Ekki bara Brexit Michael Nevin skrifar 4. júlí 2019 07:30 Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um „Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Styrkleikar Bretlands haldast áfram hinir sömu. Lýðræði er greinilega enn við lýði, virkar vel og veitir aðhald, og stofnanir okkar halda áfram að starfa faglega í gegnum hinn pólitíska stórsjó. „Keep calm and carry on.“ Í gegnum alla pólitísku óvissuna heldur efnahagslíf Bretlands enn áfram að vaxa, jafnvel meira en hjá sumum af hinum stærstu hagkerfum Evrópu á síðasta ári. Atvinnuleysi hefur aldrei mælst jafn lágt. Bretland er eftir sem áður helsti áfangastaður fyrir erlendar fjárfestingar í Evrópu. Á síðastliðnu ári voru 13 „einhyrnings“-fyrirtæki í Bretlandi (sprotafyrirtæki sem eru metin á einn milljarð Bandaríkjadala eða það sem nemur um 125 milljörðum króna). Fjármálageirinn okkar er hnattrænn, með London sem leiðandi fjármálaþjónustumiðstöð. Bresk fyrirtæki halda áfram að vinna með fyrirtækjum frá öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi þar sem fyrirtæki eins og Barclays aðstoðar við að stækka fjármálageira Íslands og Bird & Bird aðstoða Isavia við að þróa flugvelli og ná fram hagkvæmum opinberum innkaupum. Við höldum áfram að leitast við að leiða og þróa vöxt framtíðarinnar. Í Tæknivikunni í London í júní lagði breski forsætisráðherrann áherslu á fjárfestingu breskra tæknifyrirtækja fyrir 1,2 milljarða sterlingspunda, andvirði um 190 milljarða króna, með 2.500 stöður við þróun gervigreindar. Fyrirtæki eins og digi.me, sem einnig starfa með íslenska heilbrigðisgeiranum, sýna fram á að tækni í heilbrigðisvísindum getur leitt til markvissari og þar af leiðandi skilvirkari úrræða í heilbrigðisþjónustu. Bretland er eftir sem áður þungavigtarríki í alþjóðasamstarfi. Við eigum fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og erum eina landið sem ver bæði 2% af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála og 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Bretlandi mun í ár halda 70 ára afmælisleiðtogafund NATO, auk alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi og ráðstefnu um að hindra kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum. Við veitum aðstoð til að koma í veg fyrir og draga úr átökum og styðjum alþjóðlega þróunaraðstoð með hlutverki okkar í alþjóðastofnunum eins og Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (ásamt Íslandi), G7 og G20, ÖSE, Alþjóðaviðskiptastofnuninni o.fl. Bretland er nú að vinna í því að stækka utanríkisþjónustu sína og að fjölga starfsfólki um 1.000. Bretland er svo lánsamt að búa yfir gríðarmiklum áhrifamætti á menningarsviðinu. Þar má nefna fjölmiðla okkar, en BBC er meðal 10 fjölsóttustu fréttaveitna veraldarvefsins, og ekki síður menntun: 12% af öllum háskólanemum heimsins sem stunda nám utan heimalands síns nema við breska háskóla og 4 af 10 bestu háskólum heims eru í Bretlandi. Einnig má nefna íþróttir, en stuðningsmenn um allan heim horfðu á þessu ári á lið úr ensku úrvalsdeildinni mætast í báðum stærstu Evrópukeppnunum í fótbolta. Þessi upptalning hér er ekki gerð til að berja sér á brjóst. Öll lönd eiga við einhver vandamál að stríða sem þau þurfa að yfirstíga, og Bretland á greinilega í einu slíku þessa stundina. Við eigum að vera auðmjúk gagnvart annmörkum okkar. En við skulum ekki missa sjónar á styrkleikum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um „Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Styrkleikar Bretlands haldast áfram hinir sömu. Lýðræði er greinilega enn við lýði, virkar vel og veitir aðhald, og stofnanir okkar halda áfram að starfa faglega í gegnum hinn pólitíska stórsjó. „Keep calm and carry on.“ Í gegnum alla pólitísku óvissuna heldur efnahagslíf Bretlands enn áfram að vaxa, jafnvel meira en hjá sumum af hinum stærstu hagkerfum Evrópu á síðasta ári. Atvinnuleysi hefur aldrei mælst jafn lágt. Bretland er eftir sem áður helsti áfangastaður fyrir erlendar fjárfestingar í Evrópu. Á síðastliðnu ári voru 13 „einhyrnings“-fyrirtæki í Bretlandi (sprotafyrirtæki sem eru metin á einn milljarð Bandaríkjadala eða það sem nemur um 125 milljörðum króna). Fjármálageirinn okkar er hnattrænn, með London sem leiðandi fjármálaþjónustumiðstöð. Bresk fyrirtæki halda áfram að vinna með fyrirtækjum frá öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi þar sem fyrirtæki eins og Barclays aðstoðar við að stækka fjármálageira Íslands og Bird & Bird aðstoða Isavia við að þróa flugvelli og ná fram hagkvæmum opinberum innkaupum. Við höldum áfram að leitast við að leiða og þróa vöxt framtíðarinnar. Í Tæknivikunni í London í júní lagði breski forsætisráðherrann áherslu á fjárfestingu breskra tæknifyrirtækja fyrir 1,2 milljarða sterlingspunda, andvirði um 190 milljarða króna, með 2.500 stöður við þróun gervigreindar. Fyrirtæki eins og digi.me, sem einnig starfa með íslenska heilbrigðisgeiranum, sýna fram á að tækni í heilbrigðisvísindum getur leitt til markvissari og þar af leiðandi skilvirkari úrræða í heilbrigðisþjónustu. Bretland er eftir sem áður þungavigtarríki í alþjóðasamstarfi. Við eigum fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og erum eina landið sem ver bæði 2% af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála og 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Bretlandi mun í ár halda 70 ára afmælisleiðtogafund NATO, auk alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi og ráðstefnu um að hindra kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum. Við veitum aðstoð til að koma í veg fyrir og draga úr átökum og styðjum alþjóðlega þróunaraðstoð með hlutverki okkar í alþjóðastofnunum eins og Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (ásamt Íslandi), G7 og G20, ÖSE, Alþjóðaviðskiptastofnuninni o.fl. Bretland er nú að vinna í því að stækka utanríkisþjónustu sína og að fjölga starfsfólki um 1.000. Bretland er svo lánsamt að búa yfir gríðarmiklum áhrifamætti á menningarsviðinu. Þar má nefna fjölmiðla okkar, en BBC er meðal 10 fjölsóttustu fréttaveitna veraldarvefsins, og ekki síður menntun: 12% af öllum háskólanemum heimsins sem stunda nám utan heimalands síns nema við breska háskóla og 4 af 10 bestu háskólum heims eru í Bretlandi. Einnig má nefna íþróttir, en stuðningsmenn um allan heim horfðu á þessu ári á lið úr ensku úrvalsdeildinni mætast í báðum stærstu Evrópukeppnunum í fótbolta. Þessi upptalning hér er ekki gerð til að berja sér á brjóst. Öll lönd eiga við einhver vandamál að stríða sem þau þurfa að yfirstíga, og Bretland á greinilega í einu slíku þessa stundina. Við eigum að vera auðmjúk gagnvart annmörkum okkar. En við skulum ekki missa sjónar á styrkleikum okkar.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar