Blása til herferðar gegn steranotkun í ræktinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 18:45 Lyfjaeftirlit Íslands mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. Tilefnið er ærið að sögn sérfræðings, steranotkun sé almenn á Íslandi en þá sé ekki hægt að nota án aukaverkana, sem geti jafnvel verið banvænar. Ýmislegt bendir til þess að notkun stera sé tiltölulega almenn á Íslandi, að sögn innkirtlasérfræðings á Landspítalanum. Erlendar rannsóknir bendi til að um 5-6 prósent karla noti stera einhvern tímann á lífsleiðinni og ekkert bendi til þess að notkunin sé minni hér á landi. Þannig ávísi íslenskir læknar sjöfalt meira magni af testósteróni en gert er í Danmörku. „Ástæðurnar fyrir því vitum við ekki, en þetta endurspeglar kannski þær fyrirmyndir og andrúmsloftið sem er í samfélaginu, segir Tómas Þór Ágústsson. Vísar hann þar meðal annars til þess að steranotendur eru sífellt að verða yngri og afstaða þeirra til efnanna sé jákvæðari en tilefni sé til. Það sé mat hans og Lyfjaeftirlits Íslands að þar spili fordæmi stóra rullu. „Það er allt of mikið af óheilbrigðum og fölskum fyrirmyndum í íslensku samfélagi í dag að okkar mati,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.vísir/sigurjónVið þessu vill Lyfjaeftirlitið sporna og hefur því fundað með fulltrúum nokkurra líkamsræktarstöðva um herferð, sem eftirlitið mun blása til í haust til að draga úr steranotkun landsmanna. Henni er ekki síst beint að starfsfólki og að sögn framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlitsins hafa líkamsræktarstöðvarnar almennt tekið vel í framtakið. Hins vegar hafi nokkrir stórar stöðvar sýnt herferðinni lítinn áhuga. „Það vantar ennþá töluvert upp á að okkar mati, en við erum mjög bjartsýn á að fleiri muni taka þátt þegar fram líða stundir,“ segir Birgir.Beðið með lyfjaprófanir Það sé nefnilega ýmislegt sem starfsfólk líkamsræktarstöðva getur gert til að draga úr notkun stera. Nefnir Birgir í því samhengi að það geti farið fram með góðu fordæmi, stunda hreina og heilbrigða ríkamsrækt og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. „Þekkja einkenni þeirra sem eru í áhættuhópi, leiðbeina þeim, tala um þetta opinskátt og stuðla að heilbrigði líkamsmynd,“ segir Birgir. Uppi hafa verið hugmyndir um að lyfjaprófa korthafa íslenskra líkamsræktastöðva, að danskri fyrirmynd. Birgir segir hins vegar að í þessari herferð verði ekki gerð krafa um slíkar prófanir, þær hugmyndir séu þó ennþá uppi á borðinu. Hann segir tilefnið ærið enda séu hætturnar af steranotkun fjölmargar, þó svo að þær séu endilega ekki augljósar notandanum frá upphafi. „Vissar aukaverkanir koma fram mjög hratt, eins og t.d. bólumyndun og breyting á hárvexti o.s.frv. Önnur áhrif, eins og t.d. áhætta af krabbameini, hjartaáföllum og öðru kemur hins vegar ekki fram fyrr en einhverjum áratugum eftir að notkuninni lýkur,“ segir Tómas. Norrænar rannsóknir sýni jafnframt að lífslíkur steranotenda séu ekki beisnar, auk þess sem sjálfsmorðstíðni sé há meðal fyrrverandi notenda. „Dánartíðni þeirra, á ákveðnu rannsóknartímabili, er þrisvar sinnum hærra en meðal þeirra sem ekki hafa notað stera.“ Það sé því ábyrgðarhluti hjá líkamsræktarstöðvum að koma í veg fyrir steranotkun. „Að vera stærsti þjónustuaðili lýðheilsu í landinu, sem eru líkamsræktarstöðvarnar saman, því fylgir samfélagslega ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Meirihluti velferðarnefndar varði töluverðum tíma í að ræða líkamsræktarstöðvar. 6. júní 2018 16:39 Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15 Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Lyfjaeftirlit Íslands mun ráðast í herferð í haust til að sporna við steranotkun á líkamsræktarstöðvum landsins. Tilefnið er ærið að sögn sérfræðings, steranotkun sé almenn á Íslandi en þá sé ekki hægt að nota án aukaverkana, sem geti jafnvel verið banvænar. Ýmislegt bendir til þess að notkun stera sé tiltölulega almenn á Íslandi, að sögn innkirtlasérfræðings á Landspítalanum. Erlendar rannsóknir bendi til að um 5-6 prósent karla noti stera einhvern tímann á lífsleiðinni og ekkert bendi til þess að notkunin sé minni hér á landi. Þannig ávísi íslenskir læknar sjöfalt meira magni af testósteróni en gert er í Danmörku. „Ástæðurnar fyrir því vitum við ekki, en þetta endurspeglar kannski þær fyrirmyndir og andrúmsloftið sem er í samfélaginu, segir Tómas Þór Ágústsson. Vísar hann þar meðal annars til þess að steranotendur eru sífellt að verða yngri og afstaða þeirra til efnanna sé jákvæðari en tilefni sé til. Það sé mat hans og Lyfjaeftirlits Íslands að þar spili fordæmi stóra rullu. „Það er allt of mikið af óheilbrigðum og fölskum fyrirmyndum í íslensku samfélagi í dag að okkar mati,“ segir Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.Tómas Þór Ágústsson, innkirtlasérfræðingur á Landspítalanum.vísir/sigurjónVið þessu vill Lyfjaeftirlitið sporna og hefur því fundað með fulltrúum nokkurra líkamsræktarstöðva um herferð, sem eftirlitið mun blása til í haust til að draga úr steranotkun landsmanna. Henni er ekki síst beint að starfsfólki og að sögn framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlitsins hafa líkamsræktarstöðvarnar almennt tekið vel í framtakið. Hins vegar hafi nokkrir stórar stöðvar sýnt herferðinni lítinn áhuga. „Það vantar ennþá töluvert upp á að okkar mati, en við erum mjög bjartsýn á að fleiri muni taka þátt þegar fram líða stundir,“ segir Birgir.Beðið með lyfjaprófanir Það sé nefnilega ýmislegt sem starfsfólk líkamsræktarstöðva getur gert til að draga úr notkun stera. Nefnir Birgir í því samhengi að það geti farið fram með góðu fordæmi, stunda hreina og heilbrigða ríkamsrækt og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. „Þekkja einkenni þeirra sem eru í áhættuhópi, leiðbeina þeim, tala um þetta opinskátt og stuðla að heilbrigði líkamsmynd,“ segir Birgir. Uppi hafa verið hugmyndir um að lyfjaprófa korthafa íslenskra líkamsræktastöðva, að danskri fyrirmynd. Birgir segir hins vegar að í þessari herferð verði ekki gerð krafa um slíkar prófanir, þær hugmyndir séu þó ennþá uppi á borðinu. Hann segir tilefnið ærið enda séu hætturnar af steranotkun fjölmargar, þó svo að þær séu endilega ekki augljósar notandanum frá upphafi. „Vissar aukaverkanir koma fram mjög hratt, eins og t.d. bólumyndun og breyting á hárvexti o.s.frv. Önnur áhrif, eins og t.d. áhætta af krabbameini, hjartaáföllum og öðru kemur hins vegar ekki fram fyrr en einhverjum áratugum eftir að notkuninni lýkur,“ segir Tómas. Norrænar rannsóknir sýni jafnframt að lífslíkur steranotenda séu ekki beisnar, auk þess sem sjálfsmorðstíðni sé há meðal fyrrverandi notenda. „Dánartíðni þeirra, á ákveðnu rannsóknartímabili, er þrisvar sinnum hærra en meðal þeirra sem ekki hafa notað stera.“ Það sé því ábyrgðarhluti hjá líkamsræktarstöðvum að koma í veg fyrir steranotkun. „Að vera stærsti þjónustuaðili lýðheilsu í landinu, sem eru líkamsræktarstöðvarnar saman, því fylgir samfélagslega ábyrgð,“ segir framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Meirihluti velferðarnefndar varði töluverðum tíma í að ræða líkamsræktarstöðvar. 6. júní 2018 16:39 Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15 Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Meirihluti velferðarnefndar varði töluverðum tíma í að ræða líkamsræktarstöðvar. 6. júní 2018 16:39
Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15
Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24