Innlent

Fyrrum ráðherra talinn hæfastur

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrrverandi iðnaðarráðherra.
Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrrverandi iðnaðarráðherra. Fréttablaðið/Ernir
Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, fyrr­ver­andi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er metin hæfust umsækjenda um starf verk­efna­stjóra Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­anna (EFA).

Alls sóttu 45 um starfið. Tveir voru boðaðir í lokaviðtöl; Ragnheiður Elín og Grímur Atlason sem stýrði Iceland Airwaves um árabil.

Í umsögn stjórnar EFA segir að Ragnheiður uppfylli mjög vel hlutlægar og huglægar hæfniskröfur starfsins og sé talin hafa staðið öðrum umsækjendum framar á heildina litið.

Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in (EFA) verða veitt í Hörpu í des­em­ber 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×