Íslenski boltinn

Var þessi bolti inni? | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grindvíkingar voru ekki ánægðir með dómarateymið í leik þeirra gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi.

Grindvíkingar vildu meina að þeir hefðu skorað mark í síðari hálfleik er Sigurður Bjartur Hallsson virtist koma boltanum framhjá Haraldi Björnssyni í markinu.

Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, virtist í fyrstu dæma mark en eftir spjall við aðstoðardómarann, Jóhann Gunnar Guðmundsson, dæmdi hann ekki mark.

Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við Vísi eftir leikinn að hann myndi bjóða Jóhanni Gunnari í mat ef þessi ákvörðun hafi verið rétt hjá honum.

Stjörnumenn skoruðu einnig mark sem var dæmt af en bæði þessi atvik má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×