Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Einar Kárason skrifar 6. júlí 2019 19:59 Gary í leik með Val fyrr í sumar. vísir/daníel „Það er gott að vera mættur aftur,” sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn KR. Lekurinn var fyrsti leikur Gary fyrir Eyjamenn en það byrjar ekki vel. Liðið tapaði 2-0 fyrir toppliðinu og er fast við botninn. „Ég hefði getað skorað tvö. Hefði ég verið að spila undanfarnar sex vikur þá hefði ég skorað. Það er aldrei gott að tapa en við mætum aftur næstu helgi. Hver leikur er úrslitaleikur.” „Það er mikill munur á að spila í liði á toppnum og svo á botninum. Ég hefði ekki þurft að koma til ÍBV. Ég vildi koma hingað til að koma mér aftur af stað. Ég hefði getað farið í lið um miðja deild og haft það þægilegt en ég vildi koma hingað. Mig langar að halda liðinu í deildinni. Þetta er frábær klúbbur og allir hafa hugsað vel um mig síðan ég kom hingað.” „Í dag eru Óskar munurinn á liðunum. Hann hefur verið munurinn síðustu 10 ár fyrir KR og það sést á markinu hans. Hann er vinstri fótar maður og allir vita það en samt kemst hann alltaf á vinstri. Það drap okkur í dag. Við brugðumst vel við. Við vorum á pari við þá líkamlega og í hlaupagetu.” Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en það voru einstaklingsgæði sem breyttu leiknum. „Þetta var ekki fótboltaleikur. Við gerðum völlinn þurran og ósléttan sem dregur úr gæðum en það mun skila okkur stigum. Toppliðin vilja ekki spila hérna. Gæði Óskars er það skilur liðin í sundur. Ég hefði átt að jafna 1-1 en við mætum aftur næstu helgi gegn FH og við munum veita þeim leik og vonandi ná í stig.” „Ég hef spilað fyrir fimm lið á Íslandi og þetta lið er of gott til að fara niður. Þegar við vinnum einn leik gefur það okkur möguleika. Við erum með nýjan stjóra og allir eru sáttir. Það er kraftur í þessu liði og þetta mun koma. Allir á eyjunni standa við bakið á okkur. Þetta lið verður að vera í Pepsi deildinni. Það eru 11 leikir eftir svo þetta er ekki búið.” „Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum. Ég hef unnið allt hér. Ég valdi ÍBV því ég taldi það vera minn besta möguleika til að koma mér af stað aftur. Ég þarf að gefa allt í hvern einasta leik. Ég þarf að gefa allt mitt því liðið mitt þarf á mér að halda.” „Ég legg mitt af mörkum. Ég geri allt til að finna gleðina aftur. Í Val glataði ég því öllu. Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta. Þeir gjörsamlega tæmdu mig. Þetta var það besta í stöðunni fyrir mig. Hér er ég einn og get einbeitt mér að verkefninu og notið þess að spila fótbolta.” Langt er síðan Gary spilaði heilar 90 mínútur en hann var brattur eftir leik dagsins. „Ég átti ágætan leik. Ég hefði átt að skora. Ég er ánægður. 90 mínútur og enginn krampi. Ég er í flottu formi. Ég hef ekki spilað í 6 vikur en ég held mér í góðu standi og tek þessu alvarlega. Eina slæma við þetta er að við fengum engin stig en það er gott að vera kominn aftur. Stuðningsmennirnir hafa tekið vel við mér. Þeir voru frábærir og mér þótti vænt um það.” „Ef við höldum okkur í deildinni mun ég tala fyrst við ÍBV áður en ég ræði við önnur lið. ÍBV á það inni hjá mér. Þeir gáfu mér þetta tækifæri. Ég vil halda liðinu í deildinni. Það er markmið númer eitt. Þetta lið á að vera í efstu deild.” „Það er gott að búa hérna. Það er friðsælt og það sem ég þarf eftir það sem á undan hefur gengið. Ég hef lítið hugsað út í þetta. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og sjáum svo til hvað gerist,” sagði Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Það er gott að vera mættur aftur,” sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn KR. Lekurinn var fyrsti leikur Gary fyrir Eyjamenn en það byrjar ekki vel. Liðið tapaði 2-0 fyrir toppliðinu og er fast við botninn. „Ég hefði getað skorað tvö. Hefði ég verið að spila undanfarnar sex vikur þá hefði ég skorað. Það er aldrei gott að tapa en við mætum aftur næstu helgi. Hver leikur er úrslitaleikur.” „Það er mikill munur á að spila í liði á toppnum og svo á botninum. Ég hefði ekki þurft að koma til ÍBV. Ég vildi koma hingað til að koma mér aftur af stað. Ég hefði getað farið í lið um miðja deild og haft það þægilegt en ég vildi koma hingað. Mig langar að halda liðinu í deildinni. Þetta er frábær klúbbur og allir hafa hugsað vel um mig síðan ég kom hingað.” „Í dag eru Óskar munurinn á liðunum. Hann hefur verið munurinn síðustu 10 ár fyrir KR og það sést á markinu hans. Hann er vinstri fótar maður og allir vita það en samt kemst hann alltaf á vinstri. Það drap okkur í dag. Við brugðumst vel við. Við vorum á pari við þá líkamlega og í hlaupagetu.” Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en það voru einstaklingsgæði sem breyttu leiknum. „Þetta var ekki fótboltaleikur. Við gerðum völlinn þurran og ósléttan sem dregur úr gæðum en það mun skila okkur stigum. Toppliðin vilja ekki spila hérna. Gæði Óskars er það skilur liðin í sundur. Ég hefði átt að jafna 1-1 en við mætum aftur næstu helgi gegn FH og við munum veita þeim leik og vonandi ná í stig.” „Ég hef spilað fyrir fimm lið á Íslandi og þetta lið er of gott til að fara niður. Þegar við vinnum einn leik gefur það okkur möguleika. Við erum með nýjan stjóra og allir eru sáttir. Það er kraftur í þessu liði og þetta mun koma. Allir á eyjunni standa við bakið á okkur. Þetta lið verður að vera í Pepsi deildinni. Það eru 11 leikir eftir svo þetta er ekki búið.” „Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum. Ég hef unnið allt hér. Ég valdi ÍBV því ég taldi það vera minn besta möguleika til að koma mér af stað aftur. Ég þarf að gefa allt í hvern einasta leik. Ég þarf að gefa allt mitt því liðið mitt þarf á mér að halda.” „Ég legg mitt af mörkum. Ég geri allt til að finna gleðina aftur. Í Val glataði ég því öllu. Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta. Þeir gjörsamlega tæmdu mig. Þetta var það besta í stöðunni fyrir mig. Hér er ég einn og get einbeitt mér að verkefninu og notið þess að spila fótbolta.” Langt er síðan Gary spilaði heilar 90 mínútur en hann var brattur eftir leik dagsins. „Ég átti ágætan leik. Ég hefði átt að skora. Ég er ánægður. 90 mínútur og enginn krampi. Ég er í flottu formi. Ég hef ekki spilað í 6 vikur en ég held mér í góðu standi og tek þessu alvarlega. Eina slæma við þetta er að við fengum engin stig en það er gott að vera kominn aftur. Stuðningsmennirnir hafa tekið vel við mér. Þeir voru frábærir og mér þótti vænt um það.” „Ef við höldum okkur í deildinni mun ég tala fyrst við ÍBV áður en ég ræði við önnur lið. ÍBV á það inni hjá mér. Þeir gáfu mér þetta tækifæri. Ég vil halda liðinu í deildinni. Það er markmið númer eitt. Þetta lið á að vera í efstu deild.” „Það er gott að búa hérna. Það er friðsælt og það sem ég þarf eftir það sem á undan hefur gengið. Ég hef lítið hugsað út í þetta. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og sjáum svo til hvað gerist,” sagði Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira