Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2019 12:30 Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions. Vísir/Vilhelm Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. Lögmaður fyrirtækjanna tveggja segir gott að málinu sé lokið og gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum. Deilur hafa ríkt milli félaganna en forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku. Degi eftir að greiðslugáttin var opnuð lokaði Valitor á hana. Í fréttablaðinu í dag kemur fram að í dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að riftun samningsins hafi verið ólögmæt, en síðan þá hafa deilur snúist um skaðabótakröfu vegna riftunar. Skaðabótakrafan hljóðar upp á 1.2 milljarða króna og segir lögmaður Datacell og SPP blendnar tilfinningar fylgja slíku samkomulagi. „Það má segja að þegar samkomulag er gert þá eru það oft blendnar tilfinningar. Menn ná ekki öllu sínu fram eins og upp var lagt með. Það er stundum sagt í lögmennsku að bestu sættirnar séu þær sem báðir aðilar eru ósáttir við. Ætli það sé ekki staðan í dag. En það er hins vegar bara gott að þessu máli sé lokið. Nú er hægt að henda þessu aftur fyrir sig og snúa sér að öðru,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segist búast við því að starfsemi og rekstur WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum enda er SPP rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar. „Já sko það er SPP sem er minn umbjóðandi sem er rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, þannig já ég gef mér það að starfsemi og rekstur wikileaks muni njóta góðs af þessu án þess að ég viti nákvæmlega hvernig þessu verði háttað,“ sagði Sveinn Andri. Í fréttatilkynningu frá Valitor kemur fram að gagnkvæmur trúnaður ríki um efni samkomulagsins og verði því ekki greint frekar frá einstökum atriðum þess. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor segir að til grundvallar samkomulaginu hafi legið mat á hagsmunum Valitor auk þess sem horft var til söluferlis félagsins.Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust af Valitor 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar.Fréttablaðið/Stefán WikiLeaks Tengdar fréttir Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. 4. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. Lögmaður fyrirtækjanna tveggja segir gott að málinu sé lokið og gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum. Deilur hafa ríkt milli félaganna en forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku. Degi eftir að greiðslugáttin var opnuð lokaði Valitor á hana. Í fréttablaðinu í dag kemur fram að í dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að riftun samningsins hafi verið ólögmæt, en síðan þá hafa deilur snúist um skaðabótakröfu vegna riftunar. Skaðabótakrafan hljóðar upp á 1.2 milljarða króna og segir lögmaður Datacell og SPP blendnar tilfinningar fylgja slíku samkomulagi. „Það má segja að þegar samkomulag er gert þá eru það oft blendnar tilfinningar. Menn ná ekki öllu sínu fram eins og upp var lagt með. Það er stundum sagt í lögmennsku að bestu sættirnar séu þær sem báðir aðilar eru ósáttir við. Ætli það sé ekki staðan í dag. En það er hins vegar bara gott að þessu máli sé lokið. Nú er hægt að henda þessu aftur fyrir sig og snúa sér að öðru,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segist búast við því að starfsemi og rekstur WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum enda er SPP rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar. „Já sko það er SPP sem er minn umbjóðandi sem er rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, þannig já ég gef mér það að starfsemi og rekstur wikileaks muni njóta góðs af þessu án þess að ég viti nákvæmlega hvernig þessu verði háttað,“ sagði Sveinn Andri. Í fréttatilkynningu frá Valitor kemur fram að gagnkvæmur trúnaður ríki um efni samkomulagsins og verði því ekki greint frekar frá einstökum atriðum þess. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor segir að til grundvallar samkomulaginu hafi legið mat á hagsmunum Valitor auk þess sem horft var til söluferlis félagsins.Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust af Valitor 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar.Fréttablaðið/Stefán
WikiLeaks Tengdar fréttir Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. 4. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. 4. júlí 2019 06:15