„Ef Jóhann Gunnar hefur rétt fyrir sér þá ætla ég bara að bjóða honum í mat“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2019 22:10 Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur. vísir/bára Grindavík náði í kvöld í dýrmætt stig gegn Stjörnunni í Pepsi Max deild karla. Leikurinn fór 0-0 en Grindavík átti jafnvel skilið öll stigin þrjú. Grindjánar eru bæði búnir að fá fæst mörk á sig í deildinni í sumar og skora fæst en þeir spila gríðarlega þéttan varnarleik. „Ég held að við höfum átt skilið sigurinn miðað við frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst við bara vera geggjaðir í seinni hálfleik. Við sýndum að við getum líka spilað góðan fótbolta,” sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur að leik loknum um frammistöðu sinna manna. Sigurður Bjartur Hallson fékk skalla af stuttu færi í seinni hálfleik sem Haraldur Björnsson varði en boltinn gæti mögulega hafa farið yfir línuna. Fyrst virðist eins og Þorvaldur Árnason dómari leiksins hafi dæmt mark en síðan skiptir hann um skoðun og gefur Stjörnunni boltann. „Við fengum dauðafæri til að vinna þennan leik. Síðan er mark sem var dæmt af sem verður að sjá betur. Ef Jóhann Gunnar hefur rétt fyrir sér þá ætla ég bara að bjóða honum í mat.” Hvert mynduð þið fara út að borða? „Hann má velja.” Framkvæmdin í kringum þennan dóm var smá furðuleg. Allir á vellinum héldu að dómarinn hafi dæmt mark en síðan snýr hann sér við og gefur Stjörnunni boltann og uppkast. Grindjánar voru verulega ósáttir. „Það voru leikmenn hjá mér sem stóðu nálægt markinu sem voru bara að standa og bíða eftir að dómarinn dæmi mark. Þeir vilja meina að boltinn hafi verið langt fyrir innan. Jóhann er einn af okkar bestu aðstoðardómurum og hann tekur bara sína ákvörðun en við verðum að sjá þetta betur.” „Mer sýnist Þorvaldur upprunulega dæma mark en breyti síðan um skoðun eftir að tala við Jóhann. Við getum hinsvegar ekki breytt þessu núna.” Varnarleikur Grindavíkur var góður í kvöld en þeir hleyptu ekki mörgum færum á sig. Það hefur hinsvegar vantað uppá mörkin hjá Grindavík í sumar en þeir eru ekki búnir að skora í seinustu 3 deildarleikjum. „Við erum búnir að spila varnarleikinn rosalega vel yfir sumarið. Ég vill meina að við séum Atletico Madrid íslensku deildarinnar. Það þarf bara að skora markið, við fengum alveg góð færi í dag. Þetta hlýtur að fara að koma hjá okkur.” Oscar Manuel Conde Cruz spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík. Hann kom inná á 70. mínútu og gerði góða hluti fyrir spilið hjá Grindavík. „Hann var bara nokkuð sprækur. Hann kom fyrir tveimur dögum síðan og er bara að koma inn í þetta. Ég vonast eftir miklu frá honum.” Oscar Manuel eða Primo eins og hann er kallaður fékk dauðafæri fljótlega eftir að hann kom inná þegar hann komst einn í gegn á móti Haraldi Björnssyni markmanni Stjörnunnar. En átti hann ekki að skora úr þessu? „Alveg klárlega. Ég hefði skorað úr þessu færi í spariskónum í mínum.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Grindavík náði í kvöld í dýrmætt stig gegn Stjörnunni í Pepsi Max deild karla. Leikurinn fór 0-0 en Grindavík átti jafnvel skilið öll stigin þrjú. Grindjánar eru bæði búnir að fá fæst mörk á sig í deildinni í sumar og skora fæst en þeir spila gríðarlega þéttan varnarleik. „Ég held að við höfum átt skilið sigurinn miðað við frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst við bara vera geggjaðir í seinni hálfleik. Við sýndum að við getum líka spilað góðan fótbolta,” sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur að leik loknum um frammistöðu sinna manna. Sigurður Bjartur Hallson fékk skalla af stuttu færi í seinni hálfleik sem Haraldur Björnsson varði en boltinn gæti mögulega hafa farið yfir línuna. Fyrst virðist eins og Þorvaldur Árnason dómari leiksins hafi dæmt mark en síðan skiptir hann um skoðun og gefur Stjörnunni boltann. „Við fengum dauðafæri til að vinna þennan leik. Síðan er mark sem var dæmt af sem verður að sjá betur. Ef Jóhann Gunnar hefur rétt fyrir sér þá ætla ég bara að bjóða honum í mat.” Hvert mynduð þið fara út að borða? „Hann má velja.” Framkvæmdin í kringum þennan dóm var smá furðuleg. Allir á vellinum héldu að dómarinn hafi dæmt mark en síðan snýr hann sér við og gefur Stjörnunni boltann og uppkast. Grindjánar voru verulega ósáttir. „Það voru leikmenn hjá mér sem stóðu nálægt markinu sem voru bara að standa og bíða eftir að dómarinn dæmi mark. Þeir vilja meina að boltinn hafi verið langt fyrir innan. Jóhann er einn af okkar bestu aðstoðardómurum og hann tekur bara sína ákvörðun en við verðum að sjá þetta betur.” „Mer sýnist Þorvaldur upprunulega dæma mark en breyti síðan um skoðun eftir að tala við Jóhann. Við getum hinsvegar ekki breytt þessu núna.” Varnarleikur Grindavíkur var góður í kvöld en þeir hleyptu ekki mörgum færum á sig. Það hefur hinsvegar vantað uppá mörkin hjá Grindavík í sumar en þeir eru ekki búnir að skora í seinustu 3 deildarleikjum. „Við erum búnir að spila varnarleikinn rosalega vel yfir sumarið. Ég vill meina að við séum Atletico Madrid íslensku deildarinnar. Það þarf bara að skora markið, við fengum alveg góð færi í dag. Þetta hlýtur að fara að koma hjá okkur.” Oscar Manuel Conde Cruz spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Grindavík. Hann kom inná á 70. mínútu og gerði góða hluti fyrir spilið hjá Grindavík. „Hann var bara nokkuð sprækur. Hann kom fyrir tveimur dögum síðan og er bara að koma inn í þetta. Ég vonast eftir miklu frá honum.” Oscar Manuel eða Primo eins og hann er kallaður fékk dauðafæri fljótlega eftir að hann kom inná þegar hann komst einn í gegn á móti Haraldi Björnssyni markmanni Stjörnunnar. En átti hann ekki að skora úr þessu? „Alveg klárlega. Ég hefði skorað úr þessu færi í spariskónum í mínum.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira