Ég er ánægður með alla strákana í mínu liði. Trúin skiptir miklu og að vinna leik eftir leik hjálpar mönnum að öðlast meiri trú.” Félagaskiptaglugginn er opinn og Rúnar segir að KR séu að skoða sín mál. „Við höfum áhuga á að stækka hópinn aðeins. Við missum Alex Frey (Hilmarsson) úr okkar hóp og það er slæmt. Við setjumst niður og athugum hvort möguleiki sé að gera eitthvað. Möguleikar okkar eru ekki miklir en við ætlum að reyna og sjá.“ „Á meðan glugginn er opinn þá höfum við augun opin og sjáum hvað setur. Það er mikilvægt að geta tekið inn ferskar lappir fyrir haustið. Við erum ekkert að yngjast allir í liðinu okkar og við erum að hugsa til framtíðar. Sjá til þess að við séum með menn sem eru tilbúnir að taka við af þeim sem eldri eru,” sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina. 6. júlí 2019 19:45 Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld. 6. júlí 2019 19:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar. 6. júlí 2019 20:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Við vorum bara flottir,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok eftir að hann og lærisveinar hans höfðu náð í áttunda sigurinn í röð með 2-1 sigri á ÍBV í Eyjum í kvöld. „Við vorum massívir til baka og eins og ég sagði fyrir leik þá yrði þetta ekki fallegur fótboltaleikur. Þetta voru langir boltar og barátta um fyrsta og annan bolta. Völlurinn bauð kannski ekki upp á neitt meira. Við mættum hér til að berjast gegn sterku Eyjaliði.” „Ég er með reynda og gamla leikmenn með mikla reynslu, getu og kunnáttu. Við höfum náð undanfarið að stjórna hraðanum í leiknum og ráða ferðinni. Það er mikilvægt að skora fyrsta markið eins og í dag. Það hjálpar ofboðslega mikið. „Rútínan í liðinu er orðin góð. Menn vita hvað til er ætlast af hverjum og einum og þeir vita sjálfir til hvers er ætlað af manninum við hliðina á þeim. Hlutverkin eru skýr. Okkar stjórn á liðinu er þannig að við sjáum til þess að mönnum líði vel og þeir viti hvað þeir eru að gera þegar þeir fara inn á völlinn.” Leikurinn bauð kannski ekki upp á mikið en það skal gefa hrós á það sem gott var, eins og fyrsta mark leiksins. „Það var smá spil í kringum það. Arnþór Ingi á geggjaða sendingu yfir á Óskar. Við náum að skipta frá hægri yfir á vinstri á Skara sem lendir í einum á móti einum. Það vill enginn lenda í því inni í teig á móti Óskari.“ „Hann getur farið á hægri og vinstri og þarna fer hann á vinstri og smellhittir hann upp í þaknetið. Við getum þá aðeins róað taugarnar. Það er erfitt að spila hérna. Þetta mark gefur okkur mikið traust og trú á verkefninu. Eftir það fannst mér við spila mun betur og fylgjum því eftir með fínu marki í seinni hálfleik.” „Þú skapar þína eigin heppni. Við erum búnir að skapa okkur trú núna með því að vinna marga leiki í röð. Við höfum óbilandi trú á verkefninu. Trú á að við getum skorað og varist vel. Við erum bara solid sem liðsheild og hópur. Ég er ánægður með alla strákana í mínu liði. Trúin skiptir miklu og að vinna leik eftir leik hjálpar mönnum að öðlast meiri trú.” Félagaskiptaglugginn er opinn og Rúnar segir að KR séu að skoða sín mál. „Við höfum áhuga á að stækka hópinn aðeins. Við missum Alex Frey (Hilmarsson) úr okkar hóp og það er slæmt. Við setjumst niður og athugum hvort möguleiki sé að gera eitthvað. Möguleikar okkar eru ekki miklir en við ætlum að reyna og sjá.“ „Á meðan glugginn er opinn þá höfum við augun opin og sjáum hvað setur. Það er mikilvægt að geta tekið inn ferskar lappir fyrir haustið. Við erum ekkert að yngjast allir í liðinu okkar og við erum að hugsa til framtíðar. Sjá til þess að við séum með menn sem eru tilbúnir að taka við af þeim sem eldri eru,” sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina. 6. júlí 2019 19:45 Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld. 6. júlí 2019 19:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar. 6. júlí 2019 20:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina. 6. júlí 2019 19:45
Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld. 6. júlí 2019 19:59
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar. 6. júlí 2019 20:00