Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2019 12:30 Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions. Vísir/Vilhelm Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. Lögmaður fyrirtækjanna tveggja segir gott að málinu sé lokið og gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum. Deilur hafa ríkt milli félaganna en forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku. Degi eftir að greiðslugáttin var opnuð lokaði Valitor á hana. Í fréttablaðinu í dag kemur fram að í dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að riftun samningsins hafi verið ólögmæt, en síðan þá hafa deilur snúist um skaðabótakröfu vegna riftunar. Skaðabótakrafan hljóðar upp á 1.2 milljarða króna og segir lögmaður Datacell og SPP blendnar tilfinningar fylgja slíku samkomulagi. „Það má segja að þegar samkomulag er gert þá eru það oft blendnar tilfinningar. Menn ná ekki öllu sínu fram eins og upp var lagt með. Það er stundum sagt í lögmennsku að bestu sættirnar séu þær sem báðir aðilar eru ósáttir við. Ætli það sé ekki staðan í dag. En það er hins vegar bara gott að þessu máli sé lokið. Nú er hægt að henda þessu aftur fyrir sig og snúa sér að öðru,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segist búast við því að starfsemi og rekstur WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum enda er SPP rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar. „Já sko það er SPP sem er minn umbjóðandi sem er rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, þannig já ég gef mér það að starfsemi og rekstur wikileaks muni njóta góðs af þessu án þess að ég viti nákvæmlega hvernig þessu verði háttað,“ sagði Sveinn Andri. Í fréttatilkynningu frá Valitor kemur fram að gagnkvæmur trúnaður ríki um efni samkomulagsins og verði því ekki greint frekar frá einstökum atriðum þess. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor segir að til grundvallar samkomulaginu hafi legið mat á hagsmunum Valitor auk þess sem horft var til söluferlis félagsins.Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust af Valitor 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar.Fréttablaðið/Stefán WikiLeaks Tengdar fréttir Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. 4. júlí 2019 06:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. Lögmaður fyrirtækjanna tveggja segir gott að málinu sé lokið og gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum. Deilur hafa ríkt milli félaganna en forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku. Degi eftir að greiðslugáttin var opnuð lokaði Valitor á hana. Í fréttablaðinu í dag kemur fram að í dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að riftun samningsins hafi verið ólögmæt, en síðan þá hafa deilur snúist um skaðabótakröfu vegna riftunar. Skaðabótakrafan hljóðar upp á 1.2 milljarða króna og segir lögmaður Datacell og SPP blendnar tilfinningar fylgja slíku samkomulagi. „Það má segja að þegar samkomulag er gert þá eru það oft blendnar tilfinningar. Menn ná ekki öllu sínu fram eins og upp var lagt með. Það er stundum sagt í lögmennsku að bestu sættirnar séu þær sem báðir aðilar eru ósáttir við. Ætli það sé ekki staðan í dag. En það er hins vegar bara gott að þessu máli sé lokið. Nú er hægt að henda þessu aftur fyrir sig og snúa sér að öðru,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segist búast við því að starfsemi og rekstur WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum enda er SPP rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar. „Já sko það er SPP sem er minn umbjóðandi sem er rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, þannig já ég gef mér það að starfsemi og rekstur wikileaks muni njóta góðs af þessu án þess að ég viti nákvæmlega hvernig þessu verði háttað,“ sagði Sveinn Andri. Í fréttatilkynningu frá Valitor kemur fram að gagnkvæmur trúnaður ríki um efni samkomulagsins og verði því ekki greint frekar frá einstökum atriðum þess. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor segir að til grundvallar samkomulaginu hafi legið mat á hagsmunum Valitor auk þess sem horft var til söluferlis félagsins.Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust af Valitor 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar.Fréttablaðið/Stefán
WikiLeaks Tengdar fréttir Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. 4. júlí 2019 06:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. 4. júlí 2019 06:15